Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Sýningin „Hljómfall litar og línu“ verður opn- uð í Hafnarhúsinu á laugardagskvöld klukkan 20. Er hún hluti sjónrænu tónlistarhátíð- arinnar Reykjavík Visual Music – Punto y Ra- ya Festival, sem haldin er um helgina. Þetta er viðamikil sýning sem snýst um myndlistarverk í anda „sjónrænnar tónlist- ar“. Allt frá því snemma á 20. öld hafa mynd- listamenn í leit að óhlutbundnu tjáning- arformi leitað að fyrirmyndum í tónlist. Sýningin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hlut- anum eru sýnd lykilverk eftir helstu frum- kvöðla sjónrænnar tónlistar, annar hluti sam- anstendur af verkum eftir íslenska og erlenda samtímalistamenn og í þeim þriðja eru um 40 minni verk sem birta hugmyndir um sam- hengi í myndlist og tónlist hér á landi. HLJÓMFALL LITAR OG LÍNU HLJÓÐ OG MYND Verk eftir Doddu Maggý, DeCore (aurae), er eitt fjölmargra ólíkra mynd- og hljóðverka. Kammerkórinn Schola cantorum minnist Þor- kels Sigurbjörnssonar með tónleikunum. Morgunblaðið/Frikki Kammerkórinn Schola cantorum og Listvina- félag Hallgrímskirkju munu minnast Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds með tónleikum í Hallgrímskirkju á sunnudag klukkan 15. Kórinn mun flytja úrval af kirkjulegum kór- verkum Þorkels, Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju leikur orgelverkið „Snertur“ á Klaisorgel kirkjunnar, auk þess sem Schola cantorum frumflytur kórverkið „Nunc di- mittis“ eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, en það tileinkar Hreiðar minningu Þorkels sem var einn af kennurum hans í tónsmíðum. Þorkell Sigurbjörnsson lést 30. janúar í fyrra. Hann lét eftir sig mikið af vandaðri kirkjutónlist sem margir hafa flutt. SCHOLA CANTORUM SYNGUR MINNAST ÞORKELS Tilkynnt var í vikunni að Nathan Filer hreppti hin bresku Costa-bókmennta- verðlaun fyrir frumraun sína, The Shock of the Fall. Það kom mörgum á óvart þegar hún var í forvali kjörin besta fyrsta verk höfundar og eins kom það gagnrýnendum sem veð- bönkum á óvart nú, að hann hreppti hnossið, þótt dómnefnd sé sögð hafa verið einróma í afstöðu sinni. Haft var eftir einum í nefndinni að sagan væri svo góð að hún gerði lesendur að betri mönnum. The Shock of the Fall fjallar um 19 ára mann, Matthew Homes, sem upplifir síend- urtekið hið skelfilega kvöld tíu árum fyrr þeg- ar eldri bróðir hans, sem var með Downs- heilkenni, lést óvænt fyrir framan hann. ÓVÆNTUR VERÐLAUNAHAFI FILER FÉKK COSTA Nathan Filer Við viljum líka skemmta börnum með nútímatónlist. Þetta ermjög skemmtilegt efni og gaman að geta kennt börnum ogungmennum að hlusta vel,“ segir Pamela de Sensi flautuleik- ari um þátt tónleikaraðarinnar Töfrahurðarinnar í dagskrá Myrkra músíkdaga með tónleikunum „Strengir á tímaflakki“ í Kaldalóni Hörpu klukkan 11 á sunnudagsmorgnun. Markmiðið með Töfrahurð- inni er að kynna klassíska tónlist frá ýmsum tímum fyrir börnum með lifandi hætti. Á dagskránni er nýtt tónlistarævintýri, „Strengir á tímaflakki“, eftir Steingrím Þórhallsson við sögu Pamelu en það kom út á bók og geisladisk í nóvember. Þá verða einnig flutt tvö önnur nútímaverk sem voru sérstaklega samin fyrir börn, „Færibandið“ eftir Guðmund Stein Gunnarsson og „Einu sinni var eftir Oliver Kentish“. Börnin munu kynnast verkunum undir leiðsögn sögumanns, Sigur- þórs Heimissonar og Valgerðar Guðnadóttur, en þau munu fylgja börnunum í