Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 34
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Hilda Jana Gísladóttir tekur á móti mér í Amaróhúsinu á Akur-eyri. Þar, á annarri hæð, er vinnustaður-inn hennar, fjölmiðla- fyrirtækið N4 sem hún byrjar á að sýna mér áður en við komum okkur fyrir á kaffistofunni. Hilda Jana er jafn heillandi í framkomu og hún er á skjánum þar sem hún er snilling- ur í að láta öllum líða vel, bæði við- mælendum og áhorfendum. „Ég er svo heppin að hafa einlægan áhuga á fólki og mismunandi áhugamál- um þess og þarf ekkert að setja mig í stellingar til þess,“ segir hún brosandi. „Það liggur við að það sé sama með hverjum maður sest niður, allir hafa einverja sögu að segja. Meira að segja sjarmerandi sögu. Mér finnst gaman að vita hvað það er sem fær fólk til að fara á fætur á morgnana og hafa ástríðu fyrir því sem það er að gera. Það er svo nærandi fyrir okkur hin að fylgjast með því.“ Missti vinnuna í hruninu Þegar Hilda Jana kom á N4 fyrir fjórum árum var eigandinn, Þor- valdur Jónsson, þar ásamt þrem- ur öðrum að vinna við dagskrána. Nú eru þar átján starfsmenn í fullu starfi og sex verktakar að auki. Hilda Jana kveðst áður hafa verið búin að taka hring í fjölmiðla- heiminum norðan heiða. „Ég byrj- aði að vinna við Akureyrarsjón- varpið, Aksjón, og starfaði fyrir Stöð 2 á sama tíma. En hlutirnir breyttust hratt. Nokkur fjölmiðla- fyrirtæki í bænum tóku höndum saman og stofnuðu N4, losuðu sig við fyrri starfsmenn og réðu nýja. Þá fór ég yfir á RÚV, var á RuvAk í nokkur ár en missti vinnuna þar í hruninu þegar svæðisútvarpið var lagt niður. Sjónvarpshluti N4 var þá kominn í þrot og búið að vera slökkt á vélunum í fjóra mánuði. Ég kom með skottið á milli lappanna til Þor- valdar aftur og spurði hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað við þessar græjur. Hann tók vel í það og það endaði með því að ég og tveir tæknimenn fengum styrk hjá Vinnumálastofnun til hefja þessa vegferð. Þar með hófst mikið upp- byggingarstarf og vöxturinn hefur verið ótrúlegur.“ Opnar glugga frá landsbyggðinni Sjónvarpsdeild N4 fór rólega af stað að sögn Hildu Jönu. „Á þeim tíma var þjóðfélagið vængbrotið eftir fjármálahrunið og fréttamiðl- ar lögðu áherslu á að sýna samfé- laginu aðhald og spyrja gagnrýn- inna spurninga. Við ákváðum að fara ekki þá leið. Hugsuðum: Hér erum við þrjú að vinna við sjón- varp og ætlum ekki að gera það sama og aðrir, nema bara verr,“ útskýrir hún. „Stefnan var strax sú að vera með lágan prófíl og fara ekki í samkeppnina um mest sjokk- erandi fyrirsögnina, æsinginn eða glansinn heldur vera með þægilegt, notalegt og heimilislegt efni um venjulegt fólk fyrir venjulegt fólk. Ég ber mikla virðingu fyrir frétt- um og gildi gagnrýninna frétta- miðla en það er líka eftirspurn eftir því jákvæða efni úr daglega lífinu sem við erum með útsendingar á alla daga. Ég er alltaf að heyra í ánægðu fólki og finnst gaman að geta gefið eitthvað gott út í sam- félagið. Fyrir utan það að opna ákveðinn glugga frá landsbyggð- inni því stundum finnst mér vanta upp á samtalið milli höfuðborgar og landsbyggðar.“ Ætlaði að vera í ár fyrir norðan Hilda Jana er ekki dóttir Gísla Sig- urgeirssonar fréttamanns, bara svo það sé á hreinu. Hún segir það samt mjög algengan misskilning. „Meira að segja dóttir Gísla fær setning- ar eins og: „Ég bið að heilsa henni systur þinni í sjónvarpinu.“ En nei, við Gísli Sigurgeirsson erum ekk- ert skyld. Ég á annan Gísla fyrir föður sem býr í Reykjavík og vinn- ur hjá Samkaupum. Þetta Gíslanafn fylgir mér samt. Ég á bróður sem heitir Gísli, pabbi heitir Gísli og afi heitir Gísli og svo vinn ég með Gísla. Tengdapabbi heitir Gísli og mágur minn Gísli og á Aksjón forðum var yfirmaður minn Gísli Gunnlaugsson. Ætli ég sé ekki bara gísl!“ Hún er úr höfuðborginni. Flutti norður þegar hún var tvítug. „Mamma og pabbi fluttu hingað og ég bara elti þau,“ rifjar hún upp. „Ég var ólétt að elstu dóttur minni og var með barnsföður mínum þá. Við ætluðum bara að vera í ár, síðan eru liðin 17 ár og hér er ég enn. Mér finnst Akureyri yndislegur staður. Stundum finnst mér heimamenn ekki fatta hvað hann er æðisleg- ur. Sumum aðkomumönnum finnst erfitt að kynnast Akureyringum, ég upplifði það aldrei en ég er nú ekki lokaðsta manneskja sem þú hittir og mér var vel tekið af öllum. Ég féll fyrir því hvað Akureyri er fjölskylduvæn og mikill íþrótta- og menningarbær. Auðvitað mætti vera meiri fjölbreytileiki að sumu leyti. En þetta er fallegt samfélag sem hefur sýnt mikla aðlögunar- hæfni frá því að vera þessi gamli iðnaðarbær yfir í þetta fjölbreytta atvinnusvæði sem það er í dag.