Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 66
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn
Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
799kr.stk.
Garnier augnhreinsir, 150 ml
799kr.stk.
Garnier hreinsimjólk og tóner, 200 ml
hreinsiklútar, 25 stk. í pk.
1499kr.stk.
Garnier BB litað dagkrem, 50 ml
í pk.
25
Garnier Nordic Essentials
hentar vel fyrir venjulega
eða blandaða húð.
Húðin verður frískari.
Garnier Youthful Radience
• Nauðsynlegur raki og næring
• Inniheldur Omega 3 og 6
• Vinnur á fínum línum og eykur
frumuuppbyggingu húðarinnar
Garnier BB Miracle
• Nauðsynlegur raki
andoxunarefni
• C vítamín og steinefni
• Jafnar húðlitinn, lýtalaus
og einstaklega falleg áferð
• SPF 15
Garnier Nordic Essentials
hentar vel viðkvæmum
augum
699kr.stk.
Garnier dag- og næturkrem, 50 ml
Sem foreldrar þekkjum við af eigin raun hversu erfitt er að finna ís-lenska, skemmtilega og örugga af-
þreyingu fyrir börn á netinu. Það á ekki
síst við nú þegar jólin nálgast, skólafríin
byrja og börn verða meira heima við,“
segir Sindri Bergmann Þórarinsson,
einn aðstandenda vefsíðunnar Barna-
efni.is.
„Hugmyndin kviknaði þegar við sáum
að við höfðum allt sem til þurfti til að
búa til vefsvæði sem tileinkað væri
börnum og hugsað alfarið út frá þeirra
þörfum.“
Sindri stofnaði fyrirtæki utan um
barnaefni.is ásamt Andra Franklín
bróður sínum árið 2008.
„Allar götur síðan höfum við unnið
að skemmtilegum hugmyndum fyrir
börn og núna svo heppnir að starfa
með rétta fólkinu sem smellpassar við
hugmyndir okkar um áhugavert efni
fyrir börn.“
Fyrirtækið hefur áður gefið út þjóð-
sögur og ævintýri á geisladiskum og
sett upp jólaleikrit með Ladda. Þegar
fram líða stundir verður margt af eldra
efninu aðgengilegt á barnaefni.is.
„Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan fyrirtækið var stofnað og nú hafa
bæst við hópinn leikararnir Viktor Már
Bjarnason og Jana María Guðmunds-
dóttir. Þau leika meðal annars í Trölla-
landinu, sem er jólaævintýrið okkar, og
börnum býðst að hlusta á á vefsíðunni
á aðventunni,“ segir Sindri, sem skrifaði
og leikstýrði Tröllalandinu. Björn Ómar
Guðmundsson sá um kvikun á verkinu
og Jóhann Leó Lindu Birgisson teiknaði
sögupersónurnar.
„Auk spennandi ævintýra verður
boðið upp á frábær viðtöl við krakka
um þá sjálfa og það sem þeim finnst
skemmtilegt, frumsamda tónlist sem
ætluð er krökkum, fjölbreytt fræðslu-
efni og margt, margt fleira,“ útskýrir
Sindri.
Þegar barnaefni.is opnar á morgun
geta krakkar horft á viðtal við Sylvíu
Ósk, sem vann hæfileikakeppni Tóna-
bæjar með frumsömdu lagi og syngur
fyrir áhorfendur. Einnig verður viðtal við
strákinn Viktor Nóa sem segir frá klifur-
áhugamáli sínu og sýnir hvar og hvernig
honum finnst skemmtilegast að klifra.
„Af nógu er að taka og börn geta
daglega fundið nýtt efni því vefsíðan er
í stöðugri þróun. Þá tökum við fagn-
andi góðum hugmyndum frá krökkum
um hvers kyns efni mætti bæta við á
síðuna. Þetta er bara blábyrjunin því
svo miklu meira efni er í vinnslu,“ segir
Sindri.
TRÖLL FYRIR BÖRN
BARNAGAMAN Á morgun opnar vefsíðan Barnaefni.is á netinu. Þar verður
að finna íslensk ævintýri, leikrit, viðtöl við börn, fróðleik, tónlist og fleira.
BARNGÓÐ
Hópurinn á bak við
Barnaefni.is. Frá vinstri:
Andri F. Þórarinsson,
Björn Ómar Guðmunds-
son, Jana María Guð-
mundsdóttir, Viktor
Már Bjarnason og Sindri
Bergmann Þórarinsson,
sem hangir. Á myndina
vantar Jóhann Leó Lindu
Birgisson og Ingvar Al-
freðsson.
TRÖLLIN Framhaldssagan Þegar jólin komu til Tröllalands verður birt á barnaefni.is á aðventunni.
DULARFULLT Neðanjarðar-Birgir leitar dular-
fullra svara í ekkert svo dularfullum málum.
SYLVÍA ÓSK Jana María Guðmundsdóttir með
Sylvíu Ólsk sem sigraði í hæfileikakeppni Tóna-
bæjar.