Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 107

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 107
LAUGARDAGUR 30. nóvember 2013 | HELGIN | 67 Keiko – sem um tíma var fræg- asti Íslendingur í heimi. Jón, faðir Ragnhildar lést árið 2000, en árið áður en hann lést barðist hann gegn því að Keiko yrði fluttur aftur til landsins. Ein grein eftir hann vakti landsathygli. Hann sagði að Keikó væri jafngildi 66 þúsund kjötbolla sem hægt væri að senda til Kenýa og fæða hungr- aðan heim. „Ég man að Seaworld hafði sam- band við pabba og hann útskýrði fyrir þeim að þetta væri feigðar- flan – í raun grimmd við dýrið sem væri orðið vant umhyggju og að fá sitt fóður úr hendi manna. Háhyrningar eru hópdýr, eins og úlfar, og þeir hleypa ekki ókunn- ugu dýri inn í hjörðina. Keiko átti aldrei sjens að komast aftur inn í samfélag háhyrninga. Þarna réðu peningar og markaðslög- málin ferðinni. Þetta sagði pabbi við þá og þeir höfðu ekki samband aftur.“ Ég spyr Ragnhildi að lokum hvernig tilfinning það hafi verið að heimsækja aftur garðinn sem var svo stór hluti af hennar lífi en tilheyrir nú fortíðinni. „Það var skrítið að koma þangað. Gras yfir öllu og húsin breytt. Þarna var alltaf allt fullt af lífi, dýr á beit og börn út um allt. Það var dásamlegt að fá að alast upp í þessu umhverfi. Ómetanlegt,“ segir Ragnhildur. Dýragarðar nauðsynlegir Reglulega er saga Sædýrasafnsins í Hafnarfirði rifjuð upp. Nú síðast þegar Tilikum komst í heimsfrétt- irnar. Yfirleitt eru það neikvæðu augnablikin sem dregin eru fram í dagsljósið. Til að mynda þegar gestur safnsins henti flösku í ísbjarnargryfjuna. Ísbjörninn steig á brotna flöskuna, fékk blóðeitrun og lést skömmu síðar. Eða þegar mikið frost varð þess valdandi að tveir háhyrningar fengu lungnabólgu og létust. „Ísbjörninn fékk lyf og lækn- ismeðferð en það dugði ekki til. Hann lést skömmu síðar og það sýnir kannski hve viðkvæm nátt- úran er. Að ein gosflaska geti fellt þetta stóra og hrausta dýr,“ segir Ragnhildur og heldur áfram: „Það má ekki setja þá mælikvarða og reglur sem við búum við í dag á hluti í fortíðinni. Ef ekki væri fyrir dýragarða væri þekking manna og virðing fyrir dýrum mun minni í dag. Ein aðalástæð- an fyrir þeirri virðingu sem í dag er borin fyrir háhyrningum er af því að þeir hafa verið hafðir til sýnis. Fólk hefur séð mikilfeng- leika þeirra og notið samvista við dýrin. Bróðir minn, sem þjálfaði háhyrninga í fjölda ára, sagðist líta á háhyrninga í dýragörðum sem eins konar sendiherra sinnar tegundar. Og í langflestum dýra- görðum í heiminum fer afar vel um dýrin og þau gleðja bæði full- orðna og börn.“ Ragnhildur segir borgarsam- félagið hafa skapað ákveðna fjar- lægð á náttúruna. „Það er alltaf lögð áherslu á meiri steypu og minna líf. Sædýrasafnið gladdi hjörtu þúsunda Íslendinga á tímum þar sem afþreying var af mun skornari skammti en í dag. Við höfum sjaldan þurft jafn mikið á dýragörðum að halda eins og nú. Þar sem börn fá tæki- færi til að virða fyrir sér dýrin og snerta.“ Jón Kr., faðir Ragnhildar, var skáti í Hafnarfirði og líka í Hjálparsveit skáta. Upphaf Sædýrasafnsins má rekja til þess þegar nokkrir félagar í Hjálparsveitinni héldu fiskisýningu í fjáröflunarskyni fyrir skátana. Það gekk svo vel að í framhaldinu stofnuðu félagarnir Sædýrasafnið sem sjálfseignarstofnun. Árið 1976 varð breyting á starfi safnsins. Þá hóf Sædýrasafnið að veiða háhyrninga sem seldir voru í erlenda dýragarða og voru einnig til sýnis í safninu. Bæði Keikó og Tilikum voru fangaðir á þessum tíma. Upp úr 1980 þrengdist að rekstrinum. Samningar við erlenda dýragarða stóðust ekki og útgerðin kostaði sitt auk þess sem ráðist hafði verið í dýrar endurbætur. Safnið stefndi í þrot árið 1980 en eftir árangurslausar til- raunir til að endurvekja starfsemina var því endanlega lokað árið 1987. STOFNUÐU SAFNIÐ Í FJÁRÖFLUNARSKYNI RAGNHEIÐUR MEÐ LJÓNSUNGA Hún segir dýragarða nauðsynlega til að fólk beri virðingu fyrir dýrum. ÓVÆNTAR FORNMINJAR! Starfsmenn Keilis láta apaskítinn í loftinu vera og segja hann gamlar fornminjar. JÓN KR. GUNNARSSON Stofnaði Sædýrasafnið og lést árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.