Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 49
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Heyrðu, þú verður að fá þér nýja myndavél,“ segirGeorge Valdimar Tiedemann og horfir á Canon-vélRagnars Axelssonar ljósmyndara Morgunblaðsins.
Hann glottir.
Ungur batt hann trúss sitt við Nikon og hefur haldið sig við
það merki síðan. „Á tímabili var mér ráðlagt að skipta yfir í
Canon en ég gat ekki hugsað mér það. Sumir halda því fram
að sú ákvörðun hafi skaðað feril minn en ég er því ósam-
mála. Nikon hefur alltaf reynst mér vel.“
George gekk í skóla í Líbíu og Bandaríkjunum. Hann var
mikill íþróttamaður, jafnvígur á knattspyrnu, glímu og
hafnabolta. Hann lauk miðskólanámi en flosnaði upp úr há-
skóla. „Ég var ekki mikill námsmaður, hafði önnur áhuga-
mál.“
Bob Tiedemann segir bróður sinn hafa verið framúrskar-
andi íþróttamann og hér um bil nógu góðan til að leggja fyrir
sig atvinnumennsku í hafnabolta. Af því varð þó ekki.
Á Líbíuárunum byrjaði George að taka ljósmyndir sér til
gamans og hélt því áfram eftir að fjölskyldan sneri heim til
Bandaríkjanna þegar hann var sautján ára.
Mömmu hefur ekki liðið vel
22 ára fékk hann bréf frá Sámi frænda þess efnis að nærveru
hans væri óskað í Víetnam. „Ég þekkti herinn, allt líf föður
míns hafði snúist um hann, og get ekki sagt að ég hafi rifnað
af spennu yfir þessu bréfi. En það var ekkert val, ég þurfti að
þjóna landi mínu í stríði.“
George var í eitt ár í Víetnam, 1966-67, og Fred bróðir
hans á sama tíma. „Mömmu hefur eflaust ekki liðið vel með-
an á því stóð,“ segir hann.
George var fallhlífahermaður og hafði það hlutverk að
færa hersveitunum á jörðu niðri gögn – við allskonar að-
stæður. Hann kveðst hafa verið heppinn að sleppa heill úr
hildarleiknum. Fyrir kom að skotið var á flugvélina hans úr
launsátri, en stokkið var úr aðeins fimm hundruð feta hæð,
auk þess sem hann þurfti stundum að reka hættuleg erindi á
jörðu niðri, svo sem að koma eldsneyti milli búða. Fyrirsát
hefði þá hugsanlega kostað hann lífið.
„Ég er þakklátur fyrir reynsluna sem ég öðlaðist í Víet-
nam en um leið þakklátur fyrir að vera ekki eitt af nöfnunum
58 þúsund á veggnum,“ segir George og á þar við minn-
ismerkið í Washington um þá hermenn sem féllu í Víetnam.
„Manntjón var mikið í þessu stríði, alltof mikið.“
Tilfinningarnar báru hann ofurliði
George hafði myndavélina með sér í Víetnam og myndaði í
gríð og erg þegar aðstæður leyfðu. Tók meðal annars fjölda
mynda úr lofti meðan hann sveif til jarðar í fallhlífinni.
Eftir heimkomuna stóð George frammi fyrir mikilvægu
vali. Annað hvort héldi hann áfram í hernum eða sneri sér
að einhverju allt öðru. „Ég valdi annað enda hef ég ekki sér-
stakt yndi af því að láta skjóta á mig,“ segir hann sposkur á
svip.
Þegar hér er komið sögu var George orðinn býsna laginn
með myndavélina og beinast lá við að feta þá braut. „Mig
langaði að vinna við eitthvað sem ég hef gaman af.“
Fyrst réð hann sig til starfa sem fréttaljósmyndari hjá dag-
blaði í Ashbury Park, New Jersey.
„Mér fannst oftast nær gaman að taka fréttamyndir. Starf-
ið var fjölbreytt og hraðinn mikill. Fréttaljósmyndun á sér
hins vegar mjög dapurlega hlið, eins og þegar ég þurfti að
taka myndir af ekkjum lögreglumanna sem höfðu verið
myrtir. Kornið sem fyllti mælinn var þegar mér var falið að
taka mynd af konu sem hafði verið nauðgað af tveimur
mönnum. Ég sat fyrir henni þegar hún kom út af lög-
reglustöðinni en þegar á reyndi gat ég ekki fengið mig til að
taka myndina. Á því augnabliki vissi ég að ég yrði að hætta í
fréttaljósmyndun. Tilfinningarnar væru farnar að þvælast
fyrir mér. Það þýðir ekkert að koma inn á blað og segja við
fréttastjórann: Fyrirgefðu, ég gat ekki tekið myndina sem þú
baðst um!“
Eftir níu ár í fréttaljósmyndun sneri George sér að íþrótta-
ljósmyndun. Þar var hann í essinu sínu. Starfaði lengst af hjá
hinu virta tímariti Sports Illustrated og hefur fengið fjölda
viðurkenninga fyrir myndir sínar. Myndir eftir hann hafa
einnig birst í tímaritum á borð við Newsweek, Time, Life og
People.
