Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 80
| ATVINNA |
Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501
Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 535-5510 | Fax 535 5501
SÉRFRÆÐINGUR - FERÐAMÁLASTOFA
P
O
R
T
h
ön
n
u
n
ICELANDIC
TOURIST
STOFA
BOARD
• v
Helstu verkefni:
• Aðstoð við uppfærslur á viðmiðum og
fylgigögnum VAKANS
• Úttekt á ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru
í VAKANUM
• Úrvinnsla gagna
Menntunar- og hæfniskröfur:
• B.S. próf í ferðamálafræði, hótelfræði eða
sambærileg menntun t.d. á sviði gæðamála
• Þekking og reynsla innan ferðaþjónustunnar
nauðsynleg, sérstaklega hótel- og veitingageirans
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði og
sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 20. desember n.k. og er
óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf
sem fyrst, í síðasta lagi 1. febrúar 2014. Umsóknir með
upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með
tölvupósti á netfangið upplysingar@ferdamalastofa.is
eða á skrifstofu Ferðamálastofu Strandgötu 29,
600 Akureyri merktar VAKINN. Ekki er um sérstök
umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verð tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Elías Bj. Gíslason
forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri.
Upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna á
www.ferdamalastofa.is.
Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa á starfsstöð sinni á Akureyri.
Um er að ræða 100% starf til tveggja ára með möguleika á framlengingu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna
Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á atvinnugrein í örum vexti og löngun
til að takast á við sérfræðiverkefni á sviði gæðamála innan ferðaþjónustunnar.
BIFVÉLAVIRKI
ÓSKAST
Tékkland bifreiðaskoðun óskar eftir
bifvélavirkja til að annast almenna
bifreiðaskoðun á höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarf kemur til greina.
Hæfniskröfur:
Ekki sækja um ef þú ert:
Faglærður bifvélavirki
Rík þjónustulund
Finnst gaman að vera í vinnunni
Ekki faglærður bifvélavirki
Fúll á móti
Átt erfitt með að umgangast fólk
Borgartúni / Holtagörðum / Reykjavíkurvegi / Akureyri / Sími 414 9900
Nánari upplýsingar veitir Birgir Hákonarson í síma 665-9900
Umsókn með upplýsingum um menntun og reynslu skal
skila á netfangið birgir@tekkland.is fyrir 16. desember 2013
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði verk
fræði-, umhverfis- eða viðskipta-
yfræði skil rði.
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Nákvæmni.
• Samskiptahæfileikar og færni til
að starfa í hóp.
• Góða kunnáttu á Excel.
• Góð enskukunnátta.
Starfssvið
• Innleiðing ISO 14001.
• Umsjón með grænu bókhaldi.
• Þjónustustjórnun á umhverfis-
sviði.
• Eftirlit með umhverfiskerfum.
Við bjóðum
• Fjölbreytt verkefni.
• Tækifæri til símenntunar og starfs
þróunar.
• Gott starfsumhverfi.
• Vel samkeppnishæf laun.
Hringrás er eitt öflugasta endurvinnslu- og umhverfisverndarfyrirtæki landsins,
með starfsemi á 5 stöðum, og rekur einnig dótturfélag í sömu starfsemi í
Kanada. Starfsmenn eru um 70 talsins með dótturfélagi. Hringrás endurvinnur
ýmis konar úrgang frá einstaklingum og fyrirtækjum og breytir í verðmætt
hráefni sem selt er á erlenda markaði til endurnýtingar í ýmiskonar varning.
Þannig stuðlar Hringrás að umhverfisvernd og öflun gjaldeyristekna.
Umsóknir sendist á starf@hringras.is fyrir 15. desember næstkomandi.
Sérfræðingur á sviði umhverfisstjórnunnar
Lyfjaver leitar að
starfsmanni í lyfjapökkun
Lyfjaver ehf var stofnað árið 1998 og er leiðandi fyrirtæki
í vélskömmtun lyfja á Íslandi. Við leitum að liðsmanni.
Starfsmaður í vélasal
Um er að ræða starf við lyfjaskömmtunarvélar í
framleiðleiðsluhluta Lyfjavers á Suðurlandsbraut.
Mikil áhersla er lögð á hreinlæti og öguð vinnubrögð
samkvæmt gæðaferlum. Vinnutími er 8:30-16:45 en
viðkomandi þarf að geta unnið yfirvinnu þegar þess er
þörf. Starfið er fjölbreytt og krefst þess að starfsmaðurinn
geti tileinkað sér vinnuferla og nýja hluti.
Starfsvið
• Umsjón og eftirlit með skömmtunarvélum
• Eftirlit með framleiðslunni (lyfjaskömmtunarrúllum)
• Skráning gagna samkvæmt gæðaferlum
• Viðhald og þrif á vélum og vélasal
Hæfniskröfur
• Iðnmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi
• Nákvæmni og öguð vinnubrögð
• Almenn tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Jákvæðni og sveigjanleiki
• Hreint sakavottorð
• Umsækjandi þarf að hafa náð a.m.k. 25 ára aldri
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um starfið og umsóknir ásamt ferilskrá skulu
sendar á netfangið alli@lyfjaver.is fyrir 7. desember n.k.
YFIRVÉLSTJÓRI FRAKKLANDI
EURONOR
Yfirvélstjóri
Euronor óskar eftir að ráða yfirvélstjóra á einn frystitogara
og einn ísfisktogara. Um framtíðarstarf er að ræða
Umsóknir berist til Jóhannesar Þorvarðarsonar
joivarda@euronor.org
Hæfniskröfur
• Skilyrði að geta unnið sjálfstætt
• Réttindi VF I eða VF II
• Góð enskukunnátta
• Snyrtimennska
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Reglusemi skilyrði
Euronor er útgerðarfyrirtæki sem
rekur 2 frystitogara með 2990 HP
aðalvél og 4 Ísfisktogara með
2000-2400 HP aðalvél. Útgerðin
er staðsett í Boulogne Sur Mer í
Norður Frakklandi. Veiðar eru mest
stundaðar á ufsa í Norðursjó en
einnig eru einhverjar veiðiheimildir af
þorski í Barentshafi.
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR8