Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 8
Eftir helgina hefjast Natóæfingar í lofthelgi Íslands. Í fyrsta
sinn verða Svíar, Norðmenn og Finnar við æfingar í ís-
lenskri lofthelgi á sama tíma en sex F-16 þotur frá norska
hernum taka þátt í æfingunni. Hollendingar og Bandaríkja-
menn taka einnig þátt. Munu flugsveitirnar meðal annars
æfa að taka eldsneyti á flugi en slíkt er ávallt mikil nákvæm-
isvinna enda ekkert grín að taka eldsneyti á rúmlega 100
kílómetra hraða.
Engin flugvél mun fljúga með vopn yfir lofthelginni en
æfingin stendur yfir frá þriðja febrúar og endar þann 21.
Háloftin full af frændum
Morgunblaðið/ÞÖK
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.2. 2014
Það er full ástæða til að leiða hugann aðmannréttindum, framleiðsluháttum ogviðskiptalífi í þeim löndum sem íslenska
ríkið gerir fríverslunarsamninga við. Auðvitað
varðar það íslenskt atvinnulíf og neytendur hvers
eðlis samkeppni frá viðskiptalöndum okkar er.
Þannig væri fullkomlega eðlilegt að velta fyrir
sér réttmæti þess að gera fríverslunarsamning
við ríki þar sem eingöngu væri ríkisrekstur og öll
framleiðsla niðurgreidd eða jafnvel á forsendum
þrælavinnu. Sem betur fer eru fá ríki heimsins
þannig.
Nú gagnrýna sumir fríverslunarsamning við
Kína vegna mannréttindabrota þar í landi og
framleiðsluhátta sem oft á tíðum stæðust aldrei
kröfur Vesturheims um aðbúnað starfsmanna.
Það dregur ekki úr réttmæti þessarar gagnrýni á
ástandið í Kína að þeir sem hana hafa uppi hafa
ekki haft uppi sambærilega gagnrýni við gerð frí-
verslunarsamninga við önnur ríki þar sem
ástandið er síst skárra (dæmi: Úkranía, löndin
við Persaflóa) en Ísland hefur gert eitt eða í sam-
floti með EFTA-ríkjunum tugi fríverslunarsamn-
inga.
Nú verður hins vegar að hafa í huga að við-
skipti við þessi lönd eru frjáls, óháð fríversl-
unarsamningum. Sem betur fer, því ekkert er
betur til þess fallið að bæta kjör manna og auka
frelsi þeirra en einmitt viðskipti við aðra. Á þessu
byggja einmitt fríverslunarsamningar með því að
tilgreina sem sérstakt markmið samningsaðila að
bæta lífskjör þjóða sinna með viðskiptum og
samvinnu. Ég er sannfærð um að ástandið á
Kúbu væri annað í dag ef Bandaríkin hefðu ekki
sett viðskiptabann á þetta litla eyríki og þannig
kippt fótunum undan framtakssömum eyja-
skeggjum og um leið óviljandi rennt stoðum und-
ir mannréttindabrot kúbverskra stjórnvalda.
Ísland á fara aðra leið en Bandaríkin. Við eig-
um að nýta hvert tækifæri til þess að auka við-
skipti okkar við ólíka menningarheima og und-
anskilja enga einstaklinga vegna fráleitrar stefnu
stjórnvalda í þeirra löndum. Um leið er sjálfsagt
að í þeim viðskiptum hvikum við sjálf ekki frá
kröfum okkar um mannréttindi og mannsæmandi
viðskiptahætti þeirra sem við skiptum við. Það er
viðskiptalífið og ekki síður neytendur sem þurfa
að standa mannréttindavaktina og láta sig hana
raunverulega varða. Málflutningur þeirra sem
gagnrýna lífsstíl Vesturlandabúa á þess vegna
fullt erindi við okkur sem neytendur og athafna-
menn þótt oft hljómi hann ofstækisfullur, og sé
það stundum. Þótt ég geti ekki hugsað mér að
skiptast á matarafgöngum við ókunnugt fólk,
eins og hópur fólks hefur nú tekið sig saman um,
hvatti málflutningur þeirra mig þó til þess að
nýta sjálf mína eigin matarafganga betur. Það er
nú eitthvað.
