Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Menning G estir streyma hlýlega klæddir inn í Hallgímskirkju, margir taka lyftuna upp í turninn en aðrir ganga inn í kirkju- skipið að skoða þetta mikla guðshús. Þar sem þeir ganga um fordyri kirkjunnar fara þeir óvænt um heim bað- aðan sérkennilegu bleiku ljósi; til beggja handa má sjá borð með fjölda blómapotta og í þeim eru villtar plöntur, illgresi úr um- dæmi Hallgrímskirkju, sem vakið hefur ver- ið upp af dvala um miðjan vetur og komið í skjól kirkjunnar. Þetta er myndlistarsýning Hildar Bjarnadóttur, athyglisverð innsetning sem var opnuð á aðventu og lýkur nú um helgina og vekur ýmsar spurningar í huga þess sem skoðar. „Já, sýningin vekur til dæmis upp spurn- ingar um vald mannsins yfir náttúrunni, hvað sé æskilegt að krukka mikið í náttúr- una,“ segir Hildur þar sem hún hugar að plöntunum. „Ég hef vakið plönturnar af værum dvala, tekið þær úr sínu náttúrulega umhverfi og sett í allt annað samhengi hér í kirkjunni.“ Sýning Hildar kallast Flóra illgresis. Í 150 blómapottum eru kunnuglegar plöntur, þar á meðal hvönn, vallhumall, spánarkerf- ill, túnfífill, haugarfi, skriðsóley og túnsúra. Hildur safnaði í fyrrahaust fræjum og rót- um í borgarumhverfinu og Vernharður Gunnarsson í Gróðrarstöðinni Storð aðstoð- aði hana við að koma þeim í potta og vekja af værum vetrardvala um miðjan vetur; plönturnar voru látnar halda að komið væri sumar og settar á sýningu. Staðsetning og efniviður kveikja strax ýmsar hugrenningar. „Kirkjan er gróðurhús,“ skrifar séra Birgir Ásgeirsson í texta sem fylgir sýning- unni úr hlaði, og setur verkið í ákveðið samhengi. Hann segir kirkjuna rækta gróð- urinn, lífsmagn jarðar, auðga mannlífið með aðhlynningu, tillitssemi og kærleika. „Engin planta er svo fögur að hún sé öðrum æðri, engin svo snauð í gerð sinni að hún búi ekki yfir einhverri gjöf til mannlífsins. Eng- in manneskja er svo fábreytt, veik eða snauð, að hún eigi ekki að njóta réttlætis, umhyggju og kærleika. Við viljum gjarnan uppræta illgresið úr skrúðgarðinum, en hvað er illgresi, þegar öllu er á botninn hvolft? Þegar spurt er um tilgang og mark- mið mannsins, verður sú spurning býsna djúprist og ágeng. Listakonan Hildur Bjarnadóttir fær okkur til að leita svara við henni.“ Hæfileikaríkar eða illgresi? „Þegar ég byrjaði að undirbúa sýninguna var mér vissulega ofarlega í huga túlkun á illgresinu, en svo varð verkið mun víðfeðm- ara,“ segir Hildur. Hún er einn helsti myndlistarmaður sinnar kynslóðar, handhafi Sjónlistarorðunnar árið 2006, og hefur sýnt víða um lönd og þá einkum verk sem hafa vakið mikla athygli fyrir tök hennar á vefn- aði, hekli og annarri persónulegri úrvinnslu í textíl. Hildur skilgreinir illgresið í sýning- arskránni, segir illgresi vera plöntu sem vex á röngum stað og oft í miklu magni. „Plöntur sem teljast til illgresis eru gjarnan duglegar að dreifa fræjum og eru því mjög algengar og þess vegna taldar óæskilegar. Þær taka sér bólfestu þar sem þeim er ekki ætlað að vaxa, eins og milli gangstétt- arhellna, á miðjum garðbletti og í beðum, innan um aðrar plöntur sem þykja fallegri og minna ágengar.