Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 28
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Á leiðinni upp að Meðal-fellsvatni tekur að birta. Hvít fjöllin birtast í grámanum. Á Hvalfjarð-arafleggjaranum eru fáir á ferli. Auðvitað hljómar lag eftir Bubba Morthens í útvarp- inu. Kóngurinn, eins og Bubbi er oft kallaður, minnir á sig. Húsið hans ekki svo ólíkt höll sem gnæfir yfir vatninu innrammað af fögrum fjallahringnum. Bubbi tekur á móti okkur með rót- sterku kaffi. Dætur hans tvær eru veikar heima. Það snarkar í arnin- um í stofunni og jólaseríur og kerti mynda þægilega birtu og minna á að jólin eru á næsta leiti. Bubbi er nýbúinn að gefa út jólaplötu og við hefjum spjallið á hátíð ljóss og friðar. „Þegar við eignumst börn og byrjum í sambúð þá tökum við með okkur jólahefðina frá foreldr- um okkar. Við mótum og bætum aðeins við frá okkar eigin brjósti og þannig verður smám saman til ný hefð, okkar eigin hefð sem byggir þó í grunninn á jólum æsku okkar,“ segir Bubbi. „Jólahaldið er svolít- ið eins og laukur, lag ofan á lag af gömlum hefðum.“ Jólaplata kóngsins heitir ein- mitt Æsku minnar jól. Hún er lág- stemmd og persónuleg, eins og reyndar flest verk Bubba síðustu ár. Og þrátt fyrir að vera jólaplata er lítið um bjölluhljóm eða strengi sem einkennir flestar jólaplötur þessa dagana. „Tónlistin á þessari plötu er fyrst og fremst tengd minningum um for- eldra mína. Svona hljómaði tónlist- in sem þau hlustuðu á um jólin. Ég man að pabbi hlustaði á Nat King Cole, Louis Armstrong og Bing Crosby og mamma hlustaði á Edith Piaff og Marlene Dietrich. Svo gaf Haukur Morthens frændi út Hátíð í bæ og það er minn uppáhaldsjóla- diskur,“ segir Bubbi. Hann segir klisjurnar vera að ganga af jólunum dauðum. „Það er búið að klámvæða jólin. Skoðaðu bara það sem er að gerast í kringum okkur. Jólin eiga ekki að snúast um bjölluhljóm og strengi eins og þú lýstir. Þetta eru áhrif frá Ameríku. Mér finnst jólin snúast um ljósið, fögnuð þess að daginn fer aftur að lengja. Þetta eru tímamót og augnablik til að horfa yfir farinn veg,“ segir Bubbi. Jólin á Hrauninu Ég spyr Bubba hvort hann sé trú- aður. Hann svarar játandi – „en um jólin fer ég í rosalega vörn. Það verður allt svo yfirþyrmandi. Ég meina, það eru haldnir sextíu jóla- tónleikar á nokkrum vikum. Þetta eru kandífloss jól og samsafn af klisjum. Jólin snúast fyrst og fremst um manneskjuna og það sem hefur fengið mig til að meta jólin hvað mest er augnablikið þegar hlið Litla- Hrauns lokast á eftir mér,“ segir Bubbi en á hverjum aðfangadegi spilar Bubbi fyrir fanga á Hrauninu. „Þegar maður yfirgefur Hraun- ið á þessum degi öðlast allt miklu dýpri merkingu og nándin við fólk verður meiri. Það er átakanlegt að vera þarna á aðfangadag. Ekkert töff eða kúl. Það er gefandi en líka sorglegt.“ Reyndar er Bubbi ekki alveg sak- laus af tónleikahaldi um jólin. Það er föst hefð hjá honum að halda tón- leika á Þorláksmessu og undantekn- ingarlaust spilar Bubbi fyrir fullu húsi daginn fyrir jól. „Já, ég hef haldið þessa tónleika síðan 1985 en fyrir mig eru þetta ekki sérstakir jólatónleikar. Þetta er miklu frekar tækifæri til að kveðja árið með aðdáendum mínum. Kannski mætti kalla þetta árshátíð trúbadorsins enda er ég alltaf einn á sviðinu,“ segir Bubbi og hlær. Ómur úr teiknimyndum berst úr barnaherberginu og talið berst aftur að fjölskyldunni. Því dýr- mætasta í lífi hverrar manneskju. Ég bið Bubba að segja mér frá upp- runa sínum. Maður veit jú ekki hver maður er fyrr en maður veit hvaðan hann kemur. Sofnaði við saumavélina „Gréta Scotte Pedersen er dönsk og móðurættin rekur uppruna sinn til Skotlands á 14. og 15. öld. Ef ég man söguna rétt voru tvær ættir að berj- ast um völd í Skotlandi og móður- ættin mín verður undir í því stríði. Einn úr ættinni hét Forbes. Hann gerist málaliði, fer til Danmerkur og er á endanum aðlaður og eignast lönd. Þaðan sprettur móðurættin og af þessum sökum elst móðir mín upp við ríkidæmi og fínerí. Hún var merkileg kona, langaði að ferðast um heiminn, fór til Íslands en þurfti ekki að ferðast víðar. Á Íslandi hitti hún pabba og settist hér að.“ Faðir Bubba kom úr annarri átt – ættaður frá Noregi og sonur ævin- týramanns sem hafði freistað gæf- unnar í Klondike: „Afi var samt sniðugur. Hann fór ekki til Klon- dike til að leita að gulli heldur til að selja gullgröfurunum verkfæri. Hann hafði vit til þess að grafa ekki sjálfur,“ segir Bubbi sem sjálfur hefur grætt og tapað á viðskiptum í gegnum tíðina. Það er nú oft meira freistandi að grafa eftir gullinu en að selja gullgrafaranum skóflu. „Edward Morthens afi kom svo til Íslands og stofnar Lýsi í Hafnar- firði og er hér þar til kreppan skell- ur á. Hann tapaði miklum pening- unum og var fluttur úr landi. Amma stóð eftir með hóp af börnum í mik- illi fátækt. Og þegar mamma hittir pabba er hann fráskilinn málari og bóhem.“ Bubbi segir jólin á sínu heimili hafa verið hefðbundin. „Mamma eldaði hangikjöt og uppstúf með múskati, sem var reyndar dálítið danskt. Svo fengum við bræðurn- ir malt og appelsín sem var aðeins á boðstólum einu sinni á ári. Og í forrétt var danskur réttur: Ris à l´amande, möndlugrautur. En mest man ég eftir því þegar mamma tók sig til, svona vikur fyrir jólin, og þreif allt hátt og lágt. Og þá meina ég „þreif“. Það var farið í öll skúma- skot, undir skápa og hvert einasta horn þrifið í litlu kytrunni okkar í Gnoðarvoginum. Allt skúrað og skrúbbað. Svo man ég eftir sauma- vélinni eða réttara sagt – söngn- um í Singer-saumavélinni þegar mamma sat á kvöldin og saumaði handa okkur jólafötin. Það er mögn- uð minning, að sofna við þetta stef.“ Bubbi segist stoltur af nýja diskn- um þó ekki hafi gengið áfallalaust að koma honum út. Diskurinn átti upprunalega að koma í búðir síðustu jól en nafnlaus ábending um brot á höfundarrétti á einu lagi á diskn- um varð til þess að Bubbi þurfti að hætta við útgáfu. Lagið var eftir Bítlana og Bubbi hafði ekki tilskilin leyfi til að gera sína eigin útgáfu af laginu. Nú eru öll réttindamál í lagi. „Mér finnst skipta gríðarlega miklu máli að vera heiðarlegur og einlægur. Þannig vil ég lifa mínu lífi. Ég vil líka skauta yfir væmn- ina. Það er svo einfalt að verða súrr- ealískt væminn þegar maður býr til jólalög,“ segir Bubbi. Spurður um sitt uppáhaldsjólalag svarar hann að bragði: „Heims um ból. Það finnst mér flott jólalag þó þessi setning um meinvilluna sem í myrkrinu lá þvælist enn fyrir mér. Svo er það platan hans Hauks Morthens og Ólafs Gauks. Það er ekki hægt að toppa þá snilld.“ Fluttur á spítala með hraði Bubbi hefur lifað hratt og hátt líkt og alþjóð veit. Hann byrjaði að reykja sex ára. Drakk í óhófi og notaði fíkniefni hvern dag. Hann hefur verið edrú síðan 1996 og þrátt fyrir að neyslan hafi sett sitt mark á hann bæði líkamlega og andlega er hann í fantaformi. Hann lyftir lóðum í bílskúrnum heima hjá sér við Meðalfellsvatn, hleypur upp fjallshlíðina og er með hlaupahjól í stofunni. En þrátt fyrir að hugsa vel um líkamann hafa aðvörunarbjöll- ur tekið að hljóma. Fyrir nokkru byrjaði Bubbi að finna fyrir verk í baki. Hann hélt að um gömul íþróttameiðsli væri um að ræða og beit á jaxlinn. Á mánudag- inn fyrir um tveimur vikum var Bubbi heima ásamt fjölskyldu sinni. Verkurinn ágerðist og það þurfti að flytja hann með sjúkra- bíl á spítala. Í ljós kom að verkur- inn var ekki í baki heldur brjósti. „Þetta var aðvörun, ég fékk gula spjaldið,“ segir Bubbi sem var hleypt út af spítalanum samdæg- urs en hefur verið settur á hjarta- lyf. „Ég þarf að tóna mig niður í hamagangi lífsins. Maður þarf að borga fyrir allt sem maður gerir hvort sem það er góður matur, fíkniefni eða stress.“ Þessi atburður hefur breytti Símon Birgisson simon@frettabladid.is Hamingjan er takmarkið Bubbi Morthens var fluttur á spítala með verk fyrir brjósti í síðustu viku. Hann segist hafa fengið aðvörun, gula spjaldið, en þessi lífsreynsla sýni honum hve dýrmæt heilsan sé. Bubbi gefur nú út jólaplötu þar sem hann sækir í arf fortíðarinnar, jól æsku sinnar, minningarnar. Hann segir jólin hafa verið klámvædd og gefur lítið fyrir bjölluhljóm og strengi. Svo fengum við bræðurnir malt og appelsín sem var aðeins á boðstólum einu sinni á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.