Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014 Græjur og tækni F yrsta Apple Macintosh-vélin kom á markað árið 1984. Hún var búin Motorola- örgjörva og 128K-vinnslu- minni. Skjárinn var 9 tommur með 512x342 punkta upplausn. 3,5 tomma diskettur þóttu eftirtekt- arverð nýjung, en það sem vakti mesta athygli var þó fram- úrstefnulegt stýrikerfi sem byggð- ist á myndrænni framsetningu þar sem ýmis tákn komu í stað texta- skipana. Þá var ekki minni áhugi á stjórntækinu, litlum handhægum kubb með hnappi sem kallaður var mús. Þessi blanda af stjórnborði og stjórntæki átti eftir að verða alls- ráðandi í tölvuheiminum innan fárra ára. Vélin var þó ekki ódýr, kostaði þá um 2.500 dollara, sem eru nær 6.000 dollarar framreikn- aðir til dagsins í dag. Það er nálægt 700.000 íslenskum krónum, sem flestum þætti tölva í dýrara lagi. Ögrandi auglýsingar Almennt voru gagnrýnendur mjög hrifnir af vélinni þegar hún var fyrst kynnt, en fræg eru þó um- mæli tækniblaðamannsins Johns C. Dvoraks þar sem hann sagði að músin væri ástæðan fyrir því að tölvan myndi ekki njóta vinsælda: enginn gæti hugsað sér að nota slíkt skrípi. Hann reyndist ekki sannspár. Vélin seldist ágætlega, ekki síst í krafti ögrandi auglýs- inga. Og fram á þennan dag þykir okkur sjálfsagt að nota tækni sem var fyrst kynnt sem hluti af þessari sögufrægu vél. Superbowl til bjargar Apple Macintosh fór í sölu 24. febr- úar 1984. Tveimur dögum áður frumsýndi Apple-fyrirtækið fræga auglýsingu í úrslitaleik ameríska fótboltans þar sem tölvan var fyrst kynnt til sögunnar. Hugmyndin að auglýsingunni var sótt í bók Orson Welles, 1984. Hún sýnir hjörð karl- manna sem allir líta svipað út, krúnurakaðir og gráklæddir. Þeir þramma hugsunarlaust í takt, setj- ast niður og horfa á risa sjónvarps- skjá þar sem „Stóri bróðir“ flytur þeim ræðu um gildi hjarðhegðunar. Þess á milli má sjá unga ljóshærða stúlku í rauðum stuttbuxum og hvítum stuttermabol með mynd af Apple Macintosh. Hún hleypur um með sleggju, elt af einhvers konar varðmönnum. Hún nær að sjón- varpsskjánum og tekst að henda sleggjunni í skjáinn sem springur. Myndmálið gæti ekki verið skýrara. En til að koma skilaboðunum örugglega til skila má heyra þul segja að 24. febrúar muni Apple kynna Macintosh-vélina, sem muni tryggja það að árið 1984 verði ekk- ert í líkingu við „1984“. Vildu borga sjálfir Það var leikstjórinn Ridley Scott (Alien, Blade Runner, Prometheus) sem gerði auglýsinguna í samvinnu við auglýsingastofuna Chiat\Day. Kostnaðurinn við gerð auglýsing- arinnar nam um 900.000 dollurum. Ætlunin var að hún yrði sýnd tvisv- ar á meðan á Superbowl-leiknum stóð, annars vegar í einnar mínútu útgáfu, og hins vegar í styttri 30 sekúndna útgáfu, en samanlagður kostnaður við þessar birtingar var yfir 1 milljón dollara á verði þess árs. Þrátt fyrir að stofnendur Apple, þeir Steve Jobs og Steve Wozniak, ásamt markaðsteymi fyr- irtækisins væru mjög ánægð með auglýsinguna var stjórn Apple ekki jafn hrifin og minnstu munaði að hún færi aldrei í loftið. Steve Wozniak bauðst til að greiða helm- ing birtingarkostnaðarins úr eigin vasa ef Jobs gerði slíkt hið sama. Stjórnin afþakkaði það ágæta boð, en skipaði auglýsingastofunni að reyna að selja auglýsingaplássin tvö sem bókuð höfðu verið í Superbowl- leiknum. Stjórnendur Chiat\Day voru þó ekki á þeim buxunum, enda höfðu þeir mikla trú á verkinu. Þeir seldu styttra hléið en sögðu stjórn- inni að það væri of seint að selja það langa. Með kostnaðinn við aug- lýsingagerðina þegar bókfærðan, þótti stjórninni sárt að hugsa til þess að eiga auglýsingatímann en ekkert til að sýna, svo auglýsingin var að lokum sýnd. Sármóðgað skrifstofufólk Auglýsingin reyndist mjög árang- ursrík, og Apple seldi 72.000 Mac- intosh-vélar næstu 100 daga á eftir, sem var rúmlega 50% yfir áætlun. Enn þann dag í dag er þetta aug- lýsingin sem aðrar Superbowl- auglýsingar eru bornar saman við. Hún vann til nær allra þeirra au- lýsingaverðlauna sem hún var til- nefnd til það árið. Stjórn Apple boðaði framkvæmdastjórnina og markaðsteymið til næsta stjórn- arfundar þar sem þeim mætti dynj- andi lófatak. 