Stígandi - 01.07.1944, Side 18

Stígandi - 01.07.1944, Side 18
176 KVIKMYNDIR. . . . STÍGANDI framfara í heiminum. (E. t. v. væri æskilegt, að samkomulag næðist um alþjóðasamtök, er settu menningarlega lágmarkskröfu um kvikmyndagerð.) Þess verður vafalaust langt að ltíða, að allt ljótt og fánýtt liverfi úr lífi mannanna. Og fyrr má eigi búast við að það hverfi úr kvik- myndunum. Til beztu kvikmynda teljast sumar þær, sent gleggst endurspegla mannlífiið — með kostum þess og löstum. Nú á dög- um eru kostir og lestir orðnir afstæðir, eins og svo margt annað. Áhorfandinn er settur í mikinn vanda, er greina skal afstæði góðs og ills, stundum í skjótri svipan. Hann þarf bæði að hafa til brunns að bera dómgreind og lífsreynslu. Hvors tveggja má ætlast til af hinum fullorðnu, en hreint ekki af öllum hinum áhorfend- unum, börnum og unglingum. Misnotkun á sér stað. Sams konar kvikmyndir hæfa ekki jafnt börnum og fullorðnum fremur en svo margt annað. Staðreyndin er óhrekjanlega sú, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra mynda, sem íslenzk (og líklega erlend) kvik- myndahús sýna, sjá börn og unglingar jafint sem fullorðnir. Meira að segja ótrúlega ung börn. Sú ráðstöfun er hvergi nærri fullnægj- andi, að barnaverndarnefndir banni börnum aðgang að morð- myndum. í fyrstu skiptin sjá börnin e. t. v. í fylgd með foreldrum eða systkinum svokallaðar barnamyndir, sem margar hverjar eru góðar, en skortir skýringar. Skemmtunin þykir harla góð. Er börnin stálpast, og jafnvel eftir fáein skipti, færa þau sig smátt og smátt upp á skaftið og vilja „fara í bíó“ án tillits til myndarinnar, sem sýna á. Þá er ekki öllum börnum haldið aftur. Þau sjá og heyra margt, sem ruglar þau: Mál, sem þau skilja ekki. Hraða at- burði, sem æsa. Hinn dýrmæti hæfileiki, ímyndunaraflið, lendir þráfaldlega á villistigum. Efitirlíkingargáfan fær ærið að starfa, án tillits lil þess, livort fordæmin eru ill eða góð. Afleiðingin: barnið kemst úr eðlilegu jafnvægi, sem með nógu mörgum endurtekn- ingum getur leitt til óþægðar og ófyrirleitni, en aukið á ef fyrir er. Þannig skapast það ástand, að eitthvert máttugasta hjálpartæki í þágu uppeldis verður til að torvelda starf presta, kennara, for- eldra og annarra uppalenda. Sízt ber að lá börnum, þótt sólgin verði þau í kvikmyndir. Hitt er óhæfa, að leyfa þeim of ungum að komast í kynni við myndir, sent ætlaðar eru fullorðnum. Það er ekki nóg, að þau beri eitt- hvað fróðlegt, eitthvað skemmtilegt úr býtum. Ef hinar neikvæðu hliðar fyrirkontulagsins eru augljósar, verður að finna annað betra. Og annað betra er fundið. Það eru fræðslu- og skemntti-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.