Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 „Real Madrid var með marga framherja og nýbúið að kaupa Ronaldo. Það var einfaldlega ekki pláss fyrir hann.“ Manuel Pellegrini um Negredo Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is U nglingastarf Real Madrid fær oftast ekki mikið hrós. Þar eru keyptar stórstjörnur í aðalliðið í stað þess að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Auðvit- að er ekkert unglingastarf í heiminum eins og hjá Barcelona en Real Madrid hefur framleitt marga frambærilega knattspyrnumenn og nokkra stór- kostlega. Samuel Eto’o, Santiago Cañizares, Luis García og þeir Juan Mata og Álvaro Negredo hafa allir byrjað sinn feril hjá Real Madrid en slegið í gegn annars staðar. Iker Casillas, Raúl, Guti og auðvitað gammurinn sjálfur, Emilio Butragueño, komu allir í gegnum ung- lingastarf Real Madrid og náðu að komast í gegnum nálaraugað og alla leið í aðalliðið. Nú eru tveir fyrrverandi ung- lingar Real Madrid orðnir stór hluti hvor af sínu Manchest- er-liðinu. Juan Mata var keyptur á metfé til Man- chester United frá Chelsea í vikunni en hann gekk í raðir Real Madrid 15 ára. Hann spilaði eitt tímabil með vara- liði Real þar sem hann skoraði tíu mörk og bjó til annað eins fyrir framherja liðsins, Álvaro Negredo. Negredo skoraði 18 mörk þetta tímabil og var markahæstur í varaliðinu. Fabio Capello stýrði Real Madrid á þessum tíma og hreifst af pilti. Hafði hann á bekknum í nokkrum leikjum og Negredo byrjaði einn leik á undirbúningstímabilinu 2007. Hann var hins- vegar lánaður til Almeria þar sem hann skoraði 32 mörk á tveimur árum og fyrir sumarið 2009 ætlaði hann sér stóra hluti með Real Madrid þrátt fyrir að framlínan væri skipuð leikmönnum eins og Cristiano Ronaldo, Raúl, Karim Benzema, Ruud van Nistelrooy, Gonzalo Higuaín og Klaas- Jan Huntelaar. Manuel Pellegrini var þá nýtekinn við sem knattspyrnustjóri Real Madrid og fyrsta verk hans var að ræða við piltinn. Það samtal end- aði með því að Pellegrini sagði að hann ætti enga framtíð hjá stjörnum prýddu liði Real og seldi hann til Sevilla. Heppinn hjá Valencia Það fyrsta sem Pellegrini gerði hinsvegar þegar hann tók við liði City var að kaupa Negredo frá Se- villa. „Pellegrini er ein aðalástæðan fyrir því að ég er hér hjá City. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir honum því hann var hreinn og beinn við mig hjá Madrid. Hann lét mig ekki taka heilt undirbún- ingstímabil með liðinu þar sem ég hefði vonað að fá einhverjar mínútur. Hann ráðlagði mér frekar að fara til Sevilla. Hann er hreinskilinn maður og hikar ekki við að tala við mann undir fjögur augu til að greina frá stöðu mála. Það kunna menn að meta í atvinnumannaheiminum.“ Unglingarnir í Madrid taka yfir Manchester SPÆNSKA INNRÁSIN Í MANCHESTER HÉLT ÁFRAM ÞEGAR JUAN MATA SAMDI VIÐ MANCHESTER UNITED. SEX SPÁNVERJAR SPILA MEÐ MANCHESTER-LIÐUNUM, UNITED OG CITY, ÞAR SEM FYRRVERANDI FÉLAGI MATA HJÁ REAL MADRID, ÁLVARO NEGREDO, ER AÐ SANNA SIG SEM EINN BESTI FRAMHERJI ENSKA BOLTANS. EPA David Moyes reyndi að kaupa Negredo frá Sevilla til Everton fyrir ári á níu milljónir punda. Það tókst ekki. Honum tókst hinsvegar að kaupa Mata í vikunni og er Spánverjinn dýrasti leikmaður Manchester United í sögunni. Kostaði 37 milljónir punda en sjaldan eru leikmenn keyptir svona dýrum dómum í janúarglugg- anum. Eftir að hafa slegið í gegn með varaliði Real Madrid fór Juan Mata án greiðslu til Valencia. Real Madrid hef- ur oft verið orðað við kaup á Mata enda sjá Madrid- ingar mjög eftir honum. Bæði stjórnarmenn og stuðn- ingsmenn. Þrátt fyrir að liðið sé fullt af svokölluðum Galacticos eða ofur- stjörnum vilja Madrídingar sjá heimamenn í liðinu. Það hefur hins- vegar aldrei gerst að formlegt boð hafi komið frá Real Madrid í Mata. Kannski er það bara hugarburður að Real vilji hann. Með Valencia var Mata heppinn. Vicente meiddist og Ronald Koeman vildi ekki nota Miguel Ángel Angulo. Tveir leikmenn sem voru að keppa við hann um stöðu í liðinu. Opnuðust þá dyr fyrir unglinginn sem hann gekk glaður inn um. Frá 2007-2011 var Mata einn besti leikmaður Valencia þrátt fyrir ungan aldur. Hann hafði kannski ekki hraðann en knattspyrnugáfur