“ Var í tómu rugli Frá tíu ára til tvítugs bjó Hilda Jana með foreldrum sínum og bróð- ur úti á Granda í Reykjavík, gekk í Melaskóla og Hagaskóla, fór svo í Kvennó og Ármúlaskólann en klár- aði stúdentinn í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Þaðan lá leiðin í kennaradeild Háskólans á Akur- eyri og nú er hún grunnskólakenn- ari að mennt. Þegar nafn hennar er gúglað kemur upp saga um eit- urlyf. Hvernig stendur á því? „Ég var í tómu rugli á tímabili meðan ég var fyrir sunnan – árin 1994 og 95 þegar ég var í Ármúlaskólanum. Var bara týnd.“ Hvernig leiddist þú út í það? Komu dílerar í skólann eða eitt- hvað svoleiðis? „Nei, nei. Ég held ég hafi bara séð um að sækja í það sjálf. Var ekki fórnarlamb aðstæðna eða neitt svoleiðis. Bara ung og forvitin og vitlaus og sótti í félagsskap sem var mér ekki hollur. En ég fór í með- ferð þegar ég var átján ára. Það var dásamlegt að hafa stofnun eins og SÁÁ til að ná fótfestu á ný. Það bjargaði mér.“ Þetta hefur þá verið stuttur tími. „Já, stuttur en harkalegur. Svolítið eins og að henda sér ofan í ískalda laug, maður stekkur fljótt upp úr. Fann að þetta var ekki það sem mig langaði að eyða ævinni í að gera. Ég drekk ekki einu sinni í dag. Get líka alveg dansað uppi á borðum þó að ég sé edrú. Ég hef rosa gaman af því að fara út á lífið og dansa og skemmta mér en það er samt voða gott að vita hvar mörkin eru.“ Eftir að Hilda Jana flutti norður kveðst hún mikið hafa sinnt for- varnarstarfi í Jafningjafræðslunni. „Það varð ákveðin tegund af ástríðu hjá mér um tíma að vara unga fólkið við eiturlyfjum. Þó að ég hefði fegin viljað hafa sleppt þessu rugli þá er ekki í boði nein tímavél og ég nýtti bara reynsluna til að læra af henni og miðla. Er svolítið ýkt týpa og fer alla leið í öllu sem ég er að gera, sem hefur bæði kosti og galla.“ Kynntust gegnum kvenréttindin Núna snýst líf Hildu Jönu um fjöl- skylduna og starfið. „Þetta eru tvær fjölskyldur, N4-fjölskyldan og alvörufjölskyldan,“ segir hún hlæjandi og segir mér nánar frá þeirri síðarnefndu. „Elsta stelp- an mín er Hrafnhildur Lára, hún verður 17 ára í janúar. Það er sú sem ég var ólétt af þegar ég flutti norður. Hún er í 1. bekk í MA, mikið félagsdýr eins og mamman. Svo eru þær yngri tvær, fæddar 2004 og 2005. Ísabella Sól er eldri og Sigurbjörg Brynja yngri. Þær eru ótrúlega ólíkar en báðar frá- bærar, eru í fótbolta, leiklistar- skóla og öllu mögulegu.“ Hver er svo maðurinn þinn? „Hann heitir Ingvar Már Gíslason og er sölustjóri hjá Norðlenska. Hann var þjálf- ari í ræðuliði Morfís í Verk- menntaskólanum 2001 og ég var að hjálpa einum félaga mínum að gera morfísræðuna sína um kvenfrelsi. Þar lágu okkar leið- ir saman. Hann heillaði mig með kvenréttindabaráttunni og nú er ég gift, þriggja barna móðir á Brekkunni.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Get dansað uppi á borðum edrú Hilda Jana Gísladóttir, dagskrárstjóri hjá N4, var frumkvöðull að því að endurvekja sjónvarp á Akureyri fyrir fjórum árum og á sinn þátt í vexti þess og vinsældum. Hún kynntist skuggahliðum lífsins sem unglingur en er nú hæstánægð með tilveruna. DAGSKRÁRSTJÓRINN „Mér finnst gaman að vita hvað það er sem fær fólk til að fara á fætur á morgnana og hafa ástríðu fyrir því sem það er að gera. Það er svo nærandi fyrir okkur hin að fylgjast með því,“ segir Hilda Jana. MYND/AUÐUNN Núna er ég með þætti sem heita Á flakki frá Siglu- firði til Bakkafjarðar. Svo er ég í föstudagsþættinum. Þátturinn Að norðan er alla daga, við erum fimm í honum, svo er Matur og menning. Glettur Gísla hafa slegið í gegn, hann er mest fyrir austan og Friðrik Ómar er með þáttinn Borgarinn sem er tekinn á höfuðborgarsvæðinu. Svo erum við með framleiðsludeild sem ég vinn talsvert í líka. Vorum að klára myndband fyrir Jafn- réttisstofu, fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Markaðsstofu Norðurlands, vinnum fyrir ferðaþjón- ustuaðila, tökum upp fundi, gerðum auglýsingu fyrir Leikfélag Akureyrar og fleira í þeim dúr. Það er margt sem kemur inn á okkar borð. Hulda Jana um N4 Þó að ég hefði fegin viljað hafa sleppt þessu rugli þá er ekki í boði nein tímavél og ég nýtti bara reynsluna til að læra af henni og miðla. Er svolítið ýkt týpa og fer alla leið í öllu sem ég er að gera, sem hefur bæði kosti og galla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.