Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 B jarni Frímann Bjarnason er 24 ára og stundar nám í hljómsveitar- stjórn í Berlín. Fyrir síðustu jól samdi Bjarni Frímann lög á jóla- plötu Sigríðar Thorlacius ásamt vini sínum Guðmundi Óskari í Hjaltalín. Bjarni Frímann byrjaði ungur að semja og þegar hann var tólf ára gamall var frumflutt tónverk eftir hann í Háteigskirkju á tón- leikum yngri deildar Tónlistarskólans í Reykjavík og sama ár voru íslensk rímnalög í útsetningu hans flutt á Háskólahátíð. Hann spilar jöfnum höndum á fiðlu og píanó og sigraði á sínum tíma í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveit- arinnar. Bjarni Frímann er fyrst spurður hvort hann komi úr tónlistarfjölskyldu. „Nei, grunnurinn er miklu fremur bókmennta- legur,“ segir hann. „Faðir minn, Bjarni Frí- mann Karlsson, kennir viðskiptafræði við Há- skóla Íslands og móðir mín, Sólveig Diðrika Ögmundsdóttir, er bókasafnsfræðingur á Há- skólabókasafninu. Þau eru bæði íslensku- fræðingar og íslensk tunga og bókmenntir eru lifandi áhugamál á heimilinu. Faðir minn er vel hagmæltur og kann ógrynni af vísum og ljóðum. Við bræðurnir sem erum þrír höf- um allir verið að yrkja þótt sá skáldskapur rati mestallur í skúffuna. Sem krakkar vorum við að setja saman ferskeytlur og limrur og ég held að við höfum verið nokkuð bráð- þroska í því. Pabbi kenndi okkur líka að yrkja dróttkvætt og fornyrðislag og til eru gömul jólakort með tilraunum okkar í þeim stíl.“ Hvernig barn varstu? „Mér er sagt ég hafi verið skrýtið barn og í dag hefði ég sennilega verið greindur á ein- hverfurófi eða með athyglisbrest. Heima var ég hinsvegar kallaður forvitinn, starfsamur og fjörugur. Ég er reikningshaus og mér fannst alltaf gaman að vita hvernig hlutir virka. Sem krakki var ég að taka alls kyns hluti í sundur, ekki til að skemma heldur til að kanna innvolsið og hvernig þeir eru settir saman. Ég var stundum utanveltu í skólanum en það hafði ekki neikvæð áhrif á mig og hef- ur ekki setið í mér vegna þess að ég hafði tónlistina. Ég byrjaði í Suzuki-fiðlunámi þeg- ar ég var lítill og var í því námi í nær tíu ár. Suzuki-kerfið hefur gríðarlega kosti, sér- staklega fyrir sjálfsmynd þeirra sem læra eftir því. Suzuki gengur út á að spila eftir eyranu sem er mjög mikilvægt, en ef menn ætla að leggja fyrir sig klassíska tónlist þá er ekki hægt að spila eingöngu eftir eyranu því tónlistin er oft það flókin. Kennari minn í Su- zuki-náminu, Lilja Hjaltadóttir, styrkti sjálfs- mynd mína og ég er henni óendanlega þakk- látur fyrir það kærleiksríka og fórnfúsa starf sem hún innti af hendi. Ég byrjaði að læra á fiðlu og svo tók pí- anóið við. Ég á tvo bræður og annar þeirra, sem er læknir og fimmtán árum eldri en ég, er góður píanisti og á stóran þátt í því að tónlistarferillinn hefur gengið þokkalega fyrir sig hjá mér. Það var um fermingaraldur sem ég fór að fikta við að spila á pínaóið og hann spilaði með mér og vakti áhuga minn á fleiri þáttum í tónlist en bara þeim sem snerta fiðl- una. Hann byrjaði strax að hvetja mig til að íhuga form tónverka og hvernig tónskáldin hugsuðu og um leið fór að kvikna hjá mér áhugi á því að semja sjálfur.“ Á æskuverk í skúffum Fyrstu verk þín voru flutt opinberlega þegar þú varst tólf ára gamall. Varstu undrabarn í tónlist? „Þegar ég sé í dag á Youtube hvað krakk- ar um allan heim eru að afreka þá verður nú það sem ég var að bauka við hálf-hjákátlegt. En í litlu samfélagi eins og hérna þá eru börnin kannski ekki mörg sem fást við svona lagað þannig að þetta hlaut vitanlega nokkra athygli. Eftir flutning á þessum æskuverkum var ég í tónsmíðanámi hjá Guðmundi Haf- steinssyni og hann kenndi mér að semja fyrir alvöru. Þá lagði ég töluverða vinnu í að semja klassíska lærða tónlist en ekkert af henni hefur verið flutt opinberlega því ég var feim- inn við að koma henni á framfæri. Ég er ekk- ert mikið gefinn fyrir að sýna það sem ég er að gera á þeim vettvangi. En ég á æskuverk sem eru samin fyrir fimmtán ára aldur. Eftir það var eins og sköpunaræðin hafi stíflast að þessu leyti og ég hafði enga knýjandi þörf til að semja og fékk útrás annars staðar. En svo kom jólaplatan í fyrra og lögin á henni eru það fyrsta sem ég sem síðan á barnsaldri.