Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 10
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar kynntu þér málið!w w w . s i d m e n n t . i s Mannvirðing Siðmennt styður opið, víðsýnt og fjölbreytt samfélag Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is JÓLATILBOÐ SKIPULAGSMÁL Til að ná meiri sátt um kirkjubyggingu rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar á Nýlendu- reit verður skoðað hvort finna megi henni lóð á horni Mýrargötu og Seljavegar í stað þess að hún sé austar við Mýrargötuna. Borgarráð samþykkti á fimmtu- dag nýtt skipulag fyrir Nýlendu- reit þar sem meðal annars er gert ráð fyrir rétttrúnaðarkirkjunni við Mýrargötu. Talsverð andstaða er í nágrenni við bygginguna, meðal annars vegna þess hversu háreist hún á að verða og vegna þess að aðeins er gert ráð fyrir þremur bíla- stæðum á lóðinni. Eftir að skipulag- ið var samþykkt í borgarráði var til- laga sjálfstæðismanna um að finna kirkjunni nýja lóð einnig samþykkt. „Það hefur komið fram hugmynd um að kirkjan geti hugsanlega farið betur á öðrum stað á reitnum þar sem hún hefði meira rými og færi betur í jaðri hverfisins,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann undirstrikar að aðeins sé um athug- un að ræða. Vinna þurfi málið í sátt við nágranna og kirkjuna sjálfa. - gar Endurskoða á hluta nýsamþykkts skipulags fyrir Nýlendureit: Skoða færslu rétttrúnaðarkirkju RÚSSNESK RÉTTTRÚNAÐARKIRKJA Skoða á hvort færa megi rússsnesku rétttrúnaðarkirkjuna austar á Mýrargötu þar sem hún gæti staðið næst Héðins- húsinu. MYND/REYKJAVÍKURBORG-ÍBÚASAMTÖK VESTURBÆJAR FJARSKIPTI Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland sem selur Apple-vörur, er ánægður með samning Apple við íslensk fjar- skiptafyrirtæki. Þau munu bjóða milliliðalaust upp á vörur fyrir- tæksins frá og með 13. desember. „Maður er búinn að heyra þetta í mörg ár að þetta sé að fara að bresta á en svo gerist það allt í einu og það er bara frábært,“ segir Hörður. „iPhone fer úr því að vera lúxusvara sem er til dæmis keypt í gegnum menn í svörtum BMV-bif- reiðum sem láta menn bíða í bið- röðum fyrir utan Apple-búðir í Bretlandi, í það að núna er Apple TV eina Apple-varan sem er eftir sem er ekki hægt að fá formlega á Íslandi. Það eru stórkostlegar fréttir,“ segir hann. Í stað þess að kaupa iPhone í gegnum birgja mun hann, rétt eins og Epli.is, kaupa símana af fjar- skiptafyrirtækjunum. „Ég get ekki beðið eftir að mega kaupa síma af þessum fyrirtækjum. Þetta er því- líkur lúxus.“ Hann segir viðgerðaþjónustuna breytast þannig að menn geta keypt sér síma í Evrópu og látið gera við þá á Íslandi og öfugt. Sama verður ekki hægt með síma keypta í Bandaríkjunum. „Núna munu Íslendingar ekki lengur fara til Boston og kaupa sér iPhone fyrir jólin því það er engin ábyrgð á þeim hérlendis.“ - fb Framkvæmdastjóri Macland fagnar samningi Apple við íslensk fyrirtæki: „Lúxus“ að fá iPhone til Íslands ÁNÆGÐUR MEÐ APPLE Hörður Ágústsson hefur beðið í mörg ár eftir samningnum við Apple. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ➜ Aðgangur Íslendinga að tónlistarveitunni iTunes verður áfram lokaður. Að sögn Harðar tengjast þau réttindamál Apple ekki með beinum hætti. VELFERÐARMÁL Nýtt bráðabirgða- gistiskýli fyrir heimilislausa karla verður opnað á næstu dögum á Vatnsstíg 12. Þar mun verða pláss fyrir fimm menn og verður það notað þar til nýtt gistiskýli verð- ur opnað á Lindargötu í vor. Frá því í maí síðastliðnum hefur alloft þurft að vísa fimm til sex manns frá sömu nóttina í Gisti- skýlinu á Þingholtsstræti. Síðan í vor hefur verið leitað að viðeig- andi húsnæði, sem stenst öryggis- kröfur, til að bæta við gistirýmum. Verkefnið er ekki á fjárhags- áætlun Velferðarsviðs. Kostnaður mun falla að mestu til á árinu 2012 og leitast verður við að rúma það innan fjárheimilda. „Ef við þurfum að fastráða starfsmenn frá upphafi fram á vor þá kostar þetta allt að 8,3 milljón- um,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs. „Það fer eftir ásókninni hversu mikið þetta mun kosta því mestur kostnaður- inn fer í laun starfsmanna. En það er forgangsmál að koma í veg fyrir að menn þurfi að sofa úti. Það hefur alltaf verið stefna okkar.“ Eingöngu verður boðið upp á gistingu í húsnæðinu. Kvöldhress- ing og morgunverður verður enn í húsnæði Gistiskýlisins í Þingholts- stræti. Starfsmenn Gistiskýlisins munu fylgja gestum sem ekki fá inni þar í útibúið á Vatnsstíg. Húsnæðið á Vatnsstíg 12 er lítið einbýlishús í eigu Reykjavíkur- borgar í miðju íbúahverfi. „Þetta er bara íbúðarhús og verður það áfram þótt það séu mismunandi íbúar. Það þarf ekki grenndarkynningu. Enda verð- ur engin biðröð fyrir utan eða annað sem mun trufla samfélagið í kring. Við erum bara að bjarga þessum mönnum af götunni og þetta er tímabundin lausn.“ erlabjorg@frettabladid.is Ekki fleiri heimilis- lausum vísað frá Síðustu mánuði hefur margoft þurft að vísa heimilislausum frá í Gistiskýlinu við Þingholtsstræti. Nýtt gistiskýli verður opnað á Vatnsstíg á næstunni þar sem pláss verður fyrir fimm menn. Nágrannar hafa blendnar tilfinningar vegna málsins. GISTISKÝLI Á Vatnsstíg 12 er lítið einbýlishús sem hingað til hefur hýst fjóra starfs- menn sjálfboðaliðasamtakanna SEEDS. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hef ekkert á móti því að þessir menn komi í hverfið og ég hef enga trú á að þeir muni valda mér ónæði. En ég er mest hissa á að þeir velji þetta hús fyrir þá. Það er svo lítið og varla pláss fyrir fimm karlmenn. Mér finnst það hálfgert glapræði að láta menn í þessu ástandi vera í timburhúsi í varla manngengu risi.“ ➜ Enga trú á að þeir valdi mér ónæði Ragnar P. Steinsson Vatnsstíg 9 „Það er ekki hægt að koma með svona fólk inn á svæði þar sem fullt af fjölskyldum býr. Borgin getur ekki sífellt vaðið yfir borgarana og komið með alls kyns starfsemi því það hentar þeim. Þar að auki er þetta eitt af örfáum húsum sem eftir eru á Íslandi af sinni tegund, svona fátæktarmannahús. Það væri mikil eftirsjá ef það kviknaði í húsinu.“ ➜ Borgin veður sífellt yfir borgarana Þorsteinn Steingrímsson Vatnsstíg 9a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.