Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Page 41
Sigrún hefur hannað ilmvatnsglös, meðal annars þetta glas undir ilm Jean Paul Gaultier, Fragile. Kjóllinn sem sómalíska fyrir- sætan Iman klæddist þegar hún gekk að eiga David Bowie. Sigrún hannaði hann þegar hún starfaði hjá Hergé Léver. irtækið og í gegnum Léger fékk ég einnig verkefni fyrir Karl Lagerfeld og það var ýmislegt sem kom í kjöl- farið. Þannig fór ég einnig út í að hanna umgjörð snyrtivara.“ Sigrún hannaði frægt ilmvatns- glas fyrir Jean-Paul Gaultier en ilmurinn heitir Fragile. Þá var Sig- rún að vinna fyrir fyrirtæki í París sem heitir Alcara og þeir sáu um umbúðir fyrir Jean Paul Gaultier, allt er viðkom snyrtivörum og ilm- vötnum en hún hannaði einnig fyrir ýmis önnur merki. Í kringum 2000 fór Sigrún hins vegar meira og meira að snúa sér að því að vinna sjálfstætt sem hönn- uður og tók einnig að sér störf fyrir Sjávarleður. Hún uppgötvaði roðið og fór að nota það í skartgripi sína en það var alveg nýtt fyrir Frakka að sjá það efni notað í fylgihluti. Síðan þá hefur roð ásamt eðalstein- um, perlum, fjöðrum, silfri og orku- steinum verið þema í hennar skarti. Sigrún segir að úti í París hafi hún fengið dýrmæta kennslu í því sem snýr að viðskiptahlið hönnunar. „Hér á Íslandi þekkjum við ekki, og trúum því kannski ekki að tíska geti reynst arðvæn. Í Frakklandi er efnafólkið hins vegar vel meðvitað um þetta enda hefur það oftar en ekki orðið ríkt í gegnum viðskipti með fatnað, skartgripi og aðrar tískuvörur. Íslendingum finnst það stundum ótrúlegt að það geti gerst en það er mikil áskorun fyrir ís- lenskt samfélag að skoða nýjar hlið- ar á viðskiptum og íslensk hönnun almennt er fjárfesting sem er svolít- ið verið að uppgötva núna.“ Sigrún dvelur um þessar mundir meira á Íslandi en í París en er þó með annan fótinn úti. París veitir henni innblástur, öðruvísi innblástur en náttúran hér heima og hvort tveggja er nauðsynlegt. „Þar er all- ur gagnabankinn sem maður þarf. Kerfið er svo öflugt úti, allar hug- myndir, straumar og stefnur næstu ára aðgengilegar. Svo aftur á Ís- landi fær maður öðruvísi og ferskari hugmyndir af því að þetta gamal- gróna kerfi sem er til í Evrópu er ekki til staðar. Mér finnst allir á Ís- landi vera ofboðslega skapandi sem er örugglega að hluta til vegna þess að fólk fær meira að vera í ein- hverri víðáttu.“ Skartgripir Sigrúnar sem einkum hafa notið vinsælda hérlendis und- anfarið eru White Swan og Black Swan sem einkennast af hvítum og svörtum perlum sem og svokallaðir Chakra-skartgripir sem unnir eru á grunni Ayurveda-fræðinnar; hug- mynda Indverja um lækningar og heilsu. Chakra-línan kallast Bakthi Devine Love. Sigrún segir að yf- irleitt átti fólk sig ekki á hve lengi skartgripalínur eru í þróun. „Það er mín reynsla að því lengur sem hlutir fái að þróast, því sterkari hugmyndafræði sem er að baki skartgripunum, því betur eldast þeir og ég legg því mikla áherslu á það að flýta mér ekki.“ Töskur Sig- rúnar hafa notið vin- sælda með- al stjarn- anna. Morgunblaðið/Ómar Elma Lísa Gunn- arsdóttir leikkona í silkikjól og silkijakka eftir Sigrúnu. Sigrún hefur talsvert unnið fyrir Íslenska dans- flokkinn og hér má sjá búninga hennar í verkinu Fullkominn dagur til drauma. Lindsay Lohan í kjól sem Sigrún Úlfarsdóttir á heiðurinn af. 2.2. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 TISSOT, LEADER IN TACTILE WATCH TECHNOLOGY SINCE 1999 Experience more at www.t-touch.com TACTILE TECHNOLOGY IN TOUCH WITH YOUR TIME compassmeteo altimeter

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.