“ Af hverju ákvaðstu að semja jólalög? „Ég hef spilað sem lausamaður með Hjaltalín og eitt kvöldið sat ég við píanóið með Guðmundi vini mínum og bassaleikara í Hjaltalín og þá fékk hann hugmyndina að hræra í jólaplötu til heimabrúks. Ég tók vel í það því ég er alltaf til í að henda mér í verk- efni sem kunna að virðast glapræði í byrjun. Þar sem Guðmundur spilar mikið með Sigríði Thorlacius lá beinast við að fá hana til að syngja og þar sem hún er svo vinsæl og vel þokkuð fannst okkur líklegt að hægt yrði að gefa út jólaplötu fyrir allan almenning. Við höfðum því samband við útgáfufyrirtæki, en það var komið fram í október og okkur var sagt að efni á jólaplötu yrði að vera tilbúið í byrjun nóvember. Við höfðum því einungis viku til að semja lögin og taka plötuna upp en þar sem við vorum búnir að bíta það í okkur að gera þessa plötu gengum við ótrauð í verkið. Guðmundur var ansi brattur og bók- aði stúdíó og þá frábæru músíkanta sem spiluðu með okkur. Við vildum hafa lögin lág- stemmd og textana góða og ákváðum að gera lög við texta ýmissa þjóðskálda. Við sömdum lögin á tveimur dögum og reyndum að hafa þau eins einföld og hægt var þannig að text- inn nyti sín sem best. Fyrir utan það hvað Sigríður syngur lögin yndislega þá er stærsti velgengnisþáttur plötunnar sjálfsagt hvað textarnir eru fallegir.“ Áhyggjur af framtíð klassískrar tónlistar Þú ert menntaður í klassískri tónlist. Á slík tónlist enn erindi til ungs fólks? „Ég hef töluverðar áhyggjur af framtíð klassískrar tónlistar. Klassísk tónlist höfðar ekki nógu vel til ungs fólks sem skilur ekki miðilinn og veit ekki hvað raunverulega býr í tónlistinni. Hið raunverulega innihald hennar er ekki fólgið þeim tilteknu tónum sem mað- ur heyrir heldur miklu frekar í því sem býr að baki þeim, því sem þeim er ætlað að tjá. Alveg eins og hið raunverulega innihald tal- aðs máls felst í þeirri hugsun sem orðin tjá, en ekki hljómnum af sérhljóðum og sam- hljóðum. Í klassísku tónlistarnámi er kennt að lesa nótur og svo er kennd endalaus spila- tækni. Það væri eins og að kenna tilvonandi skáldum og leikurum stafrófið og svo tómar framburðaræfingar. Tónlist er oft líkt við tungumál, en til að tungumál sé eitthvað ann- að en einhver tunguleikur þarf það að hafa skipulag og byggingu. Þessa hnitmiðuðu frá- sagnarlist og framsögn er hvergi skýrar að finna en í klassískri tónlist. Með því að raða nokkrum tónum upp í laglínu má segja svo ótrúlega margt, gefa til kynna gleði, eftirsjá, eftirvæntingu, vonbrigði og svo framvegis. Með tónum má tjá allar mannlegar tilfinn- ingar. En það er einmitt þetta sem klassískir tónlistarmenn kunna alltaf minna og minna að miðla, því nám þeirra miðast æ meir við tæknikröfurnar sem aukast með upptöku- tækninni. Það væri líkt og leikarar stögluðust alltaf á sömu textunum án þess að skilja tungumálið eða skeyta nokkru um hvað verk- ið fjallaði. Þegar kemur að tónlist er bragfræðinálg- unin sterk í mér. Ég er áhugasamur um formfræði tónlistar og um það hvernig formið talar. Mér finnst klassískri tónlist fyrst gerð full skil þegar flytjendur skilja formið, en það er dapurlega lítil áhersla á það í tónlistar- námi. Í náminu í hljómsveitarstjórn er höf- uðáherslan á hljóminn í hljómsveitinni, Maður augna- bliksins BJARNI FRÍMANN BJARNASON ER FJÖLHÆFUR TÓNLIST- ARMAÐUR OG TÓNVERK EFTIR HANN VORU FLUTT OPINBERLEGA ÞEGAR HANN VAR TÓLF ÁRA. NÚ ER HANN 24 ÁRA OG Í NÁMI Í HLJÓMSVEITARSTJÓRN Í BERLÍN. HANN SEGIST HAFA TÖLUVERÐAR ÁHYGGJUR AF STÖÐU KLASSÍSKRAR TÓNLISTAR. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Með tónum má tjá allar mannlegar tilfinningar.En það er einmitt þetta sem klassískir tónlistar-menn kunna alltaf minna og minna að miðla, því nám þeirra miðast æ meir við tæknikröfurnar sem aukast með upptökutækninni. Það væri líkt og leikarar stögluðust alltaf á sömu textunum án þess að skilja tungumálið eða skeyta nokkru um hvað verkið fjallaði. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.