Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 36
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36
„Vel heppnað í alla staði. Grípandi
list sem fær mann til að skoða.
Bravó.“
María Lilja Þrastardóttir
„Margslunginn og sýrður ævintýra-
heimur í óendanlegum, stjörnufylltum
himingeimi. Endalaust gaman að skoða.
Skerpir glæsilega á „speisuðu döbbi“,
tyrkneskri sýru og fleiru spennandi í
hljóðheimi Ojba Rasta.“ Jens Guð
„Ragnar Fjalar Lárusson er að
stimpla sig inn sem fjölhæfur og
afkastamikill listamaður með litríkt
stílbragð. Hér leikur hann sér fram
og aftur með myndmálið; hinn
innri mann, heilahvelin, náttúruna,
alheiminn og sínusbylgjur. Passar
eins og flís við rassinn á Ojba Rasta.“
Arnór Bogason
„Eins og í fyrra er boðið upp á
frábært umslag á plötu Ojba Rasta. Í
sama „80‘s overkill“-anda. Virkilega
flott. Tvö lokuð augu og það þriðja
galopið á enni er líka alltaf „winner“
hjá mér.
Jóhann Alfreð Kristinsson
BESTU UMSLÖGIN Ojba Rasta með
besta umslagið
Eins og venja er um þetta leyti árs leitaði Fréttablaðið til hóps valin-
kunnra andans manna og kvenna til að velta fyrir sér kostum og göllum
við umslög íslenskra hljómplatna sem komið hafa út á árinu.
Mammút Komdu til mín svarta systir
Jafnmörgum álitsgjöfum þótti um-
slagið á þriðju plötu Mammút gott
og slæmt.
„Gersamlega tryllt framsetning og
útlitið svo órætt í allri sinni afstæðu
fegurð. Myndin vekur umsvifalausa
forvitni en samt er eins og maður vilji
ekki vita hvað er að gerast á henni.“
Kristinn Pálsson
„Eitthvað mjög óþægilegt við þessa
mynd.“
Álfrún Pálsdóttir
„Ég veit ekki almennilega hvað ég er
að horfa á, en á einhvern pervert-
ískan hátt líkar mér það.“
Stígur Helgason
„Með furðulegri koverum sem ég hef
séð. Leiðinlegt þar sem platan er svo
fín. Reyndar fékk það mig til þess að
taka plötuna upp og rýna framan
á hana sem ég hefði alla jafna ekki
gert. Mér sýndist þetta nefnilega vera
einhvers konar vansköpuð kartafla
að spíra.“
María Lilja Þrastardóttir
UMDEILDASTA
UMSLAGIÐ
„Af hverju er þessi maður í þessari stell-
ingu og með þennan svip? Er eitthvað
að honum? Er honum illt?“
Stígur Helgason
„Svipurinn er svolítið eins og hann sé við
það að átta sig á því að maðurinn sem
hann var að opna fyrir er handrukkari.“
Ölvir Gíslason
„Bjóst við meiru frá vonarstjörnu
Íslands í poppinu. Hugmyndasnautt
og tilgerðarlegt í alla staði. Eins og
tískuþáttur í menntaskólablaði.“
Álfrún Pálsdóttir
„Eftir fyrstu hlustun virðist sem svo
að það hafi verið hent í plötu út af
einum hittara. Mér sýnist einmitt líka
hafa verið bara hent í umslag. Mjög
sorglegt þar sem Steinar er ungur
og upprennandi og því verð ég reið
þegar ég sé þetta umslag. Á þetta að
gera eitthvað fyrir einhvern?“
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
VERSTU UMSLÖGIN
1. SÆTI
Ojba Rasta Einhvern veginn svona
2. SÆTI
Drangar Drangar
„Hér er mjög vel hugað að innihaldi.
Innblásturinn er í takt við tónlistina
og því er fylgt vel eftir í meðhöndlun
leturs, efnisvali og litapallettu. Hand-
verkið og nostrið nýtur sín vel og gripur-
inn er afskaplega eigulegur. Mig langar
mikið frekar til að opna þetta umslag
en skrolla eftir plötunni í Spotify.“
Kristín Agnarsdóttir
„Skemmtilega einfalt og svolítið
út úr kú fyrir testósteróntröllin í
hljómsveitinni. Hraundranga-leysið
í smekklegri hönnuninni var góð
ákvörðun.“ Sunna Valgerðardóttir
„Ég væri til í að ramma þetta umslag
inn og hafa það uppi á vegg hjá mér.