30 ÁR LIÐIN FRÁ ÞVÍ APPLE MACINTOSH OG AUGLÝSINGIN 1984 LITU DAGSINS LJÓS Saga af tölvu og tveimur auglýsingum Í SÍÐASTLIÐINNI VIKU VORU 30 ÁR LIÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ FYRSTA APPLE MACINTOSH-TÖLVAN LEIT DAGSINS LJÓS. ÞAÐ REYNDIST VERA UPPHAFIÐ AÐ ÓTRÚLEGA VIÐBURÐARÍKU SKEIÐI Í SÖGU FYRIRTÆKIS SEM ER Í DAG VERÐMÆTASTA FYRIRTÆKI HEIMS. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Ein af skemmtilegustu fartölvum síðustu ára er Yoga-lína Lenovo,en tölvur i henni eru þeirrar náttúru að leggja má skjáinn 360gráður afturábak og þar með er búið að breyta fartölvu í spjald- tölvu. Fyrsta Yoga-tölvan, IdeaPad Yoga 13, kom á markað í október 2012 og síðan hafa fylgt fleiri afbrigði af vél- inni. Hingað til hafa Yoga-tölvur aðallega verið ætlaðar fyrir einstaklinga, en nú er komin á markað fyrirtækjaútgáfa af Yoga sem meira er í lagt, því fyrsta Thinkpad Yoga tölvan kom á markað í september sl. ThinkPad er vöru- merki sem Lenono fékk þegar það keypti far- tölvuhluta IBM á sínum tíma. Nokkrum árum eftir þau kaup kynnti Lenonovo IdeaPad-fartölvulínu, sem voru léttar og meðfærilegar vélar fyrir almenning, en ThinkPad-tölvurnar voru þá frekar ætlaðar fyr- irtækjum, enda meira í þær lagt, vélbúnaður öfl- ugri og umbúnaður allur. Svo er og háttað með þessa nýju Yoga-útgáfu af ThinkPad, meira er lagt í boddíið og vélbúnað og hún skákar IdeaPad Yoga eðlilega að mörgu leyti, en þær eiga þó sameiginlega grunn- hugmyndina, sem er frábær. Lyklaborðið hefur verið einn helsti kostur ThinkPad-línunnar og er enn, það er frábært. Þegar skjárinn er sveigður aftur til að breyta vél- inni í spjaldtölvu lyftist platan undir lyklaborðinu upp þannig að neðri hlið spjaldtölvunnar verður nánast slétt, sem er mjög snjöll lausn, og lyklaborðið læs- ist svo ekki er hætta á að maður reki sig í eitt eða neitt. Þá ganga líka litlir nabbar niður og verða einskonar fætur fyrir vélina og hlífa þannig lykla- borðinu ef maður leggur tölvuna frá sér. Þegar lokið er niðri er vélin ekki nema tæpir tveir sentimetrar að þykkt, 19,3 mm, en annars 31,6 x 22 sm að stærð. Boddíið er svart, úr magnesíumblöndu og mjög traustvekjandi. Áferðin er mött og þægilegt að halda á henni, en hún er óneit- anlega nokkuð þung sem spjaldtölva, hálft annað kíló, sem telst annars traustvekjandi þyngd á fartölvu. ThinkPad Yoga kostar 369.900 kr. í net- verslun Nýherja. FRUMLEGUR GÆÐAGRIPUR YOGA-TÖLVURNAR FRÁ LENOVO HAFA VAKIÐ ATHYGLI FYRIR FRUMLEGA HÖNNUM. HINGAÐ TIL HAFA ÞÆR AÐALLEGA VERIÐ ÆTLAÐAR EINSTAKLINGUM, EN NÚ ER KOMIN Á MARKAÐ THINKPAD YOGA. * Lenovo hefur stöðugt sótt ísig veðrið á síðustu árum og þar hafa menn stundum tekið býsna djarfar ákvarðanir eins og Yoga- línan sannar. Fyrir vikið hefur fyr- irtækið nú náð þeirri stöðu að vera með um 40% markaðs- hlutdeild í meðaldýrum og ódýrum Windows 8 fartölvum vestan hafs. * Vélinni fylgir skjápenni, semfellur er inn í eitt hornið á vélinni. Hann má nota til að skrifa á skjá- inn, smella á það sem erfitt er að smella með fingrum, en svo líka til að teikna eða rissa með góðum árangri. Mér þótti hann einkar næmur fyrir þrýstingi, þ.e. hversu fast maður beitir honum, sem er eðlilega mikill kostur. * Vélin sem ég skoðaði er meðIntel Haswell örgjörva, i7 2,4 GHz. Minni er 8 GB og í henni 180 GB SSD Pro diskur. Skjárinn er líka fínn, 12,5" með upplausnina 1920 x 1080 dílar, FHD Gorilla Glass, 10 punkta snertiskjár. Þeir sem vilja meiri upplausn geta feng- ið sér IdeaPad Yoga 2 Pro, sem er með 3200 x 1800 díla upplausn. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.