hans voru betri en hjá flestum. Það kom ekki á óvart þegar stóru liðin í Evrópu fóru að renna hýru auga til Mata. Í ágúst 2011 var tilkynnt að Mata hefði samið við Chelsea og borg- aði Lundúnaliðið 23 milljónir punda fyrir kappann. Það voru mikil kjarakaup. Hann varð fljótlega dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Chelsea. Hann er virkur á samfélagsmiðlunum og gefur sér oft tíma til að svara aðdáendum hvort sem er á Twitter eða Instagram þar sem hann tekur hreint ótrú- legar myndir. Aðdáendur kusu hann leikmann ársins, fyrsta tímabilið hans enda bjó hann til flest mörk fyrir Chelsea og stöðugleikinn í leik hans var mikill. Hann var alltaf góður, í öllum leikjum hvort sem þeir voru stórir grannaslagir eða litlir deildarbikarleikir. Seinna árið hans var álíka gott. Stoðsendingar komu í bunkum og Chelsea vann Evrópubik- arinn þar sem Mata lagði upp sig- urmarkið. Aftur var hann kosinn leik- maður ársins. Mourinho gleymir ekki Það var alltaf vitað að Juan Mata myndi eiga í erfiðleikum undir stjórn Jose Mourinho. Mourinho var ný- kominn úr dramanu frá Madrid til baka á Stamford Bridge og Mata er einn besti vinur Iker Cassillas. Casillas og Mourinho voru engir perluvinir eftir að Mourinho setti markvörð- inn dáða á bekkinn. Mata tjáði sig um það mál og slíku gleymir Jose Mourinho ekki. Það var því vitað að hann myndi nota hvert tækifæri til að setja út á Spánverjann. Ekki leið á löngu þar til Mourinho sagði að Mata væri ekki að sinna nógu mikilli varnarvinnu. Oscar væri miklu betri í því. Þess vegna spilaði hann ekki. Stuðningsmenn vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Þeir dýrkuðu Mata en Mourinho á sess í hjörtum þeirra. Barátta þeirra hélt svo áfram bæði innan vallar og utan. Mata bjó til mörk þegar hann fékk tækifæri til en hljóp ekki nógu hratt til baka fyrir Mourinho. Þar með voru örlög hans ráð- in hjá Chelsea. Vörnin vinnur titla, segir máltakið. Mata skoraði 33 og lagði upp 58 mörk fyrir Chelsea í 135 leikjum. Hann átti einnig oft þriðju síðustu sendinguna, sendingu sem splundrar vörn andstæð- inganna áður en boltinn er gefinn fyrir og framherjinn skorar. Tölfræðigúrúar heimsins hafa ekki enn áttað sig á því að sú sending skiptir miklu máli og ætti að vera skráð. Fegurðin við knattspyrnu er að hún er óútreiknanleg og tölfræði skiptir litlu máli. Það er ómögulegt að ætla að dæma leikmann fyrir góða eða lélega tölfræði. Matar hann Negredo á HM? Tölur Negredo í ár fyrir framan markið eru hinsvegar svo glæsilegar að ekki er hægt annað en að tala aðeins um þær. Manchester City er búið að skora 115 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Það er meira en á öllu tímabilinu í fyrra. Negredo er búinn að skora 21 af þess- um 115 á sínu fyrsta tímabili og hefur verið algjörlega magnaður. Hann kom ekkert við sögu gegn Tottenham í vikunni og lét aðra um að skora fimm mörk gegn Gylfa Sigurðssyni og félögum. Negredo er að öllum líkindum orðinn fyrsti kostur Spánverja í framlínunni fyrir HM í sumar. Hann hefur sýnt það í vetur að hann er mun betri í dag en hinir framherjar Spánar. Fernando Torres er enn bara skugginn af sjálfum sér, ef það, og Roberto Soldado virðist bara skora úr vítaspyrnum. Michu er aldrei að fara að byrja í framlínunni. Frekar beitir landsliðsþjálfarinn Del Bosque þeirri undarlegu taktík að spila ekki með framherja, heldur sex miðjumenn. Hver veit nema að Mata verði fyrir aftan Negredo í Brasilíu að mata hann með sendingum sínum eins og forðum daga í varaliði Real Madrid. Andrés Iniesta hef- ur verið meiddur og nái Mata að enda tímabilið með góðum leik er erfitt að horfa framhjá honum í byrj- unarlið Spánverja þar sem stórkostlegir miðjumenn bíða í bunkum eftir að fá tækifæri. Hvað sem gerist má telja víst að þessir gömlu félagar frá Madrídi spili stórt hlutverk það sem eftir er tíma- bilsins á Englandi fyrir Manchester-liðin. Annar að skora mörkin, hinn að búa þau til. Juan Mata kostaði Manchester United skildinginn eða 37 milljónir punda. * Mata spilaðieitt tímabilmeð varaliði Real þar sem hann skoraði tíu mörk og bjó til annað eins fyrir framherjann Álvaro Negredo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.