Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 40
S
igrún Úlfarsdóttir er þekkt
hérlendis fyrir skartgripa-
hönnun sína en armbönd,
hálsfestar og fleiri gersemar
hafa notið mikilla vinsælda und-
anfarin ár. Það sem færri gera sér
kannski grein fyrir er hve merki-
legum verkefnum Sigrún hefur
komið að og er það á færi fárra Ís-
lendinga að herma eftir. Sigrún seg-
ist hvergi nærri hætt, spennandi
hlutir séu framundan með tilkomu
nýs fyrirtækis en það er ekki síður
spennandi að fara aðeins yfir farinn
veg Sigrúnar en nútímann.
Sigrún útskrifaðist úr tískuhönn-
un úr Esmod-skólanum í París árið
1988 og síðan þá hefur hún meira
og minna búið og starfað í París.
Áður en hún flutti til Frakklands
var hún við nám í leikhúshönnun í
Rússlandi en hún hefur einnig sinnt
búningahönnun fyrir nokkur þekkt-
ustu leikhús Moskvuborgar. Fjöl-
breytt umhverfi og nám kann að út-
skýra að hluta hve fjölbreyttum
verkefnum Sigrún hefur komið að,
allt frá því að kynna íslenskt fiskroð
í töskum og skartgripum fyrir um-
heiminum upp í að hanna ilmvatns-
glas og snyrtivörur fyrir stór nöfn
svo sem Jean Paul Gaultier. Ekki
má þá gleyma brúðarkjól sem hún
hannaði fyrir sómalísku fyrirsætuna
Iman þegar hún starfaði hjá Hergé
Léver. Iman gekk upp að altarinu í
kjólnum til að setja upp hringa með
David Bowie.
Sigrún er um þessar mundir að
færa aukinn kraft í skartgripafram-
leiðslu sína og nýtt fyrirtæki, Divine
Love, er í bígerð. Skartgripir henn-
ar fást víða en frekar hefur verið
miðað við smærri markað og fást
þeir meðal annars í nokkrum lúx-
usverslunum í París. Það verður ný
reynsla sem Sigrún segist þó hlakka
til, að fara út á stærri markað.
„Í gegnum þau fyrirtæki og
hönnuði sem ég hef unnið hjá í
gegnum tíðina hef ég öðlast góð
sambönd sem ég hef hugsað að
nýta mér betur en ég hef gert áður
í því sem framundan er. Maður sem
ég vann með árið 2006 þegar ég
hannaði kokteilkjóla fyrir Hervé
Léger starfar hjá Max Azria í dag
sem á hina risavöxnu búðakeðju
BCBG í Bandaríkjunum og hann
hefur boðið mér að sjá um dreifingu
á skartgripalínum mínum. Max
Azria er líka með verslanir í Evr-
ópu og Asíu svo þetta skref væri
mjög stórt.“
Það var stórt framaspor fyrir
Sigrúnu á sínum tíma að vinna fyrir
Hervé Léger og hjá honum hannaði
hún kjóla sem hafa gengið í end-
urnýjun lífdaga síðustu árin þegar
Max Azria endurgerði kjóla Hergé
Léver. Þannig eru ekki ýkja mörg
ár síðan Sigrún sá Lindsay Lohan
og eina af Kardashian-systrum í
kjól sem hún hannaði hjá Léver.
Það er þó ekki nýtt að Sigrún sjái
hönnun sína í tímaritum frá því að
hún byrjaði að hanna þótt hún segi
það vissulega hafa verið sérstaka
upplifun í fyrstu, að sjá töskur og
skartgripi eftir sig í Vogue og
stærstu tískublöðunum. Ferilinn í
París byrjaði í ýmsum smáverk-
efnum sem undu svo upp á sig.
„Hervé Léger var til dæmis list-
rænn stjórnandi fyrir Swarovsky og
ég fór að hanna kvöldtöskur og
skartgripi úr kristöllum fyrir fyr-
Chakra-skartgripir
Sigrúnar hafa notið
mikilla vinsælda
hérlendis.
SIGRÚN ÚLFARSDÓTTIR SKARTGRIPAHÖNNUÐUR
ÞAÐ HLJÓMAR ÓTRÚLEGA EN ER ÞÓ SATT AÐ EIN OG SAMA MANNESKJAN HEFUR
HANNAÐ KOKTEILKJÓLA Á STÓRSTJÖRNUR, ILMVATNSGLÖS FYRIR JEAN PAUL
GAULTIER, LEIKHÚSBÚNINGA Í RÚSSLANDI, BÚNINGA FYRIR ÍSLENSKA DANSFLOKKINN,
TÖSKUR OG SKARTGRIPI SEM ÞYKJA EINSTAKIR.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
* Mér finnst allir áÍslandi vera ofboðs-lega skapandi sem er
örugglega að hluta til
vegna þess að fólk fær
meira að vera í ein-
hverri víðáttu.“
Hálsfesti og háls-
men úr Black
Swan-skart-
gripalínunni.
„Hér á Íslandi þekkjum við ekki, og trúum
því kannski ekki að tíska geti reynst arðvæn.
Í Frakklandi er efnafólkið hins vegar vel
meðvitað um þetta enda hefur það oftar en
ekki orðið ríkt í gegnum viðskipti með fatn-
að, skartgripi og aðrar tískuvörur,“ segir
Sigrún Úlfarsdóttir skartgripahönnuður.
Sterk hugmynda-
fræði mikilvæg
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014
Föt og fylgihlutir