Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 55
Mannslífið er það dýrmætasta sem til er. Hver vill ekki
bjarga mannslífi? En er það í hættu? Hvar þá og hvernig?
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO)
deyja árlega um 1,5 milljónir barna undir 5 ára aldri í
heiminum vegna niðurgangs sem m.a. má rekja til óhreins
vatns. Þar af eru 46% í Afríku eða 69O.OOO dauðsföll á
ári eða 1.89O börn á dag. Já, óhuggulegar tölur.
Margir hafa ekki aðgang að hreinu vatni
Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum
hefur tekist vel til með að auka aðgengi að hreinu
vatni á heimsvísu. Árið 199O höfðu 75% íbúa heims
aðgang að hreinu vatni, nú hafa 89% aðgang að hreinu
vatni. En ef við rýnum aðeins betur í þessar tölur og
skoðum aðgang að hreinu vatni eftir svæðum kemur í
ljós að í löndum Afríku sunnan Sahara hafa aðeins 61%
aðgang að hreinu vatni sem þýðir að um 345 milljónir
manna í þessum löndum hafa ekki aðgang að hreinu
vatni. Vatnsverkefni Hjálparstarfsins eru í Eþíópíu,
Úganda og Malaví. Fólki er gert kleift að byggja
brunna, það tekur ábyrgð á flestum þáttum og það
sem upp á vantar, eins og til dæmis sement og
vatnspumpa sem dælir vatninu, kemur frá verkefninu.
Leggðu lið
Aðgangur að hreinu vatni bjargar sannarlega manns-
lífum. Þegar vatnið er komið er hægt að fræða um
smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti. Fræðsla um notkun
kamra og hvernig á að byggja þá er samþætt inn í
vatnsverkefnin. Árangur næst með heildrænni nálgun,
eflingu samfélagsins með valdeflingu kvenna, fræðslu
um hreinlæti og forvarnir gegn sjúkdómum. Þegar
brunnur er kominn eru stúlkur ekki bundnar við að
sækja vatn langar leiðir sem áður kom í veg fyrir að
þær færu í skóla. Vatn frá brunninum gefur möguleika
á fjölbreyttari fæðu þar sem hægt er að rækta
grænmetisgarða með nýjum tegundum grænmetis sem
gefa góða næringu. Með hreinu vatni frá brunni er
hægt að taka stór skref til framfara og betra lífs –
bjarga mannslífum. Handgrafinn brunnur kostar um
18O.OOO krónur, 72 greiddar valgreiðslur upp á 2.5OO
krónur duga fyrir einum brunni. Einnig er hægt að
hringja í söfnunarsíma 9O7 2OO3 (kr. 2.5OO), leggja inn
á söfnunarreikning: O334-26-5O886, kt. 45O67O-O499
eða gefa frjálst framlag á framlag.is. Svo er hægt að
gefa vinum og vandamönnum jólagjöf sem gerir
kraftaverk í Afríku með því að gefa vatn í jólagjöf á
gjofsemgefur.is.
Björgum mannslífum – tökum þátt í jólasöfnun
Hjálparstarfsins!
Hreint vatn bjargar mannslífum
Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar 2O13
Þegar vatnið er komið er hægt að rækta grænmetis-
garð.
Mynd: Paul Jeffrey / ACT Alliance.
Brunnur í Malaví.
HREINT VATN
BJARGAR
MANNSLÍFUM
Gefðu gjöf sem skiptir máli ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar