Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 50
H ögni Egilsson heilsar mér gegnum eldhúsgluggann. Rammast vel inn. Ég hef greinilega veðjað á réttar tröppur. Til dyra kemur systir hans, Arndís Hrönn. Ég á erindi við þau bæði og það af skemmtilegu tilefni. Systkinin, sem lengi hafa fengist við list- sköpun, vinna nú í fyrsta skipti saman – ef undan er skilið lag sem þau sungu saman í brúðkaupi bróður þeirra. Vettvangurinn er Borgarleikhúsið og verkefnið nýtt leikrit eftir hússkáldið sjálft, Tyrfing Tyrfingsson. Bláskjár nefnist verkið og er íslenskt gamandrama, með súrum keim. Fjallar um einlæga löngun tveggja systkina í Kópavogi (skammt frá Hamraborg) til að endurnýta sig og byrja lífið upp á nýtt. Reyndar fjallar það um sitthvað fleira, til dæmis feðraveldið, grimmdina, ofbeldið og veik- burða getu okkar til þess að segja hvert öðru satt – og svo auðvitað Bláskjá og sí- gaunana. „Þetta hefur verið bráðskemmtilegt. Við systkinin erum mjög náin og umgöngumst mikið en það er svolítið öðruvísi að skapa eitthvað saman,“ segir Arndís þegar við höf- um komið okkur fyrir í betri stofunni. Högni tekur undir það. „Ég held að öll systkini hafi gott af því að gera svona lag- að, kynnast á faglegum nótum.“ Hann kveðst hafa droppað inn hér og þar í ferlinu og lagt inn efni. Nú sé allt að smella saman og eftirvæntingin mikil. „Það getur margt gerst síðustu tvær vikurnar fyrir frumsýningu,“ segir hann en Bláskjár verður frumsýndur á Litla sviðinu á laug- ardaginn eftir viku. Úr kjólfötum í Havaískyrtu Högni og Tyrfingur eru gamlir vinir úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Við vorum saman í kórnum og ég samdi tónlistina við fyrsta leikritið hans sem sýnt var úti á Granda fyrir nokkrum árum, Mamma, af hverju heiti ég Pavel?“ segir Högni. „Það var í fyrsta skipti sem ég samdi fyrir leik- hús. Raunar í fyrsta skipti sem ég samdi eitthvað yfirhöfuð. Það er alltaf áhugavert að vinna með hugmyndaríku fólki eins og Tyrfingi og fyrir vikið þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar áður en ég hoppaði á lestina.“ Tyrfingur vakti snemma athygli í MH fyrir frumlega framkomu. „Hann og vinur hans gengu á tímabili um í kjólfötum með pípuhatta í skólanum. Skiptu síðan yfir í Havaískyrtur,“ rifjar Högni upp brosandi. „Þeir voru líka með skemmtilega bloggsíðu á þessum tíma. Sniðugir strákar. Strax þarna setti Tyrfingur ákveðið viðmið fyrir aðra í kringum sig.“ Hann segir Tyrfing eiga erindi sem leik- skáld. „Hann vinnur í svörtum absúrdisma sem í eðli sínu er ögrandi. Fantasían er sterk í honum.“ Arndís kveðst strax hafa veitt Tyrfingi athygli. „Ég sá Mamma, af hverju heiti ég Pavel? og hreifst af sýningunni. Maður sér það í augunum á Tyrfingi að hann er mikill leikhúsmaður. Þess vegna er skemmtilegt að fá tækifæri til að leika í verki eftir hann núna. Þótt Tyrfingur sé ungur að árum hef- ur hann góða tilfinningu fyrir leikhúsinu, ekki síst aðstæðum leikarans. Hann hefur líka mjög næma tilfinningu fyrir tungumál- inu. Hvert orð hefur tilgang. Tyrfingur er fyndinn að upplagi og mikill sögumaður sem hikar ekki við að fara út á ystu nöf. Hann er djarft leikskáld.“ Sextán ára aldursmunur er á Arndísi og Högna. Hún er fædd 1969 en hann 1985. Þau hafa að vonum fylgst vel með list- sköpun hvort annars gegnum tíðina. „Ég er ofboðslega stolt af Högna,“ segir Arndís. „Það er svona blanda af systur- og móðurtilfinningu út af aldursmuninum. Ég sá snemma að hann myndi verða listamað- ur. Hann var svo opinn og móttækilegur fyrir list og sköpun. Hann teiknaði mikið sem barn og fékk þannig útrás fyrir sköp- unarþörf sína. Mér datt líka í hug að hann yrði sálfræðingur. Jafnvel heimspekingur.“ Högni kinkar kolli. „Ég var mikið að velta fyrir mér lífinu og tilverunni. En sem betur fer endaði ég ekki sem sálfræðingur.