Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 45

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 45
STÍGANDI KRISTÍN SIGFÚSDÓTTIR: SÉRA SIGURGEIR Á GRUND Hann var þjónandi prestur í Grundar- og Möðruvallasóknum í Eyjafirði á síðari hluta nítjándu aldar. Fékk hann brauð þetta 1860 og hélt því fram undir 1880. Þá krafðist nokkur hluti af sóknarbörnum lians, að hann væri sviptur embætti vegna drykkju- skapar. Þá var breytt skipun prestakalla. Möðruvallasókn var bætt við Saurbæjarprest, en Hrafnagilsprestur þjónaði Grundarsöfn- uði. — Séra Sigurgeir bjó á nokkrum hluta Grundar alla sína prests- tíð og til æviloka. Átti hann part úr þeim fornfræga stað um nokkurt skeið. Mun það hafa verið móðurarfur hans. Faðir hans var Jakob Pétursson, umboðsmaður á Breiðumýri í Þingeyjarsýslu, auðugur maður á þeirra tíma vísu. Séra Sigurgeir mun hafa verið nálægt miðjum aldri, þegar hann kom til embættis síns í Eyjafirði og búinn að starfa sem prestur í einurn eða fleiri stöðum. Kann eg ekki um það að segja. En á undan honum bárust ýmsar óhróðurssögur um of- drykkju hans og fleiri galla. Voru þær fluttar og ýktar af mis- jafnlega góðgjörnum mönnum, þó að samgöngur væru tregar um landið á þeinr dögum. Urðu sumir óðir og uppvægir yfir að fá slíkan prest. Aðrir vildu bíða átekta og sjá og heyra mann- inn áður en þeir dæmdu liann. Og svo kom hann með fjölskyldu sína, þessi mikið umræddi maður, ekki með oflæti og yfirgang eins og sumir bjuggust við. Hann var hógvær og viðmótsgóður við livern sem var, fámáll og fáskiptinn um annarra hagi, en það sáu menn brátt, að hann var fátækur að fé og átti ekki þau hyggindi, sem í hag koma til þess að afla sér auðs. Brátt kom það einnig í ljós, að hann var vínhneigður, enda var vín á boðstólum í hverri veizlu og mann- fagnaði á þeim dögum, svo að það var við orð haf.t, að lítill mundi veizlukostur, þar sem enginn var útúrdrukkinn. Ekki var það fágætt, að prestar neyttu víns í óhófi, þar sem það var þannig um hönd haft, því undarlegra var það, að ávallt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.