Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 41
Sigrún hefur hannað ilmvatnsglös, meðal annars þetta glas undir ilm Jean Paul Gaultier, Fragile. Kjóllinn sem sómalíska fyrir- sætan Iman klæddist þegar hún gekk að eiga David Bowie. Sigrún hannaði hann þegar hún starfaði hjá Hergé Léver. irtækið og í gegnum Léger fékk ég einnig verkefni fyrir Karl Lagerfeld og það var ýmislegt sem kom í kjöl- farið. Þannig fór ég einnig út í að hanna umgjörð snyrtivara.“ Sigrún hannaði frægt ilmvatns- glas fyrir Jean-Paul Gaultier en ilmurinn heitir Fragile. Þá var Sig- rún að vinna fyrir fyrirtæki í París sem heitir Alcara og þeir sáu um umbúðir fyrir Jean Paul Gaultier, allt er viðkom snyrtivörum og ilm- vötnum en hún hannaði einnig fyrir ýmis önnur merki. Í kringum 2000 fór Sigrún hins vegar meira og meira að snúa sér að því að vinna sjálfstætt sem hönn- uður og tók einnig að sér störf fyrir Sjávarleður. Hún uppgötvaði roðið og fór að nota það í skartgripi sína en það var alveg nýtt fyrir Frakka að sjá það efni notað í fylgihluti. Síðan þá hefur roð ásamt eðalstein- um, perlum, fjöðrum, silfri og orku- steinum verið þema í hennar skarti. Sigrún segir að úti í París hafi hún fengið dýrmæta kennslu í því sem snýr að viðskiptahlið hönnunar. „Hér á Íslandi þekkjum við ekki, og trúum því kannski ekki að tíska geti reynst arðvæn. Í Frakklandi er efnafólkið hins vegar vel meðvitað um þetta enda hefur það oftar en ekki orðið ríkt í gegnum viðskipti með fatnað, skartgripi og aðrar tískuvörur. Íslendingum finnst það stundum ótrúlegt að það geti gerst en það er mikil áskorun fyrir ís- lenskt samfélag að skoða nýjar hlið- ar á viðskiptum og íslensk hönnun almennt er fjárfesting sem er svolít- ið verið að uppgötva núna.“ Sigrún dvelur um þessar mundir meira á Íslandi en í París en er þó með annan fótinn úti. París veitir henni innblástur, öðruvísi innblástur en náttúran hér heima og hvort tveggja er nauðsynlegt. „Þar er all- ur gagnabankinn sem maður þarf. Kerfið er svo öflugt úti, allar hug- myndir, straumar og stefnur næstu ára aðgengilegar. Svo aftur á Ís- landi fær maður öðruvísi og ferskari hugmyndir af því að þetta gamal- gróna kerfi sem er til í Evrópu er ekki til staðar. Mér finnst allir á Ís- landi vera ofboðslega skapandi sem er örugglega að hluta til vegna þess að fólk fær meira að vera í ein- hverri víðáttu.“ Skartgripir Sigrúnar sem einkum hafa notið vinsælda hérlendis und- anfarið eru White Swan og Black Swan sem einkennast af hvítum og svörtum perlum sem og svokallaðir Chakra-skartgripir sem unnir eru á grunni Ayurveda-fræðinnar; hug- mynda Indverja um lækningar og heilsu. Chakra-línan kallast Bakthi Devine Love. Sigrún segir að yf- irleitt átti fólk sig ekki á hve lengi skartgripalínur eru í þróun. „Það er mín reynsla að því lengur sem hlutir fái að þróast, því sterkari hugmyndafræði sem er að baki skartgripunum, því betur eldast þeir og ég legg því mikla áherslu á það að flýta mér ekki.“ Töskur Sig- rúnar hafa notið vin- sælda með- al stjarn- anna. Morgunblaðið/Ómar Elma Lísa Gunn- arsdóttir leikkona í silkikjól og silkijakka eftir Sigrúnu. Sigrún hefur talsvert unnið fyrir Íslenska dans- flokkinn og hér má sjá búninga hennar í verkinu Fullkominn dagur til drauma. Lindsay Lohan í kjól sem Sigrún Úlfarsdóttir á heiðurinn af. 2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 TISSOT, LEADER IN TACTILE WATCH TECHNOLOGY SINCE 1999 Experience more at www.t-touch.com TACTILE TECHNOLOGY IN TOUCH WITH YOUR TIME compassmeteo altimeter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.