“ Hún bætir við að það sé huglægur dómur fólks að flokka þær sem illgresi, með hugarfarsbreytingu sé hægt að sjá þær sem hæfileikaríkar plöntur sem blómstra fallegum blómum og séu til margs nytsamlegar. Þær séu hluti af fjöl- breyttu samfélagi plantna sem þrífast kringum Hallgrímskirkju. Hver túlki á sinn hátt „Það var mikilvægt að plönturnar kæmu allar héðan úr hverfinu,“ segir Hildur þar sem við virðum þær fyrir okkur, baðaðar bleiku ljósi gróðurlampanna. „Verkið er sér- staklega hugsað fyrir þessa kirkju, það er staðbundið og plönturnar öðlast ákveðna merkingu við tilfærsluna úr moldinni á Skólavörðuholti hingað inn. Það er sjálfsagt að hver túlki þetta á sinn hátt.“ Á sýningunni er árstíðunum snúið við. Hún var opnuð í desemberbyrjun en þá voru plönturnar komnar af stað rétt eins þá væri byrjun júnímánaðar; nú er langt liðið á júlí hjá þeim. „Það er svo margt sem stemmir ekki hér,“ segir Hildur. „Plönturnar eru á röng- um stað og í röngu samhengi. Fólk rekst á plönturnar á þessum óvænta stað. Svo kviknaði meira líf og óvæntara; skordýr flugu upp og um alla kirkju, hér sást reffi- legur ánamaðkur og stór kónguló. Það kom af stað merkilegri umræðu um stjórn manna á lífinu. Á að berjast við flugurnar en hleypa plöntunum inn? Svo gægðust fleiri plöntur upp með þessum fimmtán teg- undum, eins og hvítsmári sem er í nokkrum pottum, og grasið; ég hafði ekki reiknað með því en vitaskuld lifnaði það við líka. Þetta hefur allt verið mjög lærdómsríkt.“ Með plönturnar í doktorsnámi Hildur hefur á síðustu árum unnið með jurtir í verkum sínum en þá hefur hún oft- ast unnið eitthvað úr þeim. Hún hefur mál- að með plöntulit og litað þræði sem hún hefur heklað eða ofið úr. Er þetta nýtt skref, að láta efniviðinn standa sjálfan? „Já og nei,“ svarar hún. „Ég hef unnið mikið með plöntur og hef gert tvö stór verk með illgresi, eitt héðan úr Þingholtunum sem sýnt var á norrænu Carnegie- sýningunni en hitt var pantað af safni í North Carolina í Bandaríkjunum og unnið úr illgresi þaðan. En eins og þú segir þá hef ég litað og ofið úr illgresi en fyrir mér er þetta eðlilegt framhald. Ég hef alltaf unnið með plöntur út frá samhengi stað- arins sem þær finnast á, ekki út frá litnum sem þær gefa. En vinnan við þetta verk hér hefur verið afskaplega athyglisvert ferli sem hófst árið 2010 þegar mér var boðið að sýna.“ Um þessar mundir leggur Hildur stund á doktorsnám í myndlist í Noregi. Tengist þetta verk því námi á einhvern hátt? „Já, það tengist því beint. Mitt rann- sóknar viðfangsefni þar snýst að miklu leyti um liti sem unnir eru úr plöntum og svæðin þar sem plönturnar vaxa. Ég vinn með þær á ýmsan hátt, mikið með vefnað og hand- verk og vatnslit, en plönturnar eru í fókus.“ „Plönturnar eru á röngum stað og í röngu samhengi. Fólk rekst á plönturnar á þessum óvænta stað. Svo kviknaði meira líf og óvæntara; skordýr flugu upp og um alla kirkju,“ segir Hildur. Morgunblaðið/Einar Falur Í VERKI HILDAR BJARNADÓTTUR BLÓMSTRA PLÖNTUR AF SKÓLAVÖRÐUHOLTI Í HALLGRÍMSKIRKJU Illgresi vakið upp í kirkjunni „SÝNINGIN VEKUR TIL DÆMIS UPP SPURNINGAR UM VALD MANNSINS YFIR NÁTTÚRUNNI,“ SEGIR HILDUR BJARNADÓTTIR UM VERK SITT Í HALLGRÍMSKIRKJU, ÞAR SEM HÚN HEFUR VAKIÐ UPP PLÖNTUR UM MIÐJAN VETUR. HÆGT ER AÐ TÚLKA VERKIÐ Á ÝMSA VEGU. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.