Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 9
2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Sigrún Aðalsteinsdóttir er fráVaðbrekku í Hrafnkelsdalen hefur í áratugi búið á Akureyri. Hún tók upp á því fyrir nærri 30 árum að safna kveikj- urum og á nú í fórum sínum eina þrjú þúsund slíka. Hún segir ótrú- legasta fólk hafa fært sér gripi í safnið í gegnum tíðina. Sigrún leggur heilt herbergi undir safnið á heimili sínu, Jöt- unfelli í Glerárhverfi. „Þetta byrjaði þegar ég fór á vinabæjamót í Lahti í Finnlandi árið 1984. Þangað fór einn fulltrúi frá ýmsum félögum á Akureyri og ég var fulltrúi Þórsara,“ segir Sig- rún en íþróttafélagið Þór var lengi með aðstöðu í íþróttahúsi Gler- árskóla þar sem Sigrún vann um árabil. „Þegar ég keypti fyrsta kveikj- arann í Finnlandi hvarflaði alls ekki að mér að úr yrði safn. Mig langaði að eignast minjagripi frá ýmsum stöðum sem ég kom á í ferðalaginu en svo versnaði sýkin eftir því sem frá leið; ég keypti kveikjara hvar sem ég kom og var einu sinni með svo marga að ferðafélagarnir voru að hugsa um að fara heim með annarri flugvél! Þetta var fyrir árásina á tvíbur- aturnana en ég hef ekki prófað að fara með kveikjara í flugvél síð- an.“ Sída segir að fólk hafi snemma farið að gauka að henni kveikj- urum. „Ég vann á þannig stað að ég átti marga mjög góða kunn- ingja og ótrúlegasta fólk hefur munað eftir mér.“ Safnið er fjölbreytt og hún safn- ar bara einum af hverju tagi. „Ég stenst aldrei mátið þegar ég sé einhvers staðar flottan kveikjara, hef farið dálítið víða og oft með hópi fólks og þá hafa aðrir líka keypt handa mér. Það var líka með ólíkindum hve kennarar í Glerárskóla gáfu mér mikið í safnið á sínum tíma. Ég hefði til dæmis gaman af að vita hve marga Brynjar Kvaran gaf mér; hann kenndi hér um tíma á meðan hann var í landsliðinu í hand- bolta og ferðaðist því mikið til út- landa.“ Ýmissa grasa kennir í safni Sídu; þarna eru venjulegir kveikj- arar en líka byssur, bílar, fatnaður og alls kyns furðulegar útfærslur. Einnota kveikjarar eru boraðir og tæmdir en það reynist að vísu ekki alltaf nauðsynlegt. „Byssurn- ar lánaði ég einhvern tíma barna- börnum þegar þau fóru út í bófa- leik og þau voru fljót að klára gasið …“ Sigrún segist varla vita hvort hún er í raun haldin söfnunar- áráttu. „En þegar aðstæður breyt- ast snögglega hjá manni breytir maður um leið um lífsstíl. Ég varð ekkja 1976 og þá breyttist margt. Ég fékk ný áhugamál og fór með- al annars að safna hlutum sem eru í baðstofunni sem ég kalla svo, herbergi þar sem ég er með ýmsa gamla hluti. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað sem maður hefur gaman af, annars verður maður bara helvítis aumingi og ég hef engan tíma til að standa í því.“ Tenerife er á sínum stað, en hvorki Sovétríkin né Kaupfélag Þingeyinga lengur.Fjölmargra grasa kennir í kveikjarasafni Sigrúnar Aðalsteinsdóttur; þarna eru upptakarar, bílar, pennar og fleira. Kveikjarar í líki for- láta buxna eru í safni Sigrúnar í Jötunfelli. Í baðstofunni sem Sigrún kallar svo; handklæðið og pokann undir þvott saum- aði móðir Sigrúnar þegar hún hóf búskap á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 1922. Kennarar Glerárskóla gáfu Sídu stein með kveikjara við starfsflok. ÞRJÚ ÞÚSUND KVEIKJARA SAFN Vildu helst fara með annarri flugvél en ég! SIGRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR FRÁ VAÐBREKKU, ALLTAF KÖLLUÐ SÍDA, VANN LENGI Í ÍÞRÓTTAHÚSI GLERÁRSKÓLA Á AKUREYRI. HÚN ER MÖRGUM EFTIRMINNILEG SEM HÚSIÐ SÓTTU FYRIR GLAÐVÆRÐ, EN GAT LÍKA RIFIÐ HÆFILEGAN KJAFT EF Á ÞURFTI AÐ HALDA! Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Hef engantíma til aðstanda í því að vera bara einhver helvítis aumingi Þessi kveikjari færir notandanum skýr skila- boð, eða hvað … Sigrún Aðalsteinsdóttir: Ég stenst aldrei mátið þegar ég sé flottan kveikjara. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is TAPASHÚSID BORDPANTANIR Í SÍMA 512-8181 2 FYRIR 1 Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM AF TÍVOLÍ MATSEÐLI GLÆSILEGUR NÝR MATSEÐILL LIFANDI TÓNLIST UM H ELGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.