Verslun og mannréttindi
* Látum ekki ofstækisfullstjórnvöld hindra okkurí viðskiptum við fórnarlömb
þeirra. Hugum hins vegar að
okkar eigin viðskiptaháttum.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Sigríður Ásthildur
Andersen
sigga@sigridurandersen.is
Bragi Valdimar
Skúlason, Bagga-
lútur með meiru,
er sniðugur á Fa-
cebook að vanda.
„Mér þykir bleiki
fíllinn í stofunni draga athyglina
óþarflega mikið frá flóðhestinum í
eldhúsinu“. Kollegi hans í Baggalúti,
Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi,
svarar: „Mér þykir þú blanda saman
líkingum óþarflega mikið“. Hrafn
Sveinbjarnarson spyr: „Af hverju
eru þá allir að flengja gula apann í
forstofunni?“. Það er gott að velta
hlutunum fyrir sér.
Björg Magnúsdóttir, rithöf-
undur, hefur verið að skrifast á við
fanga sem hefur verið dæmdur til
dauða í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
„Brot úr tölvupósti sem mér barst í
gær. Bréfaskriftir við fanga á death-
row í Californiu vinda upp á sig.
„...there is a show which is very li-
kely to air about prison couples, and
they’re really hoping to find a Wri-
teAPrisoner.com couple willing to
appear in the regular cast. If you
met your loved one...“ Annars bara
hress. Ragnar Hansson svaraði:
Þetta er það rómantískasta sem ég
hef lesið.
Kvikmyndin The
Wolf of Wall Street
með Leonardo Di-
Caprio í broddi
fylkingar hefur vak-
ið mikla athygli.
Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, sá
myndina og skrifaði stöðufærslu.
„The Wolf of Wall Street had me
Kaupthinking..“. Svörin stóðu ekki á
sér og svaraði Helga Völundar: „If
you are constantly Kaupthinking
about Arion then don’t come
Landsbanking on my door“.
Aldurinn færist yf-
ir óðfluga og oft get-
ur verið erfitt að
viðurkenna það. Það
verður þó ekki
hlaupið frá því. „Fann
grátt hár áðan. Veit ekkert hver
týndi því en eigandinn getur vitjað
þess síðdegis í afgreiðslunni í Laug-
ardalslaug,“ tilkynnti Steingrímur
Sævarr Ólafsson, almannatengill,
á Facebook-vegg sínum.
AF NETINU
Paul Guilfoyle, einn af aðalleikurunum úr sjón-
varpsþáttunum CSI þar sem hann lék Jim
Brass, yfirmann deildarinnar, þátta sem sýnd-
ir voru á Íslandi um árabil, sendi Icelandair
innilegt þakkarbréf eftir að flugfélagið fann
síma dóttur hans. „Takk fyrir að leggja þetta á
ykkur. Ég er í leikarahópi CSI-þáttanna og
mun segja öllum kollegum mínum hjá CBS
sem eru að skipuleggja Evrópuferð að horfa
sérstaklega til Icelandair.“
CBS
Stjarna segir takk
Vettvangur
Breska blaðið Daily Mail gefur Ásgeiri Trausta fullt
hús, eða fimm stjörnur, í dómi blaðsins um plötu kapp-
ans In the Silence. Er fyrirsögnin á dómnum Adele
norðursins og farið fögrum orðum um hæfileika Ás-
geirs til lagasmíða.
Segir gagnrýnandinn að Ásgeir Trausti minni sig á
Benny og Björn úr Abba þegar þeir voru á svipuðum
aldri. Þá er hann sagður auðmjúkur og niðri á jörðinni
þrátt fyrir að hafa gefið út eina bestu plötu ársins.
Adele norðursins
Grein Daily Mail.
Verulega hefur dregið úr tíðni daglegra reykinga
undanfarin ár. Nýjar tölur yfir umfang tóbaksneyslu
á Íslandi fyrir árið 2013 sýna að meðal 15-89 ára
reykja færri daglega. Mikill munur er á tíðni dag-
legra reykinga eftir fjölskyldutekjum. Af þeim sem
eru með fjölskyldutekjur lægri en 250 þúsund á mán-
uði, segjast 19,2% reykja daglega . Af þeim sem hafa
400 til 549 þúsund á mánuði segjast 13,1% reykja
daglega og af þeim sem eru með 800 til 999 þúsund í
fjölskyldutekjur segjast 8,7% reykja daglega.
Sígarettupakki kostar rúmlega
eitt þúsund krónur.
Tekjulágir reykja