Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 41

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 41
STÍGANDI SAGA ORGELSMIÐSINS 199 er erfiði mitt og vinna. Og svo hljómar allt eins og sálmur — eins og lofsöngur. Ég dakk brennivín úr silfurskál föður míns, sem liann fékk að launum fyrir að spila í brúðkaupsveizlu, — því að liann var einnig spilamaður. — Og þá var það, sem börnin mín komu og bölvuðu mér. Heyið liggur á vellinum, sögðu þau, þrumuveður vofir yfir, og senn er byrjað að rigna, en þú situr athafnalaus við orgelið og drekkur! Þau skildu ekki, að það var hátíðastund, sem þau eyði- lögðu fyrir mér, og að jörðin, sem þau stóðu á, var mín — mín! Þau höfðu gleymt því, að það var ég, sem hafði plasgt og ræktað þenna akur, sem þau nú vildu uppskera. Þá fylltist ég heilagri reiði, og ég þaut út á akurinn og vann eins og þræll langt fram á kvöld. Þegar ég kom heim, drakk ég mig fullan. Ég flutti orgelið upp á hanabjálkann. Börnin mín liötuðu og fyrirlitu verk handa minna. Og ég var gamall og geng- inn. Mér var álasað fyrir það, livað ég lifði lengi. En stundum stalst ég upp á hanabjálkann og strauk fingrum mínurn laust eftir nótunum. Það var dimmt þarna uppi, en ég fann þó, að rotturnar höfðu nagað í sundur belginn og að sumar nóturnar svöruðu mér ekki lengur, þótt ég kallaði á þær. Ég minntist þess þá, hve þolinmóður ég hafði leitað niður við sög- unarmylnuna eða inni í pílskóginum að völdu efni í hvern ein- asta hluta orgelsins. Og efnið í loftkassanum var úr þiljum, sem staðið höfðu í hundrað ár. Mér heyrðist hann hvísla síðustu orðunum. Ég strauk um augu mín. Hafði mig verið að dreyma? A næsta augnabliki var hann horfinn, og ég sá röð af hvítum, gulnuðum beinplötum undir höndum mínum. Að baki þeirra teygðu sig grannir og dökkir fingur hálfnótnanna. Ég sló eina hendingu og hlustaði. Jú, rödd hans svaraði ennþá, eins og úr fjarlægri veröld; sál hans söng enn- þá, máttugt og hreint. En það var ekki rödd hans ein, sem ég heyrði, það var einnig liinn dásamlegi söngur eyðiskógarins, ýmist borinn afi storminum gegnum steikjandi sólarljómann eða af kyrrlátum haustvindi gegnum mánaskin, sem silfursló hin fjarlægu fjöll. Kynslóðir fæddust, strituðu og elskuðu, eða bárust á banaspjót, og hurfu um síðir, bornar í ormlaga fylkingu til grafar. Tíguleg furutré stór- skógarins féllu fyrir öxum skógarhöggsmannanna og hurfu í fljót- in. Kvarnir og sagir í ám og lækjum þögnuðu í hundraðatali. Ný kynslóð byggði skóginn, en gamla orgelið kunni ekki söng hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.