Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 110
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 70
➜ Þessi tvö greindu
spendýr létu sig
félagslegar hefðir
engu varða, fundu
hvor aðra og urðu
næsta óaðskiljan-
legar.
Óvænt vinátta
Höfundur: Jennifer S. Holland
Útgáfa: Bókafélagið
Fjöldi síðna: 210 bls.
Skúfpáfinn og kötturinn
Með því að klóra ketti á bak við eyrun eignast maður lífstíðar-vin. En hvað ef sá sem klórar er með fjaðrir, gogg og fugls-
fætur? Það virtist ekki skipta máli fyrir
Lucky, ungan flækingskettling, sem var
svo heppinn að Libby Miller og Gay Fort-
son í Savannah í Georgíu björguðu henni.
Þegar Lucky var tekin inn á heimilið
þurfti hún að búa með Coco, hvatvísum og
framhleypnum skúfpáfa sem tók köttinn
mjúkum tökum.
Coco sat á háum fótagaflinum á rúmi
eigenda sinna einn morguninn og Lucky,
sem hafði ekki enn komist í návígi við
fuglinn, hlýtur að hafa verið í felum undir
rúminu. Þegar Libby gekk inn í herberg-
ið „voru þau saman í rúminu“. Hún hafði
áhyggjur af því að önnur myndi meiða
hina en „Coco bar sig svo mjúklega að!
Hún strauk Lucky með öðrum fætinum
og gekk síðan fram og aftur á höfðinu á
henni. Lucky virtist standa á sama.“ Libby
náði í upptökuvél og myndaði þessi skrítnu
samskipti. Myndbandið rataði á internet-
ið og hefur breiðst út eins og eldur í sinu.
„Fólk um allan heim hefur unun af að sjá
hvernig þeim semur,“ segir hún.
Dýrin tvö halda áfram að vera góðir
sambýlingar þrátt fyrir að fuglinn hafi
alla burði til að meiða köttinn með sterk-
um gogg og klóm. Coco rekur örmjóa
tunguna inn í lítil eyru kattarins eða hnoð-
ast með hann og kjáir við hann og virðist
heilluð af bragðinu af mjúkum feldi og
mjúkum líkama. Lucky finnst þetta gott
og veltir sér á bakið til að bjóða upp á að
maginn sé nuddaður.
Á kvöldin sitja kötturinn og fuglinn hin
ánægðustu í kjöltu eigendanna og „tjilla“
ásamt hundunum fjórum sem eru á heim-
ilinu. Kvöldin eru ekki fullkomin fyrr en
búið er að hleypa öllum dýrunum út þar
sem þau halda áfram að mynda tengsl,
segja eigendurnir. „Okkur þykir yndislegt
að dýrin okkar skuli vera svona ánægð
með að vera saman.“
Vinátta þvert á dýrategundir
Í hinni nýútkomnu bók Óvænt vinátta– 47 ótrúlegar sögur úr dýraríkinu eftir Jennifer S. Holland heyrum við sögur og
sjáum myndir af dýrum sem eiga ekkert sameiginlegt en bindast ólíklegustu vináttuböndum.
Greifingjahundurinn og
grislingurinn
Á ískaldri nóttu kom heppinn gríslingur í heiminn á hálmfleti í hlöðu í Vestur-Virginíu. Pink var afturkreistingur hvernig
sem á það var litið. Þegar hann fæddist töldu
hvorki Johanna Kerby, sem hjálpaði til við
fæðinguna, né eiginmaður hennar og dóttir
sem fylgdust með, að pínulitli grislingurinn
gæti haldið lífi utan við leg móður sinnar.
Til allrar hamingju kom óvæntur velgjörð-
araðili til skjalanna og gaf Pink tækifæri til
að lifa.
Gyltan gaut ellefu grislingum og Pink
kom síðastur þeirra í heiminn. Strax var
ljóst að hann var ekki eins og systkini hans.
Grísir fæðast yfirleitt með opin augu og það
tekur þá aðeins nokkrar mínútur að standa á
fætur, ganga og finna spenana. Þeir eru yfir-
leitt eitt og hálft til tvö kíló. Pink var innan
við hálft kíló og augun voru lokuð. Hann
var veikburða, hartnær hárlaus og gaf frá
sér ámátlegt væl. „Hann lá bara í kassan-
um og kjökraði,“ rifjar Johanna upp. „Hann
reyndi ekki einu sinni að ganga. Hann var
einfaldlega of veikburða.“ Þegar hún lagði
hann við spena móður hans vildi hann ekki
sjúga. Sterkari systkin hans fóru brátt að ýta
honum í burtu og reyna að losna við þennan
veikasta keppinaut.
Johanna fékk hugmynd. Greifingjahundur
fjölskyldunnar, lítil rauð tík sem hét Tink,
hafði alltaf verið hænd að fólki og sýnt móð-
urlega tilburði í samskiptum við önnur dýr.
Hún hafði líka alltaf verið hrifin af gris-
lingum.
