Stígandi - 01.07.1944, Side 78

Stígandi - 01.07.1944, Side 78
236 DROTTNING SUÐURSINS STÍGANDI hraðaði sér á eftir henni og náði henni, er hún var að stíga á skipsfjöl. Og þau gerðu með sér þann samning, að þau skyldu hittast einu sinni á ári miðs vegar milli ríkja þeirra. í fyllingu tímans fæddist, ekki drottningarefni, heldur sveinbarn, sem Ma- keda lét lieita Menyelek, því að hann var lifandi eftirmynd föður síns. Frá honum eru konungar Abyssiníu komnir. En Makeda dó áður en fegurð hennar fölnaði og Salómon byggði henni graf- hvelfingu á ströndinni, þar sem þau voru vön að hittast. F.ftir dauða Makedu var sagt, að þess yrði fyrst vart, að Salómon tæki að eldast. ÚR ORÐSKVIÐUM SALÓMONS Hlýð þú, son minn á áminning föður þíns og hafna ekki viðvörun móður þinnar. Sæll cr sá maður, sem öðlazt hefir speki, þvi að betra er að afla sér hcnnar en að afla silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull. Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð: drembilegt auga, lygin tunga, og hendur, sem úthella blóði, hjarta, sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur, sem fráir eru til illverka, ljúgvottur, sem lygar mælir, og sá, er kveikir illdeilur meðal bræðra. Frú Heimska er óhemja, einföld og veit ekkert. Snauður verður sá, sem tneð hangandi hendi vinnur. Arfur ríks manns er honum öflugt vígi, en fátækt hinna snauðu verður þeim að falli. Þar sem engin stjóm er, þar fellur þjóðin, en þar sem inargir ráðgjafar eru, fer allt vel. Sumir miðla öðrum mildilega og eignast æ meira, aðrir halda í meira cn rétt er og verða þó fátækari. Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætisins öðlast nienn hana. Bamabörnin eru kóróna öldunganna, og feðurnir eru heiður barnanna. I

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.