Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 20
ingar inni. Töluverða athygli vakti þegar Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, birti myndband af landsliðsmönnum gera ballettæfingar á lestarstöð í Herning. „Einn af hans kostum er að hann er óútreikn- anlegur og kemur sífellt á óvart með nýjum og skemmtilegum æfingum. Fyrir leikinn gegn Dönum tók- um við þægilegan göngutúr þar sem numið var staðar inni á lestarstöðinni hér í Herning. Þar skelltum við okkur í nokkrar balletæfingar og án nokkurs vafa eru þetta æfingar vikunnar,“ sagði markvörðurinn kátur. „Ég hef verið að sjá um þessa göngutúra, upphitunina og klippi saman leikina ásamt Gunna Magg. Ég er með sjúkraþjálfunarteyminu líka ef þar vantar. Með þessa menntun á bakinu getur maður gengið í flest störf,“ segir þúsundþjalasmiður landsliðsins í hand- bolta, Erlingur Richardsson. É g var nú bara einu sinni með svona sprell í upp- hitun. Þetta var einhver útgáfa af leiknum Dag- ur og Nótt eða Stórt skip, lítið skip sem maður fór í í grunnskóla. Það voru einhverjir sem kvörtuðu undan því að hafa ekki skilið hann en ég gef lítið fyrir þær útskýringar,“ segir Erlingur Richardsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá Strákun- um okkar í landsliðinu í handbolta. Er- lingur er íþróttafræðingur að mennt og sér um mikla vinnu bak við tjöldin ásamt Gunnari Magnússyni sem einnig er hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir félagar eru nánast að allan sólar- hringinn og það skilaði sér í fimmta sæti á Evrópumótinu sem lauk í Dan- mörku um síðustu helgi. Auk þess hefur Erlingur séð um upphitun leikmanna og það er yfirleitt hefðbundin upp- hitun sem flestir þekkja en fyrir einn leikinn á Evr- ópumótinu var slegið á létta strengi. „Maður reynir stundum að koma með eitthvað nýtt en þetta var í fyrsta sinn sem við fórum í einhverja leiki. Við nýtum stundum tímann á milli leikja og í göngutúrunum á leik- degi til að sprella og gera eitthvað skemmtilegt. Fá menn til að brosa og brjóta upp daginn.“ Kemur sífellt á óvart Þegar Heimsmeistaramótið fór fram á síðasta ári á Spáni var gert meira af því að sprella úti enda hitamun- urinn gífurlegur. Þá var sól og blíða en hitinn í Dan- mörku var nánast við frostmark allan tímann sem mótið fór fram. Þá brá Erlingur á það ráð að gera liðkandi æf- Þórir Ólafsson teygir á fyrir komandi átök æfingarinnar. Eldri leggja á ráðin gegn ungum. Róbert og Vignir gegn Gunnari Steini og Rúnari. Reynslan vó þungt. Handboltamenn hafa lengi hit- að upp í fótbolta. Varnartröllið Bjarki Már vakti verðskuldaða athygli á mótinu. Framtíðarlands- liðsmaður þar á ferðinni. Hér með bendingar í upphitunarleiknum fræga. Eldri leikmenn landsliðsins hrósuðu sigri í upphitunarleiknum og fögnuðu gríð- arlega. Ungir leikmenn vinna sjaldan þá eldri – í hvaða leik sem er. Snorri Steinn Guðjónsson fagnar marki í fótbolta. Þótti afburðaframherji þegar hann var yngri. Erlingur Rich- ardsson aðstoð- arlandsliðsþjálfari. Kári Kristján Krist- jánsson línutröll hlær dátt í upphit- unarleik sem Erling- ur bjó til. Morgunblaðið/Eva Björk Björgvin Páll landsliðsmarkvörður. Líffræðilegt undur, segja sumir. Skipstjórinn sjálfur, Aron Krist- jánsson, í sæti sínu á bekknum. Gleðin gefur tóninn BAK VIÐ TJÖLDIN HJÁ STRÁKUNUM OKKAR Ólafur Guðmundsson stóð sig vel í keppninni. Hér er hann í essinu sínu. ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Í HANDBOLTA NÁÐI FRÁBÆRUM ÁRANGRI Á EM Í HANDBOLTA SEM LAUK Í DANMÖRKU UM SÍÐUSTU HELGI. ERLINGUR RICHARDSSON ER HLUTI AF ÞJÁLFARATEYMI LIÐSINS OG SÉR MEÐAL ANNARS UM UPPHITUN. ÞAR ÞARF STUNDUM AÐ BRJÓTA UPP HEFÐBUNDIÐ FORM OG LEYFA MÖNNUM AÐ BROSA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Heilsa og hreyfingIngó bróðir, Jón Jónsson og Vigdís Finnbogadóttir eru fyrirmyndir Guðmundar Þórarinssonar »22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.