Þegar Tink sá grislinga í fyrsta sinn
mörgum árum áður í svínahúsi Kerby-
fjölskyldunnar „safnaði hún þeim öllum
saman úti í horni og fór að sleikja þá,“ rifjar
Johanna upp. „Þeir voru tólf kíló, miklu
stærri en hún, en Tink lét það ekki á sig fá.
Hún var svo sæl og ánægð og ljómaði af
gleði.“ Í annað skipti lá við að hún drukknaði
í djúpum skítnum í svínastíunni þegar hún
hætti sér þangað inn til þess eins að komast
nálægt dýrunum.
Tink var nýbúin að gjóta tveimur hvolp-
um en annar þeirra fæddist dauður og hún
var greinilega miður sín. Johanna ákvað
að setja Tink og Pink saman og kanna
hvort tíkin tæki grislingnum sem eigin
afkvæmi. Það hafði nýlega gerst með
hvolpa annarrar tíkur; Tink hafði tekið
þeim sem sínum eigin.
Tink tók grislingnum af sömu ástúð
og hvolpunum. Þegar Pink var settur í
hundakassann „varð Tink yfir sig ánægð.
Hún sleikti hann vandlega og át meira að
segja leifarnar af naflastrengnum,“ segir
Johanna. Svo stakk hún honum undir háls-
inn til að halda á honum hita og þegar
hvolparnir vildu fá að drekka notaði hún
trýnið til að beina Pink að spenunum.
Kerby-fjölskyldunni til mikillar ánægju
fór Pink að sjúga spenann. „Tink fór með
hann eins og hann væri konungborinn; ég
held að hann hafi verið uppáhaldið henn-
ar,“ segir Johanna. Þessi sérstaka aðhlynn-
ing varð til þess að Pink var fljótur að ná
stærð systkina sinna en hann sýndi aldrei
neinn áhuga á að fara aftur til svínanna.
Nú var hann hluti af hundafjölskyldu og
lék sér og flaugst á við hvolpana eins og
ekkert væri.
Fíllinn og
flækingshundurinn
Í fílaathvarfinu í Hohenwald í Tennes-see er algengt að fílar frá mismun-andi heimshlutum finni sér vini. Það kemur ekki á óvart þar sem í hlut
eiga félagslynd dýr sem eru vön að vera
í hjörð. Flækingshundar eru algengir á
lóð athvarfsins en yfirleitt skipta þeir
sér ekkert af fílunum heldur halda sig
við sína líka. Kvenfíllinn Tarra og tíkin
Bella brutust þó út úr þessu mynstri.
Þessi tvö greindu spendýr létu sig
félagslegar hefðir engu varða, fundu
hvor aðra og urðu næsta óaðskiljanleg-
ar. Blíðlyndi risavaxni kvenfíllinn og
bústna flækingstíkin átu saman, drukku
saman og sváfu hlið við hlið. Fótleggir
Törru, stórir eins og trjástofnar, gnæfðu
yfir höfuð Bellu, en þær voru ánægðar
svo lengi sem þær voru saman.
Tíkin Bella veiktist og starfsfólkið
tók hana inn í athvarfið til að hjúkra
henni. Tarra virtist miður sín og hélt sig
nálægt húsinu sem Bella var í eins og
hún væri að vaka yfir henni. Hún beið
dögum saman á meðan Bella náði sér.
Loks gátu þær verið saman aftur. Tarra
klappaði Bellu með rananum, öskraði
og stappaði niður fótunum. Tíkin Bella
skalf af æsingi, dillaði rófunni og sveifl-
aði tungunni á meðan hún velti sér á
jörðinni.
Og í eitt stórkostlegt andartak lyfti Tarra
einum risastórum fætinum og nuddaði mag-
ann á vinkonu sinni mjúklega.
Hinn frægi líffræðingur Joyce Poole,
sem hefur fylgst með fílum í fleiri klukku-
stundir en nokkur annar á jarðríki, minnist
þess að hafa séð þær stöllur þegar hún var í
heimsókn í athvarfinu. „Ég var svo lánsöm
að komast nálægt, ná tengslum og sjá Törru
með Bellu og einnig öðrum hundi sem hún
vingaðist við. Hún var alltaf að reyna að
halda á hundunum með rananum. Þetta var
dásamlegt að sjá.“ En svona vinátta kemur
Poole ekki á óvart. „Vegna vinnu okkar með
fíla og eigin reynslu af hundum vitum við
að báðar þessar dýrategundir eru tilfinn-
ingaverur sem mynda sterk tengsl,“ segir
hún. Í náttúrunni eru fílar trygg dýr í sam-
heldnum hjörðum þar sem mæðraveldi
ríkir. Þeir taka ekki aðeins að sér afkvæmi
kvenfíla sem drepast heldur syrgja þá sem
þeir missa. Fíll eins og Tarra, segir Poole,
sem ólst upp hjá ólíkum fyrirmyndum og
komst í kynni við aðrar dýrategundir, „hefur
einfaldlega flutt þessi tengsl yfir á annars
konar dýr.“
Líkt og Horton, hinn frægi teiknimynda-
fíll dr. Seuss, sem sat á eggjum fyrir
hirðulausa móður og klakti þeim út,
virðist sem Tarra sé „hundrað prósent
trygg!“