Stígandi - 01.07.1944, Page 38

Stígandi - 01.07.1944, Page 38
STÍGANDI DAN ANDERSON: SAGA ORGELSMIÐSINS (Guðmundur Frímann þýddi.) Fyrir hundrað árum síðan bjó merkur bóndi, Jón Andersson að nafni, í nyrðri Garðasókn. Hann var smiður góður, og í frístund- um sínum bjó bann til orgel, sem liann síðar lærði að spila á, þótt ekki nyti hann nokkurrar tilsagnar. Orgelið er við líði þann dag í dag. Þegar ég fyrir ári síðan fann það af bendingu, undraðist ég mjög, hvílík feikivinna bafði verið lögð í smíði þess, og á hinum bundrað pípum úr kvistalausum viði, sem í því voru. Að vísu voru sumar pípurnar týndar, þegar ég fann það, — börnin höfðu tínt þær úr og haft þær fyrir lúðra og hlaupið með þær fagnandi út um allar jarðir — og í belgnum böfðu rotturnar tekið sér ból- festu. Skömmu eftir að ég fann það, keypti ég það á uppboði, og er ég bafði keyrt þetta orgelskrifli heim til mín á sleða, réð ég til mín Jóhann Gabríelsson fiðlusmið til að gera við það. Og meðan hann bjó til nýjar pípur, stillti og hlustaði og hleraði eftir tón- brigðunum, sagði hann mér sögu orgelsmiðsins. Meðan ég hlust- aði á frásögn hans, risti ég bætur úr sauðskinni, sem settar voru á belginn. Þó skildi ég aldrei frásögn hans til hlítar, fyrr en búið var að gera við orgelið og ég gat farið að spila á það, þar sem það stóð við stofuvegginn. Og þegar ég Iilustaði á hið hljómtrega muldur pípnanna innan úr þessum stóra og klamburlega furu- kassa, þá var eins og saga Gabríelssons lifði og hrærðist og hljóm- aði dapurlega í vitund minni. Og það gat komið fyrir, þegar langt var liðið á nóttu og myrkrið blindaði augu mín og huldi hendur rnínar, að mér sýndist hinn glæsilegi Jón Andersson standa frammi fyrir mér. Stundum heyrði ég aðeins til hans. Það var hann, sem söng og raulaði og bað bænir sínar inni í þessu kyn- lega hljóðfæri, sem hinar sinaberu hendur hans höfðu unnið að með ást og þrautseigju. Ó, hve undarlegur var hljómurinn í öllum þessum pípum! Sumar minntu á flautur, aðrar á fiðlur, og lengst niðri í djúpinu

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.