Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 38

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 38
STÍGANDI DAN ANDERSON: SAGA ORGELSMIÐSINS (Guðmundur Frímann þýddi.) Fyrir hundrað árum síðan bjó merkur bóndi, Jón Andersson að nafni, í nyrðri Garðasókn. Hann var smiður góður, og í frístund- um sínum bjó bann til orgel, sem liann síðar lærði að spila á, þótt ekki nyti hann nokkurrar tilsagnar. Orgelið er við líði þann dag í dag. Þegar ég fyrir ári síðan fann það af bendingu, undraðist ég mjög, hvílík feikivinna bafði verið lögð í smíði þess, og á hinum bundrað pípum úr kvistalausum viði, sem í því voru. Að vísu voru sumar pípurnar týndar, þegar ég fann það, — börnin höfðu tínt þær úr og haft þær fyrir lúðra og hlaupið með þær fagnandi út um allar jarðir — og í belgnum böfðu rotturnar tekið sér ból- festu. Skömmu eftir að ég fann það, keypti ég það á uppboði, og er ég bafði keyrt þetta orgelskrifli heim til mín á sleða, réð ég til mín Jóhann Gabríelsson fiðlusmið til að gera við það. Og meðan hann bjó til nýjar pípur, stillti og hlustaði og hleraði eftir tón- brigðunum, sagði hann mér sögu orgelsmiðsins. Meðan ég hlust- aði á frásögn hans, risti ég bætur úr sauðskinni, sem settar voru á belginn. Þó skildi ég aldrei frásögn hans til hlítar, fyrr en búið var að gera við orgelið og ég gat farið að spila á það, þar sem það stóð við stofuvegginn. Og þegar ég Iilustaði á hið hljómtrega muldur pípnanna innan úr þessum stóra og klamburlega furu- kassa, þá var eins og saga Gabríelssons lifði og hrærðist og hljóm- aði dapurlega í vitund minni. Og það gat komið fyrir, þegar langt var liðið á nóttu og myrkrið blindaði augu mín og huldi hendur rnínar, að mér sýndist hinn glæsilegi Jón Andersson standa frammi fyrir mér. Stundum heyrði ég aðeins til hans. Það var hann, sem söng og raulaði og bað bænir sínar inni í þessu kyn- lega hljóðfæri, sem hinar sinaberu hendur hans höfðu unnið að með ást og þrautseigju. Ó, hve undarlegur var hljómurinn í öllum þessum pípum! Sumar minntu á flautur, aðrar á fiðlur, og lengst niðri í djúpinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.