Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 70
FÓLK|| FÓ K | HELGIN6
Þessa helgi og næstu helgi verður settur á fót „pop up“-hönnunar-markaður í Hörpu í Reykjavík.
Hópurinn sem stendur á bak við mark-
aðinn hefur starfað í fimm ár og sett
upp nokkra slíka markaði í Reykjavík
en þar kemur saman fjöldi hönnuða úr
ólíkum áttum. „Pop up“-markaðurinn er
settur upp tvisvar til þrisvar á ári og þá
gjarnan í kringum stærri viðburði eins
og Hönnunarmars og menningarnótt
og svo alltaf kringum jólahátíðina. Að
sögn Þóreyjar Bjarkar Halldórsdóttur,
fatahönnuðar og eins skipuleggjenda
markaðarins, taka um 40 hönnuðir þátt
í honum yfir þessar tvær helgar. „Þarna
verður mikið úrval af spennandi og fal-
legri íslenskri hönnun til sýnis og sölu.
Nefna má tískuvörur, skartgripi, heim-
ilisvörur, leikföng, barnaföt, jólakort og
margt fleira. Við reynum að skipta þessu
upp þannig að samsetning hönnuða
sé ekki sú sama á báðum mörkuðum.
Þannig hafa þeir hvor sitt sérkennið og
gestir geta hiklaust mætt á báða.“
Eitt markmið slíkra markaða, að sögn
Þóreyjar, er að efla liðsheild innan hönn-
unar hérlendis og gefa nýjum hönn-
uðum þessara fagstétta verðskuldaða
kynningu. „Við sem stöndum að þessum
viðburðum leggjum ríka áherslu á að
hönnun á Íslandi sé sýnileg almenningi
og flétti saman samband hönnuða og
neytanda. Enda hafa þessir viðburðir
verið vel sóttir undanfarin ár og að-
sóknin er alltaf að aukast meir og meir.
Svo er auðvitað upplagt fyrir fagurkera
á öllum aldri að gera góð kaup fyrir jólin
og velja íslenska hönnun í jólapakkann.“
Þetta er þriðja árið í röð sem Harpa
er lögð undir jólamarkaðinn og segir
Þórey mikla ánægju vera meðal hönn-
uða með staðsetninguna enda stutt frá
miðbænum og stöðugur straumur gesta,
bæði innlendra og erlendra.
Fyrri markaðurinn er þessa helgi í
Hörpu og sá síðari næstu helgi, dagana
7.-8. desember. Opið er kl. 12-18.
Þeir sem vilja gefa óvenjulegar
jólagjafir og láta um leið gott af
sér leiða geta gefið Gefandi gjafa-
körfu frá UNESCO. Gjafakarfan er
full af bóluefnum, námsgögnum,
lyfjum og fleiri gagnleg-
um hlutum fyrir bág-
stödd börn. Gefandi
gjafakarfan kemur
börnum víða um
heim til góða og hefur
slegið í gegn undan-
farin ár. Sá sem gefur
körfuna fær fallegt
gjafabréf sem hann
getur sent ættingja
eða vini og þann-
ig gefið körf-
una í nafni
þeirra. Þau
sem njóta
gjafarinnar
eru bágstödd
börn víða um
heim. Vöruhús
UNESCO senda
gögnin til ein-
hverra þeirra landa þar sem þau
starfa og miðast sendingin við
hvar þörfin er mest hverju sinni.
Karfan inniheldur til dæmis
ormalyf sem vernda 150 börn
gegn sníkjudýrasýkingu en á
hverju ári deyja 150.000
börn í heiminum af
völdum sníkjudýra-
sýkinga. Í henni er
einnig bóluefni gegn
mislingum fyrir 25
börn en mislingar eru
banvænn sjúkdómur
í mörgum fátækustu
ríkjum heims. Einnig
inniheldur hún 20
stílabækur og
20 blýanta fyrir
skólabörn og
38 pakka af
vítamínbættu
jarðhnetumauki
og orkukex sem
getur gjörbreytt
lífi vannærðs
barns.
GEFANDI
GJAFAKÖRFUR
MARKAÐUR MEÐ
HÖNNUN Í HÖRPU
ÍSLENSK HÖNNUN Tveir „pop up“-markaðir með íslenska hönnun verða haldnir í
Hörpu. Sá fyrri hefst í dag og þar sýna og selja um 20 íslenskir hönnuðir vörur sínar.
FALLEG HÖNNUN
Um 40 hönnuðir taka
þátt í „pop up“-markaði
í Hörpu næstu tvær
helgar.
MYND/DANÍEL
ÍSLENSK HÖNNUN
Fjölbreytt hönnun
verður til sýnis og sölu í
Hörpu um helgina.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Nú er rétti tímin til að gera sameignina hreina fyrir jólin.
Húsfélagaþjónustan ehf býður djúphreinsun á teppinu og
óhreinindavörn eftir hreinsun ef óskað er eftir því.
Einnig bjóðum við alþrif á veggjum,gluggaþvott og reglubundna
ræstingu á sameigninni
Hægt er að panta þrif í síma 555-6855 eða senda tölvupóst
á husfelag@husfelag.is www.husfelag.is
Á ekki að gera sameignina
hreina fyrir jólin!
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*
P
re
n
tm
ið
la
kö
n
n
u
n
C
ap
ac
en
t
o
kt
ó
b
er
–
d
es
em
b
er
2
0
12
–
h
ö
fu
ð
b
o
rg
ar
sv
æ
ð
i 2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU