Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 8
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmað-
ur búsettur í Svíþjóð játar að hafa
tekið þátt í að koma svínshausum
og blóðugu eintaki af Kóraninum
fyrir á lóð í Sogamýri á miðviku-
dag. Múslimar á Íslandi hyggjast
reisa mosku á lóðinni.
„Þetta er bara gjörningur. Við
vorum bara að mótmæla mosku
þarna,“ segir Óskar Bjarnason.
Hann segir að hann sé hluti af
stærri hópi og þrír menn til við-
bótar hafi staðið að því að dreifa
hausunum.
Óskar var í viðtali við Útvarp
Sögu á miðvikudag, sama dag
og hausunum var komið fyrir á
lóðinni. Þar játaði hann í beinni
útsendingu að hafa tekið þátt í
verknaðinum. Þar segir hann þó
að rauður vökvi sem dreift var á
lóðinni hafi verið málning, ekki
svínsblóð.
Í viðtalinu sagði Óskar að til-
gangurinn hafi verið sá að van-
helga lóðina svo múslimar vilji
ekki byggja þar. Næst verði not-
ast við blóð en ekki málningu.
Talsmenn Félags múslima á
Íslandi hafa bent á að þetta hafi
engin áhrif á áform um að byggja
mosku á lóðinni.
Málið er rannsakað sem meint
brot á þeirri grein hegningar-
laga þar sem lagt er bann við hat-
ursáróðri segir Benedikt Lund,
fulltrúi hjá lögreglu höfuðborgar-
svæðisins. Lögreglan hefur óskað
eftir upptöku af viðtali Útvarps
Sögu við Óskar.
Hann segir að Óskar verði kall-
aður til skýrslutöku og málið því
næst sent ákærusviði lögreglunn-
ar. Þar verði ákveðið hvort ákært
verði fyrir hatursglæp.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í dag telur Björg Thor-
arensen það blasa við að þessi
verknaður teljist hatursglæpur
og varði við almenn hegningar-
lög.
Borgarstarfsmenn hentu bæði
svínshausunum og blóðugu ein-
taki af síðum úr Kóraninum,
trúarriti múslima, að lögreglu-
mönnum ásjáandi. Benedikt segir
lögreglu því ekkert hafa í hönd-
unum til að staðfesta að um síður
úr Kóraninum hafi verið að ræða.
Ljósmyndari Fréttablaðsins tók
mynd af síðunum þar sem hægt
er að lesa textann og staðfesta að
hann er úr Kóraninum. Myndin
hefur verið send lögreglu.
Óskar segir að hann hafi verið
á staðnum þegar lögreglan hafi
komið á vettvang í Sogamýr-
inni, en lögreglan hafi ekki haft
afskipti af honum. „Ég bara stóð
þarna og horfði á þá.“
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, vildi ekki
tjá sig um málið í gær, og sagðist
ekki hafa kynnt sér það né vita um
hvað það snúist. brjann@frettabladid.is
Þetta er
bara gjörning-
ur. Við vorum
bara að mót-
mæla mosku
þarna.
Óskar Bjarnason
Styrkir til náms
og rannsókna
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir náms-
menn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og
orkumála. Til úthlutunar 2014 eru 52 milljónir króna.
Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða
doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála.
Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og
orkumála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu
sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema
og öðrum útgjöldum.
Umsækjendur um styrk til
rannsóknarverkefna þurfa
að leggja fram lýsingu á
verkefni sínu, og rökstuðning
fyrir því að verkefnið tengist
markmiðum sjóðsins.
Umsóknareyðublöð og
nánari upplýsingar eru
á www.landsvirkjun.is.
Umsóknum ásamt fylgi-
gögnum má skila rafrænt
á orkurannsoknasjodur@
landsvirkjun.is. Öllum
umsóknum verður svarað
og farið með þær sem
trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er
til 9. janúar 2014.
Sími: 552 2440
www.borgarbilastodin.is
City taxiCity taxi
Borgarbílastöðin. ehf
ATH.Ekkert utanbæjargjald.
eldri borgara og öryrkjar fá 20% Stgr.afslátt!
KÓPAVOGUR Fulltrúar minnihlut-
ans í bæjarráði Kópavogs hafa lagt
til að sveitarfélagið leggist gegn
frumvarpi um afturköllun nýrra
náttúruverndarlaga.
„Efling almannaréttar, ítrekun
banns við utanvegaakstri, inn-
leiðing varúðarreglunnar og aukin
vernd náttúrufyrirbæra skipta öll
miklu máli fyrir komandi kynslóð-
ir,“ segir í tillögu Ólafs Þórs Gunn-
arssonar úr VG og Péturs Ólafs-
sonar úr Samfylkingu. Málinu var
vísað til umsagnar hjá umhverfis-
sviði og til umhverfis- og sam-
göngunefndar. - gar
Afturköllun náttúrulaga:
Bærinn leggist
gegn frumvarpi
SVEITARFÉLÖG Bæjaryfirvöld
í Kópavogi vilja láta skoða
stórfellda aukningu sameigin-
legra verkefna sveitarfélaga á
höfuðborgar-
svæðinu. Góð
reynsla sé af
sameiginlegum
rekstri á borð
við Sorpu og
Strætó. „Sókn-
arfæri eru víða
og eru Samtök
sveitarfélaga
á höfuðborgar-
svæðinu kjörinn vettvangur til
að kortleggja af fullri alvöru
stórfellda aukningu á samstarfi
milli sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu sem hafa vart sýni-
leg bæjarmörk,“ segir í tillög-
unni sem lögð var fram af Pétri
Ólafssyni úr Samfylkingu og
bæjarráð samþykkti.
- gar
Samþykkt í Kópavogi:
Sveitarfélög
auki samstarf
PÉTUR
ÓLAFSSON
FJÁRMÁL Rekstur Sorpeyðingar-
stöðvar Suðurnesja, Kölku, hefur
gengið vel að undanförnu. Sam-
kvæmt Víkurfréttum hafa lán
félagsins lækkað um nær sjö
hundruð milljónir króna og farið
úr um 1.300 milljónum króna í um
600 milljónir.
Umbætur í rekstri fyrirtækis-
ins ásamt því að staðfestur hefur
verið nýr lánssamningur við
Íslandsbanka með lækkun á lána-
stöðu fyrirtækisins um tæplega
340 milljónir króna, gerir Kölku
kleift að halda óbreyttum gjöld-
um þriðja árið í röð. - fb
Skuldir stöðvarinnar Kölku:
Lækka um 700
milljónir króna
Kallaður í yfirheyrslu
eftir játningu í beinni
Íslendingur búsettur í Svíþjóð hefur játað að hafa tekið þátt í að koma svínshaus-
um, svínsblóði og blóðugu eintaki af Kóraninum fyrir á lóð í Sogamýri þar sem til
stendur að reisa mosku. Verður kallaður til yfirheyrslu segir lögreglufulltrúi.
TRÚARRIT Tilgangur þeirra sem dreifðu svínshausunum og blóðugum síðum úr
Kóraninum á lóð Félags múslima á Íslandi var að vanhelga lóðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÞÝSKALAND, AP Þýskur lögreglu-
maður hefur verið handtekinn
grunaður um að hafa drepið og
bútað niður mann sem hann kynnt-
ist á netinu. Manninn dreymdi víst
um að vera drepinn og étinn.
Haft er eftir Dieter Kroll, lög-
reglustjóra í Dresden, að hinn
maðurinn hafi látist af stungusári
á heimili árásarmannsins. Morðið
átti sér stað í byrjun mánaðar um
mánuði eftir að mennirnir kynnt-
ust í netspjalli. - óká
Lögreglumaður handtekinn:
Drap mann og
bútaði niður
Í DRESDEN Frúarkirkju ber við himin
í miðborg gömlu Dresden í Þýskalandi.
NORDICPHOTOS/AFP