Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 18

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 18
176 KVIKMYNDIR. . . . STÍGANDI framfara í heiminum. (E. t. v. væri æskilegt, að samkomulag næðist um alþjóðasamtök, er settu menningarlega lágmarkskröfu um kvikmyndagerð.) Þess verður vafalaust langt að ltíða, að allt ljótt og fánýtt liverfi úr lífi mannanna. Og fyrr má eigi búast við að það hverfi úr kvik- myndunum. Til beztu kvikmynda teljast sumar þær, sent gleggst endurspegla mannlífiið — með kostum þess og löstum. Nú á dög- um eru kostir og lestir orðnir afstæðir, eins og svo margt annað. Áhorfandinn er settur í mikinn vanda, er greina skal afstæði góðs og ills, stundum í skjótri svipan. Hann þarf bæði að hafa til brunns að bera dómgreind og lífsreynslu. Hvors tveggja má ætlast til af hinum fullorðnu, en hreint ekki af öllum hinum áhorfend- unum, börnum og unglingum. Misnotkun á sér stað. Sams konar kvikmyndir hæfa ekki jafnt börnum og fullorðnum fremur en svo margt annað. Staðreyndin er óhrekjanlega sú, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra mynda, sem íslenzk (og líklega erlend) kvik- myndahús sýna, sjá börn og unglingar jafint sem fullorðnir. Meira að segja ótrúlega ung börn. Sú ráðstöfun er hvergi nærri fullnægj- andi, að barnaverndarnefndir banni börnum aðgang að morð- myndum. í fyrstu skiptin sjá börnin e. t. v. í fylgd með foreldrum eða systkinum svokallaðar barnamyndir, sem margar hverjar eru góðar, en skortir skýringar. Skemmtunin þykir harla góð. Er börnin stálpast, og jafnvel eftir fáein skipti, færa þau sig smátt og smátt upp á skaftið og vilja „fara í bíó“ án tillits til myndarinnar, sem sýna á. Þá er ekki öllum börnum haldið aftur. Þau sjá og heyra margt, sem ruglar þau: Mál, sem þau skilja ekki. Hraða at- burði, sem æsa. Hinn dýrmæti hæfileiki, ímyndunaraflið, lendir þráfaldlega á villistigum. Efitirlíkingargáfan fær ærið að starfa, án tillits lil þess, livort fordæmin eru ill eða góð. Afleiðingin: barnið kemst úr eðlilegu jafnvægi, sem með nógu mörgum endurtekn- ingum getur leitt til óþægðar og ófyrirleitni, en aukið á ef fyrir er. Þannig skapast það ástand, að eitthvert máttugasta hjálpartæki í þágu uppeldis verður til að torvelda starf presta, kennara, for- eldra og annarra uppalenda. Sízt ber að lá börnum, þótt sólgin verði þau í kvikmyndir. Hitt er óhæfa, að leyfa þeim of ungum að komast í kynni við myndir, sent ætlaðar eru fullorðnum. Það er ekki nóg, að þau beri eitt- hvað fróðlegt, eitthvað skemmtilegt úr býtum. Ef hinar neikvæðu hliðar fyrirkontulagsins eru augljósar, verður að finna annað betra. Og annað betra er fundið. Það eru fræðslu- og skemntti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.