Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 59

Stígandi - 01.07.1944, Blaðsíða 59
STÍGANDI DROTTNING SUÐURSINS 217 þekkið ekki heiminn, kæra drottning, annars munduð þér hafa heyrt getið um Salómon konung.“ „Er hann einn af undirkonungum mínum? Hví hefur hann aldrei komið til að borga skatta sína? Og hvaða ímyndanir eru þetta um hásætishimin lians? Enginn getur átt fegurri hásætis- hirnin en ég,“ sagði drottningin gremjulega og leit á hið bláa silkitjald yfir höfði sér, ísaumað gullnum stjörnum himinsins. „Og ég kæri mig ekki um að ræða þá staðreynd nánar. En það gleður mig, að þú skulir vera kominn aftur. Eg hef saknað ráða þinna. Eg er þrábeðin af þegnum mínum að gefa þeim erfingja að kórónunni. En ég er ekki hrifin af neinum konungssyninunr, sem þeir senda mér. Þeir eru eþíópskir blökkumenn, og þú veizt það, Tamrin, að drottning Eþíópíu hefur alltaf fengið biðil af hinum hvíta kynstofni." Hún þagnaði og augu hennar leituðu enn einu sinni hinna flögrandi fiðrilda. „Hvernig er hásætishiminn þessa konungs þíns?“ „Þegar Salómon konungur óskar að hvílast í garði sínum, en finnur ekki hlé fyrir geislum sólarinnar, nýr liann töfrahring sinn, og fuglar himinsins koma úr öllum áttum og þenja út vængi sína yfir höfði hans, svo að geislar sólarinnar ná ekki að raska hvíld hans.“ Hin fögru augu drottningarinnar ljómuðu. „Er það satt?“ sagði drottningin í Eþíópíu. „Drottning mín, þér eruð vitrari en ég. Haldið þér, að þetta sé satt?‘ „Ef slíkar sögur eru sagðar um hann“, sagði drottningin og horfði dreymnum augum út í bláinn, „hlýtur liann að vera allt öðruvísi en hinir prinsarnir“. „Jafnvel — „Er liann hvítur maður?“ „Hörund hans er hvítt. Bláu augun hans eru yndisleg. í brosi hans ljómar fegurð morgunroðans.“ „Sendu eftir honum,“ sagði drottningin einbeittlega. „Hann mun ekki koma.“ „Þá mun ég láta taka liann með hervaldi. Hví hlærð þú?“ Tamrin hló svo hjartanlega, að drottningin gat ekki á sér setið og hló með honum og beið þess þolinmóð, að hlátur hans stilltist og hann næði aftur háttvísi sinni. Hún vissi, að henni var alltaf hollt að lilusta á hinn trygglynda Tamrin, þó að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.