Ég get horft á það endalaust. Hið full-
komna umslag sem er ekki bara konfekt
fyrir augað heldur lýsir tónlistinni
líka svo vel. Frábært samspil tveggja
listforma.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir
3. SÆTI
Dj flugvél og geimskip Glamúr í
geimnum
„Glitrandi og hressandi umslag sem
lýsir samtímanum vel.“
Ólafía Svansdóttir
„Flott mynd og fríkað fótósjopp. Það
þarf víst að kunna reglurnar til þess
að brjóta þær. Þetta er eins og remix
af Silvíu Nótt– Goldmine-umslaginu
sem kom út í góðærinu. Krúttlega
kærulaust … eins og tónlistin.“
Jói Kjartans
4. SÆTI
Dr. Gunni og vinir hans Alheimurinn!
„Stórkostlegt, litfagurt, lifandi og
fyndið umslag sem ungir og aldnir
munu hrifsa til sín hugsunarlaust úr
plöturekkunum fyrir jólin. Plata með
svona útliti getur ekki verið annað
en sú skemmtilegasta í öllum heim-
inum.“ Kristinn Pálsson
„Eitt orð: skemmtilegt.“
Guðmundur Pétursson
5. SÆTI
Emilíana Torrini Tookah
„Skemmtilegt og galsafengið
listaverk. Vangasvipur í svart-
hvítri spegilmynd skreyttur með
einföldum formum í möttum lit.
Úr fjarlægð (eða með því að píra
augun) birtist feitlagið andlit.“
Jens Guð
„Það er eitthvað svo dásamlega
furðulegt við þetta umslag. Ég doka
alltaf við þetta eins og Sledge-
hammer-myndband Peters Gabriel
eða umslag Alan Parsons Project við
Eye in the Sky-smáskífuna. Skrýtið
á mjög jákvæðan hátt. Eins og flest
sem er skrýtið reyndar.“
Kristín Agnarsdóttir
2. SÆTI
Kaleo Kaleo
„Einstaklega ósexí. Á að hafa klass-
ískt yfirbragð en tekst það ekki og
verður fyrir vikið óspennandi og
tilgerðarlegt.“
María Lilja Þrastardóttir
„Gullblóm. Þetta er eins og bók og er
mjög ljótt.“ Guðmundur Pétursson
3. SÆTI.
Ólafur Arnalds - For Now I Am Winter
„Ólafur horfir fjarrænn út í tómið
með íslensku náttúruna inni í sér. Allt
mjög íslenskt og klisjukennt með smá
snert af velgju.“ Ólafía Svansdóttir
„Brimrótið er INNI Í honum. Ég skil.
Djúpt. Eða eitthvað.“ Stígur Helgason
4. SÆTI
Ólöf Arnalds - Sudden Elevation
„Þótti þetta í alvöru svona góð mynd
að það þyrfti að nota hana fjórum
sinnum? Þetta er eins og amma hafi
komist í Photoshop.“
Stígur Helgason
„Hugmyndin er óskiljanleg og hönn-
unin á ekkert skylt við titil plötunnar.
Og þó að Ólöf sé vissulega fögur eru
fjögur andlit í þessu tilviki þremur of
mörg.“ Sunna Valgerðardóttir
5. SÆTI
Ýmsir flytjendur - Einnar nætur
gaman með Sigga Hlö
„Ég efast ekki um að valið á „one
hit wonder“-slögurum sé traust hjá
Sigga. En undir titlinum Einnar nætur
gaman og við undirtitilinn 57 sjóðheit
lög undir einni sæng er mynd af Sigga
þar sem ég veit ekki hvort hann ætli í
mann eða langi í mann. Þetta er samt
eiginlega uppáhaldsumslagið mitt
líka.“ Jóhann Alfreð Kristinsson
„Hreinræktaður óhugnaður. Þessi
maður hefur ekkert gott í hyggju.“
Ölvir Gíslason
1. SÆTI
Steinar Beginning
Arnór Bogason
grafískur hönnuður
Álfrún Pálsdóttir
blaðamaður
Berti Andrésson
tónlistaráhugamaður
Guðmundur Pétursson
grafískur hönnuður
Jens Guð
grafískur hönnuður
Jóhann Alfreð Kristinsson
grínisti
Jói Kjartans
ljósmyndari
Kristinn Pálsson
tónlistaráhugamaður
Kristín Agnarsdóttir
grafískur hönnuður
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
blaðamaður
María Lilja Þrastardóttir
fréttamaður
Ólafía Svansdóttir
bóksali
Stígur Helgason
blaðamaður
Sunna Valgerðardóttir
fréttamaður
Tryggvi Hilmarsson
grafískur hönnuður
Þórður Helgi Þórðarson
útvarpsmaður
Ölvir Gíslason
þýðandi
Álitsgjafar