“ Þau hlæja. Ofboðslega leiðinleg í hálft ár Högni teygir sig nú í sígarettupakka og spyr hvort okkur sér sama þótt hann reyki. Okkur er það. „Ég er nefnilega hætt að reykja. Fyrir fimm árum,“ upplýsir Arndís. Hvernig ætli það hafi gengið? „Bara vel. Ég var að vísu ofboðslega leið- inleg í hálft ár en góð eftir það.“ Högni heldur út í heim. „Meðan ég var að alast upp bjó Arndís í útlöndum. Fyrst í París og síðan Vínarborg. Það var alltaf jafngaman að koma til hennar. Maður fékk innsýn í hið bóhemíska listalíf. Arndís reykti, það voru tómar rauðvínsflöskur á eldhúsborðinu heima hjá henni, bækur út um allt, málverk og þröngir gangar. Svo var farið á söfn. Ég er ekki í vafa um að allt hefur þetta haft áhrif á mig. Ég tengdi strax við þetta líf.“ Honum eru heimsóknirnar til Vínarborgar sérstaklega minnisstæðar. „Sambýlismaður Arndísar á þessum tíma var myndlistar- maður og það voru stór svört málverk upp um alla veggi. Hann hlæjandi og bullandi. Furðulegur maður en afskaplega heillandi. Allt fléttaðist þetta saman við stóíska hug- leiðingu mína um heiminn. Af hverju þetta og af hverju hitt?“ Sjálfur bjó Högni í Brussel um fjögurra ára skeið, frá tólf til sextán ára aldurs, ásamt foreldrum sínum og bræðrum, Andra og Hrafnkeli Orra. Arndís flutti um tvítugt til Parísar. „Það eina sem ég vissi fyrir víst á þeim tíma var að ég ætlaði að búa í París,“ segir hún. Um aldur og ævi? „Já, örugglega. Ég byrjaði á því að fara í frönsku og leikhúsfræði en uppgötvaði síðan að ég vildi verða leikkona. Eftir leiklist- arnám starfaði ég með tilraunaleikhópi í Vínarborg. Var mjög heppin. Síðan slitnaði upp úr sambandinu sem ég var í og þá flutti ég heim. Síðan eru liðin fimmtán ár.“ Fær stundum panikköst Arndís hefur komið víða við í íslensku lista- lífi. Leikið á sviði hér syðra og á Akureyri og í sjónvarpi. Margir muna eflaust eftir henni úr spennuþáttaröðinni Pressu á Stöð 2. Þá hefur hún unnið töluvert við dag- skrárgerð á Ríkisútvarpinu og sem leið- sögumaður. „Ég hef vafrað út og inn, eins og gengur. Yfirleitt kann ég því vel að vera sjálfstætt starfandi enda þótt það geti á köflum verið erfitt, eiga þarf fyrir salti í grautinn. Maður fær stundum panikköst.“ Hún hlær. Maður Arndísar er Eiríkur Stephensen og eiga þau eina dóttur, Úlfhildi Júlíu, fjögurra ára. Fyrir átti Eiríkur son og dóttur, Ólaf og Þórhildi. „Ég var svolítið seinþroska hvað þetta varðar en gæti ekki verið ham- ingjusamari en ég er núna. Það er besta til- finning í heimi að eiga barn. Hún er algjör guðsgjöf, hún Úlfhildur mín. Það er fyndið hvað hlutirnir breytast. Hér áður þurfti ég að vera alls staðar, annars hélt ég að ég væri að missa af einhverju, en núna vil ég helst hvergi vera nema heima með mann- inum mínum og dóttur. Heitir það ekki að þroskast?“ Hún brosir. Högni var um nokkurra ára skeið í sam- bandi en býr nú einn. Hann á stjúpdóttur úr því sambandi, Emblu, níu ára, sem hann hefur haldið góðum tengslum við. „Embla er partur af fjölskyldunni,“ segir Arndís. Þrátt fyrir áratug í útlöndum segir Arndís foreldra sína og bræður alltaf hafa verið ná- læga. „Þegar ég hugsa til baka var engin fjarlægð á milli okkar. Við nálguðumst líka hratt eftir að ég flutti heim. Í dag er ég steinhætt að finna fyrir aldursmuninum, finnst Hrafnkell Orri, Högni og Andri tví- burabróðir hans ekkert yngri en ég.“ Fjórði bróðirinn, Egill Högni, lést eftir stutt veikindi tæplega fimm ára gamall. Fráfall hans hafði að vonum djúpstæð áhrif á fjölskylduna. „Lítil börn eiga ekki að deyja,“ segir Arndís. „Ég var fimmtán ára þegar þetta gerðist, á miðri gelgjunni. Sorg- Að enda- mörkum innsæisins SYSTKININ ARNDÍS HRÖNN OG HÖGNI EGILSBÖRN VORU UNG GEFIN LISTINNI. EIGI AÐ SÍÐUR HAFA ÞAU EKKI UNNIÐ SAMAN FYRR EN NÚ. ARNDÍS LEIKUR Í LEIKRITI TYRFINGS TYRFINGSSONAR, BLÁSKJÁ, Í BORG- ARLEIKHÚSINU OG HÖGNI SÉR UM TÓNLISTINA. ÞAU RÆÐA HÉR UM LÍF- IÐ, LISTINA, SAMBAND SITT, VEIKINDI HÖGNA OG SÁRAN BRÓÐURMISSI. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.