Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 102
8 – Margt smátt ...
Sjálfstæði og ný tækifæri – valdefling kvenna
Fræðsla gegn HIV – lyf, ráðgjöf og eftirfylgd
Aukin áhrif kvenna á verkefnasvæðum Hjálparstarfsins
leyna sér ekki. Konurnar eru farnar að standa fyrir
eigin atvinnustarfsemi eftir að hafa fengið þjálfun í
því. Þær hafa nú tekjur sem þær ráðstafa sjálfar. Þær
læra um mikilvægi sparnaðar og fá síðan lán til að
auka tekjumöguleika sína eða bæta aðstæður sínar.
Þetta hefur leitt til valdeflingar, sterkari sjálfsmyndar
og meiri virðingar samfélagsins í garð kvenna. Konur
fá fræðslu um réttindi sín í velferðarkerfinu. Haldnir
eru fræðslufundir fyrir konur og karla um lögvarin
réttindi þeirra, t.d. um skaðlegar hefðir eins og
umskurð kvenna. Viðhorfsbreyting hefur orðið með
góðu samstarfi við þorps- og trúarleiðtoga. Fjölgun
stúlkna í skóla er bein afleiðing af tilkomu vatnsþróa,
vatnstanka og brunna. Þeir hafa gjörbreytt aðstæðum
stúlkna sem bera þær skyldur að sækja vatn. Tíminn
sem í það fer hefur minnkað svo mikið að þær geta
lokið þessum skyldustörfum áður en skólinn hefst.
Aukin menntun er síðan stórt skref í allri framþróun og
vitund um réttindi. Í ár var haldinn sérstakur fundur
með skólastjórum, opinberum starfsmönnum, trúar-
leiðtogum og fulltrúum foreldra um leiðir til að fjölga
stúlkum í skóla og draga úr brottfalli. Þannig verða
verkefni Hjálparstarfsins til þess að konur verða virkir
þjóðfélagsþegnar, ekki aðeins þjónustufólk, sér og
samfélaginu til gagns. Langt er í jafnrétti kynja en hér
eru stigin skref í átt að því markmiði.
Meðal annars þetta er gert til að efla konur:
• Samtalshefðum er breytt.
• Konur, fátækir og fatlaðir fá aðild að ákvörðunum
þopsins.
• Heilsu- og næringarfræði fyrir 2OO konur.
• Spari- og lánasjóðir efla konur fjárhagslega.
• Námskeið fyrir konur um velferðarkerfið.
• Samstarf, námskeið og þjálfun fyrir opinbera starfs-
menn til að veita betri þjónustu.
Við öll Afríkuverkefni Hjálparstarfsins tvinnast barátta
gegn HIV/alnæmi og afleiðingum þess. Sjálfboðaliðar eru
þjálfaðir til að hafa upp á sjúkum eða munaðarlausum
börnum í afskekktum kofum og koma þeim til hjálpar
með aðhlynningu, fræðslu, ráðgjöf og efnislegri aðstoð.
Einnig eldri konum með barnabörn á framfæri. Í
aðstoðinni felst að byggja hús og eldhús, reisa vatns-
tanka sem safna rigningarvatni og kamra. Munaðar-
laus börn fá kennslu, til dæmis í að flétta mottur og
selja og um ræktun; þau fá áhöld og þau fræ sem
henta best og þau eru studd til skólagöngu. Matjurta-
rækt tryggir fjölbreytta fæðu til vaxtar börnum og
alnæmissjúkum til næringar. Án hennar eru HIV-lyf til
lítils. Fólk er hvatt í HIV-próf og hjálpað til að fá lyf.
Yfirsetukonur eru þjálfaðar í að taka á móti börnum
smitaðra mæðra. Með íbúum er farið yfir venjur sem
eru skaðlegar konum og börnum. Þar á meðal er
umskurður og að skera úfinn úr börnum. Það felur í
sér gríðarlega hættu á HIV-smiti og sýkingum. Unnið er
með trúar- og þorpsleiðtogum sem geta haft áhrif á
fólkið. HIV-smitaðir taka þátt í fræðslu um sjúkdóminn
og vinna gegn fordómum sem enn eru miklir. Að fá
vatn úr nálægum brunni, tanki eða vatnsþró sparar
sjúkum erfiðisvinnu og eykur hreinlæti sem er sérlega
mikilvægt þeim sem hafa lamað ónæmiskerfi.
Meðal annars þetta er gert í verkefnum í Eþíópíu og
Úganda:
• Frætt um smitleiðir.
• 492 fóru í HIV-próf í Eþíópíu.
• HIV-klúbbar stofnaðir í tugum skóla sem fræðsluvett-
vangur.
• Kennarar þjálfaðir til að leiða starfið.
• 1O yfirsetukonur lærðu m.a. um HIV og barnsburð.
Hreinlæti.
• Kamrar reistir.
• Ráðgjöf og stuðningur.
• Barátta gegn fordómum.
Kona í Malaví. Mynd: Paul Jeffrey / ACT Alliance.
Ungar konur á verkefnasvæði Hjálparstarfsins í
Austur-Eþíópíu.
Móðir í Úganda með börn sín. Hún er með HIV-veiruna
en fær lyf. Byggt hefur verið hús og vatnstankur fyrir
fjölskylduna.