Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.02.2014, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Erla Björg og synir hennar buðu í mat þar sem öll fjölskyldan bakar saman girnilegar pítsur »32 É g hafði stundum verið beðin um uppskriftir en ég var með þær tvist og bast, á miðum og blöðum, í tölvunni og víðar eins og gengur. Þannig að mér fannst bara alveg upplagt að setja þær allar á einn stað, þannig að þetta var svona skipulagsmál má segja,“ segir Helena létt í bragði við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Fyrir ríflega ári birti hún fyrstu uppskriftina, að eplaköku sem hún hafði áður deilt með vinum. Fljótlega spurðist síðan hennar út og heimsóknum tók að fjölga. „Maður var kannski svona smá óöruggur í byrjun – en síðan varð þetta bara svo gaman og er enn,“ segir hún. Uppi á kolli í eldhúsinu Helena segist vart muna eftir sér öðruvísi en áhuga- sama um mat og matargerð. „Ég var alltaf uppi á kolli við eldhúsbekkinn hjá mömmu að fylgjast með. Hún var líka voða dugleg að leyfa mér að prófa, smakka og gera,“ bætir hún við og ljóst að hún hefur snemma kunnað vel við sig í eldhúsinu. Matargerð heitari landa líkt og við Miðjarðarhafið heillar Matarperlu-bloggarann mjög að eigin sögn. Einfaldleikinn sé þar þó sýnu bestur, þar sem góð hráefni fá að njóta sín, kryddjurtir og slíkt. „Það þarf ekkert að vera að flækja hlutina neitt of mikið finnst mér, frekar leyfa hráefnunum að njóta sín. Einfald- leikinn er mjög góður,“ segir hún. Heimagerðar mexíkóskar tortillur Helena gefur hér uppskrift að heimagerðum mexí- kóskum pönnukökum (tortillas), með girnilegri kjúk- lingafyllingu. Aðspurð segir hún lítið mál að búa til sínar eigin pönnukökur, þótt komi alveg fyrir að hún kaupi þær líka. „Það er sannarlega þess virði að prófa að gera sínar eigin en bæði er það ódýrara og mun einfaldara en margir halda. Útkoman er svo góð að ef þið prófið einu sinni er varla hægt að fara aftur í þessar fjölda- framleiddu – þetta er bara ofsalega einfalt og gott,“ segir hún að endingu, létt í bragði. Morgunblaðið/Kristinn Helena var ekki há í loftinu þegar hún var farin að standa við eldhúsbekkinn. Morgunblaðið/Kristinn ELDHÚSPERLUR HELENU GUNNARSDÓTTUR Auðvelt að búa til eigin tortillur MATGÆÐINGURINN HELENA GUNNARSDÓTTIR DEILIR UPPSKRIFTUM SÍNUM OG HUGRENNINGUM UM MAT OG MATARGERÐ Á BLOGGINU ELDHÚSPERLUR.COM. BLOGGIÐ HUGSAÐI HÚN ÖÐRU FREMUR SEM SKIPULAGSMÁL Í BYRJUN AÐ EIGIN SÖGN. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is PÖNNUKÖKUR (TORTILLAS): 2 ½ bolli fínmalað spelt 1 tsk salt ½ tsk lyftiduft ¼ bolli ólífuolía ¾ bollar heitt vatn AÐFERÐ: Blandið þurrefnunum saman. Bætið olíunni út í ásamt vatn- inu og hrærið þar til komið saman. Hellið úr skálinni og hnoðið létt þar til deigið loðir vel saman. Setjið aftur í skálina, leggið plastfilmu yfir og látið standa í 30 mínútur. Myndið rúllu úr deiginu og skerið í 8 jafna bita. Stráið spelti á borð og fletjið hverja kúlu í þunna hringlaga pönnu- köku með kökukefli. Steikið eina köku í einu á þurri pönnu við meðalháan hita. Snúið kök- unni þegar loftbólur byrja að myndast og steikið í stutta stund á seinni hliðinni. Staflið kökunum inn í hreint viska- stykki til að halda þeim heit- um. FYLLING: 1 rauðlaukur, smátt saxaður 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 2 tsk chipotle mauk (sterkt mexíkóskt chili- mauk, fæst í flestum verslunum) 2 tsk hunang 1 dós hakkaðir tómatar 1 dl vatn 2 tsk tómatpaste 1 grillaður kjúklingur, úr- beinaður og rifinn niður Olía, salt og pipar 200 gr rifinn ostur 1 dós sýrður rjómi Ferskt kóríander Kirsuberjatómatar AÐFERÐ: Steikið laukinn og hvítlaukinn í 1 msk af olíu á pönnu við með- alhita þar til laukurinn mýkist. Bætið chipotle mauki, hunangi, tómatpaste, salti og pipar út í og blandið vel saman. Hellið tómötunum yfir ásamt 1 dl af vatni og kjúklingakjötinu. Blandið vel saman og smakkið til með salti og pipar. Smyrjið 1 tsk af sýrðum rjóma á pönnu- köku, setjið u.þ.b 4-5 msk af kjúklingafyllinguna þar ofan á og dreifið 2 msk af rifnum osti yfir. Vefjið pönnukökunni sam- an og leggið í smurt eldfast mót. Klárið að fylla allar pönnukökurnar og leggið í eld- fasta mótið. Dreifið restinni af sýrða rjómanum yfir, ásamt nokkrum kirsuberjatómötum og restinni af rifna ostinum. Bakið við 170 gráður í 20 mín- útur. Saxið ferskt kóríander og dreifið yfir. Berið fram t.d með avocadoteningum, þunnt skornum rauðlauk, límónu- bátum og sýrðum rjóma. Fylltar mexíkóskar pönnukökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.