gegnum verkin og kynna þeim hvernig nútímatónlist er hugsuð og búin til. Börnin fá að heyra hvernig verk fyrri alda hljóma í samanburði við nútímatónlistina og læra því að þekkja mun- inn á þessum ólíku tónlistarstefnum. Þau fá einnig að taka virkan þátt í efnisskránni. Kammerhópurinn Shéhérazade sér um flutning verkanna ásamt Frank Aarnink slagverksleikara. „Margir kunna að hugsa í þá veru að nútímaleg tónlist sé ekki fyrir börn og unglinga, en það er ekki rétt, það er mjög áhugavert fyrir ungt fólk að mæta á tónleika með góðri leiðsögn,“ segir Pa- mela. „Áhorfendur fá að taka þátt í öllum verkunum og læra hver er munurinn á tónlist sem samin er í dag og á eldri tónlist. Þau fræð- ast um það hvernig hugsunin að baki verkunum hefur breyst, og flutningurinn. Nú eru sum verk leikin á tölvu að einhverju leyti og allskyns ný efni eru notuð til að búa til hljóðfæri, og sem hljóðfæri, og börnin skemmta sér við að fá að snerta á þeim og prófa.“ Þá segir hún tónskáldin verða á staðnum og mögulegt að ræða við þau um verkin. „Börnunum verður hjálpað við að hlusta á og skilja tónlist í nútímalegum búningi,“ segir Pamela. efi@mbl.is TÖFRAHURÐIN Á MYRKUM MÚSÍKDÖGUM Skemmta með nútímatónlist Pamela de Sensi er höfundur sögunnar Strengir á tímaflakki sem Stein- grímur Þórhallsson samdi tónlist við. Það og fleiri verða flutt. „BÖRNUNUM VERÐUR HJÁLPAÐ VIÐ AÐ HLUSTA Á OG SKILJA TÓNLIST Í NÚTÍMALEGUM BÚNINGI,“ SEGIR PAMELA DE SENSI UM TÓNLEIKA TÖFRAHURÐARINN- AR Í HÖRPU Á SUNNUDAGSMORGNI. Menning É g er stundum spurður að því hvaða hljóðfæri ég hafi fyrst unnið með. Þótt það hafi verið gítar þá má segja að kórinn hafi mótað mig meira en gítarinn,“ segir Hugi Guðmundsson tónskáld. Á dög- unum kom út geisladiskurinn Djúpsins ró með verkum Huga og hefur hlotið verð- skuldaða athygli og lof, fyrir sterk og áhugaverð verk fyrir kór og hljóðfæri. Flytjendur eru Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, Nordic Af- fect-hópurinn, sem hefur sérhæft sig í að flytja tónlist 17. og 18. aldar í bland við nýja tónlist, og Hanna Loftsdóttir sem leik- ur á gömbu. Hugi, sem er fæddur árið 1977, starfar að tónsmíðum í Kaupmannahöfn en hann lauk þar meistaragráðu við Konunglega tónlistar- akademíið árið 2005 og síðar meistaranámi í raf- og tölvutónlist við listaháskóla í Hol- landi. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaun- in árið 2008 fyrir tónverkið „Apocrypha“ og aftur í fyrra fyrir „Orkestur“. Hugi er hér á landi í tengslum við Myrka músíkdaga og Visual Music Festival, þar sem flutt eru þrjú verka hans. Á opnunar- kvöldinu var frumflutt samstarfsverkefni þeirra Brett Battey, sem er búsettur í Bret- landi, verk með tónlist Huga fyrir píanó og elektróník og myndverki Battey. Í dag, laug- ardag, klukkan 14, flytur Nordic Affect síðan „Händelusive“, verk í þremur þáttum frá 2009 sem heyra má á diskinum nýja, og einnig verk eftir þá Huga og Guðmund Vigni Karlsson, „Púls tveir“. Hugi segir að samstarf þeirra Battey hafi verið áhugavert og að Friðrik Steinn Krist- jánsson, forvígismaður Visual Music Festival, hafi í raun „parað“ þá saman. „Ég fór til Bretlands að hitta Brett og við teiknuðum upp ferla að vinna inn í, og unn- um form verksins í mikilli samvinnu. Við vorum forvitnir og tókumst á við þessa áskorun, það var ögrandi að nálgast sköp- unarferlið á nýjan hátt,“ segir Hugi. „Það hafa aldrei verið gerð myndverk við tónverk eftir mig en nú eru skyndilega myndverk við öll þrjú á þessari hátíð!“ segir hann og hlær. „Tvö þeirra eru samstarfs- verkefni, það með Brett og verkið sem ég gerði með Kippa Kaninus, Guðmundi Vigni, en þar sömdum við músíkina saman og hann sá um myndræna þáttinn. Þá munu einnig verða flutt myndbandsverk við „Händ- elusive“. Þau voru gerð eftir á, af Andra Hafliðasyni frænda mínum.“ Dulúð fortíðar og ný tækni Þegar talið berst að nýja hljómdiskinum seg- ir Hugi að sig hafi lengi langað til að safna saman kórverkum og gefa út. Kórsöngur stendur hjarta hans nærri. „Ég var því miður ekki í MH og kynntist Þorgerði Ingólfsdóttur því ekki þar, en árið 2010 var ég einn tíu íslenskra söngvara í Röddum Evrópu, evrópskum kór sem ferðað- ist vítt og breitt um Evrópu undir stjórn hennar. Upp úr því kynntumst við vel og ég gaf henni upphafsverkið á diskinum, „Hugsa jeg það hvern einn dag“, í þakklætisskyni fyrir þann tíma. Kórinn hefur flutt það oft og síðan hefur þessi hugmynd kraumað, að gefa út safn styttri kórverka með Hamra- hlíðarkórnum, sem hefur svo heillandi og sérstakan hljóm.“ Hugi bar hugmyndina undir Þorgerði, sem leist vel á, og verkið þróaðist þannig að kór- verkin eru tengd með hljómsveitaverkum og fjórum millispilum fyrir gömbu. Hugi er menntaður í elektrónískri tónlist en hikar ekki við að stökkva milli barroks og nútíma; semur jöfnum höndum fyrir gömbu og raf- tónlist. „Þetta tvennt heillar mig mest. Ann- arsvegar einhver dulúð úr fortíð, hljómurinn úr þessum gömlu hljóðfærum, og svo er ég mikið tæknifrík. Mér finnst það áhugaverð blanda. Það hefur lengi verið drifkraftur hjá mér að setja eitthvað gamalt í samhengi sem sumum finnst alls ekki eiga saman; mér finnst það geta vakið sérstök hughrif að blanda hugmyndum og hljóðum tveggja tíma. Þá þarf oft að gera mjög lítið með elektróníkina, nota hana bara til að vekja hlustandann til umhugsunar. Ég vil nota raf- tónlistina sparlega, það er miðill sem er auð- velt af ofhlaða með. Þarna er allt í einu kom- inn aðgangur að öllum heimsins hljóðum, sem er tónskáldi ekki eðlislægt. Með hljóð- færi og mannsrödd er okkur tamt að vinna með miklar takmarkanir, og þær henta vel. Þegar ég sem fyrir elektróník, þá hef ég gjarnan reynt að taka hljóðheim þeirra hljóðfæra sem ég er að vinna með og stækka hann örlítið, svo það sé jafnvel óljóst hvort hljóðfærið sé að gefa hljóðin frá sér. Það er alltaf hætta á að köld stafræn elektróník taki lífræn hljóðfæri yfir.“ Hugi virðist bera mikla virðingu fyrir hin- um gamla hljóðheimi. „Já, verkin mín spretta af einhverjum rót- um sem ég ríf mig ekki frá. Ég er bara einn lítill sproti í tónlistarsögunni, maður er alltaf háður næringunni frá rótunum.“ Rætur Huga liggja, eins og hann segir, í kórtónlist og hann hefur hlotið verðskuldað lof fyrir tónverk sín fyrir kóra. „Ég byrjaði um 17 ára gamall að syngja í kórum og var svo heppinn að komast fljót- lega í Mótettukórinn. Það var rosaleg upp- lifun. Ég gleymi aldrei þegar við sungum verk eftir Arvo Pärt á fyrstu æfingunni, þeg- TÓNVERK EFTIR HUGA GUÐMUNDSSON ERU ÁBERANDI Á MYRKUM MÚSÍKDÖGUM Blandar saman hugmyndum og hljóðum tveggja tíma „VERKIN MÍN SPRETTA AF EINHVERJUM RÓTUM SEM ÉG RÍF MIG EKKI FRÁ,“ SEGIR HUGI GUÐMUNDSSON TÓNSKÁLD. Á NÝJUM GEISLADISKI MÁ HEYRA ÚRVAL KÓRVERKA HANS SEM HLOTIÐ HAFA VERÐSKULDAÐ LOF. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.