Hugmyndaríkur og léttgeggjaður
Bob segir bróður sinn frábæran og hugmyndaríkan ljós-
myndara. Frægt hafi til dæmis verið þegar hann festi mynda-
vél á hjólabretti og renndi því þvert yfir götuna í víðavangs-
hlaupi í New York. „Fram að því var það sjónarhorn
óþekkt,“ segir Bob.
„En hann er líka léttgeggjaður,“ heldur Bob áfram. „Það
er til dæmis sjón að sjá hann hanga hálfan út úr þyrlu á flugi –
til að ná sem bestum myndum. Hann er hvergi banginn við
að fara út á ystu nöf og myndirnar verða auðvitað betri fyrir
vikið.“
George er engin íþrótt óviðkomandi og hann hefur tekið
myndir á ólympíuleikum, á úrslitaleik ameríska fótboltans,
Super Bowl, í úrslitaviðureigninni í hafnaboltanum í Banda-
ríkjunum, World Series, svo fátt eitt sé nefnt. Tvennt hefur
honum samt þótt skemmtilegast að mynda, fótbolta og
kappakstur. Hann nefnir heimsmeistaramótið í knattspyrnu
og NASCAR-kappaksturinn sérstaklega í þessu sambandi.
Besta myndin af Pelé
Spurður um eftirminnilegustu augnablikin á ferlinum svarar
George því til að besta myndin sem hann hafi tekið sé af
knattspyrnugoðsögninni Pelé eftir síðasta leikinn á ferlinum
með New York Cosmos á Giants-leikvanginum 1977. Pelé
situr þar á herðum félaga sinna og horfir til himins með
brasilíska fánann í annarri hendinni en þann bandaríska í
hinni. „Söguleg mynd á sögulegri stund,“ segir George.
„Ári síðar tók ég svipaða mynd af Daniel Passarella, fyr-
irliða Argentínu, með heimsbikarinn eftir sigurinn á Hol-
lendingum í Buenos Aires. Báðar þessar myndir tók ég með
því að lyfta myndavélinni upp fyrir höfuð mér. Tækni sem ég
tamdi mér snemma enda er ég lágvaxinn. Hefði mér skrikað
fótur hefði ég átt á hættu að troðast undir. Slík var mann-
mergðin á báðum þessum leikjum.“
Hann nefnir eina mynd enn sem tekin var meðan á bar-
daga um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum
stóð. „Þegar Tyson beit í eyrað á Holyfield. Ég var þar.“
George er nú sestur í helgan stein en tekur að sér eitt og
eitt áhugavert verkefni. Hann lítur stoltur yfir farinn veg.
„Þetta var gefandi ferill.“
GEGNDI HERÞJÓNUSTU Í VÍETNAM EN GERÐIST SÍÐAN ATVINNULJÓSMYNDARI
Uppáhaldsmynd George Valdimars Tiedemanns frá löngum ferli. Pelé borinn á gullstól eftir sinn síðasta kappleik í New York 1977.
© 1977 George Valdimar Tiedemann/Corbis.
Hef ekki yndi
af því að láta
skjóta á mig
ellingsen.is
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
PULSE-LÍNAN
FRÁ DEVOLD
40%
AFSLÁTTUR
AÐRAR
DEVOLD VÖRUR
20%
AFSLÁTTUR
COLUMBIA TRACK
SVEFNPOKI
4.490 KR.
VERÐ ÁÐUR 6.990 KR.
COLUMBIA POWDERBUG
KULDASKÓR
Stærðir 25–31
5.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 11.990 KR.
RAFSKUTLUR
Litur: Svartur, rauður og blár
79.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 139.900 KR.
MOUNTAIN HARDWEAR
MONKEY FLÍSPEYSA KVK
Stærðir S–XL
6.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 29.990 KR.
ATH!
ÚTLITS-
GALLAÐAR
COLUMBIA CHAMPEX
GÖNGUSKÓR
Stærðir 8,5–15
19.990 KR.
VERÐ ÁÐUR 38.990 KR.
DIDRIKSONS RONJA ÚLPA
Stærðir 36–42
21.742 KR.
VERÐ ÁÐUR 28.990 KR.