Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 62
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 20132 Hin f ljótandi neðansjávar-svíta er hönnuð og byggð af sænska f yrirtækinu Genberg Underwater Hotels sem Mikael Genberg stofnaði árið 2006 með það að markmiði að þróa og koma á markað neðansjávarher- bergjum um allan heim. Fyrirtæk- ið kom á fót fimm stjörnu lúxus- ferðamannastað, Manta Resort, á Pemba-eyju árið 2008 en eyjan er hluti af Sansíbareyjaklasanum. Á Manta Resort eru sextán lúx- usherbergi en með nýja neðan- sjávarherberginu eru þau orðin sautján. Upphafið að neðansjávarsvít- unni má rekja til listainnsetn- ingar Genbergs á Mälaren-vatni í Svíþjóð árið 2000. Um er að ræða fljótandi hótel sem hann kallaði Utter Inn en eitt herbergi hótels- ins liggur þrjá metra niður í vatn- ið. Mannvirkið reyndist vel út frá byggingarfræðilegu sjónarmiði en hefur einnig vakið verðskuldaða athygli og laðað að fjölda ferða- manna frá öllum heimshornum. Genberg Underwater Hotels hefur í mörg ár þróað hugmynd- ina að neðansjávarherbergjum og loks var það fyrsta opnað gest- um hinn 1. nóvember síðastlið- inn. Svítan fljótandi er 250 metra undan strönd Pembaeyjar við náttúrufyrirbrigði sem kallast Bláa holan, 12 metra djúp og 50 metra breið hola við kóralrif þar sem er að finna fjölbreytt dýralíf. Gestir eru f luttir í svítuna á báti. Á jarðhæðinni, eða öllu held- ur sjávarhæðinni, er setustofa og baðherbergi, stigi liggur upp á efri hæð þar sem hægt er að slaka á, sleikja sólina á daginn og mæna upp í stjörnubjartan himin að næturlagi. Í kjallaranum er hið eiginlega neðansjávarherbergi sem nær fjóra metra niður í sjó- inn. Þar eru gluggar í allar áttir og því fá gestir 360 gráða útsýni yfir sjávar lífið á kóralrifunum. Gest- ir líkja því við að sofa í loftbólu að gista í neðansjávarherberginu og þykir undursamleg upplifun að fylgjast með dýralífinu. Einhverjir fiskar hafa sest að í kringum her- bergið enda veitir það þeim skjól gegn rándýrum. Ljós undir glugg- um laða að kolkrabba og f leiri sjávardýr á næturnar. - sg Gluggar eru á öllum hliðum herbergisins. MYND/JESPER ANHEDE FYRIR GENBERG ART UW LTD Ljós við gluggana laðar að forvitnar sjávarverur. MYND/ JESPER ANHEDE FYRIR GENBERG ART UW LTD Neðansjávarherbergið flýtur á miðju hafinu. MYND/JESPER ANHEDE FYRIR GENBERG ART UW LTD Gestir svítunnar geta kafað í sjónum og kíkt inn um gluggana líkt og fiskarnir. MYND/JESPER ANHEDE FYRIR GENBERG ART UW LTD Himnesk neðansjávarupplifun Sænski listamaðurinn Mikael Genberg hannaði árið 2000 fljótandi hús sem listainnsetningu á Mälaren-vatninu í Svíþjóð. Þrettán árum síðar hefur fyrsta neðansjávarsvítan verið opnuð gestum undan ströndum Sansíbar í Afríku. Þar býðst fólki sú undursamlega upplifun að gista meðal sjávardýra. Þeir sem vilja kynna sér nánar neðansjávarherbergið er bent á vefsíðurnar www.themantaresort.com og www.underwaterroom.com DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OG MENNINGAFERÐ Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 5 stjörnu hótelum, ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni .... TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERAN VEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi. OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen Org.nr. 995 944 588 MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar. Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum krónum á mann í tveggja manna herbergjum Flugvöllur KEFLAVÍK (-KEF) 2014 04.03. / 11.03. 18.03. / 25.03. Verð á mann 116.311,- 125.311,- Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu. UP PL IFÐ U ME IRA Leiguflug með „premium“ flugfélagi til Antalya og til baka. Flutningur frá flugvelli til hótels og aftur á flugvöllinn með loftkældum sérrútum. Allar skoðunarferðir á landi fara fram í loftkældum eða upphituðum sérrútum. Gisting í tveggja manna herbergjum með sturtu eða baði og salerni, loftkælingu og sjónvarpi. 7 gistingar í 5 stjörnu lúxus-strandhótelum (samkvæmt stöðlum viðkomandi lands) á tyrknesku rivíerunni. Innifaldar veitingar: 7 x morgunverðarhlaðborð. Kynningar- og upplýsingarfundur. Dagsferð: Skoðunarferð um Antalya (hádegisverður ekki innifalinn). Ókeypis notkun heilsusvæðis með sánu, gufubaði, tyrknesku baði (Hamam) og innisundlaug. Faglærðir enskumælandi fararstjórar með leiðsöguréttindi. Innifalið í ferðinni eru: Sérverð frá 116.311 á mann Aðeins með afsláttarkóða: ISBA503 www.oska-travel.is Sími 5 711 888 Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.