Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGKirkjur LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 20132 Al l ir þek kja Hallgríms-kirkju, enda sést hún víða frá,“ segir Jón Dalbú Hró- bjartsson sóknarprestur. „Það vita hins vegar ekki allir hversu mikið starf fer fram hér innandyra, sér- staklega á aðventu. Við byrjum í fyrramálið kl. 11 en þá er hátíð- armessa með biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, en um leið fer í gang jólasöfnun Hjálp- arstarfs kirkjunnar,“ segir hann ennfremur. „Á aðventunni verða tólf messu- gjörðir á sunnudögum og um há- tíðir. Aðra daga vikunnar eru 22 bæna- og kyrrðarstundir. Prestar hér sinna einnig þjónustu á Drop- laugarstöðum en þar verða fimm helgistundir í desember,“ segir Jón Dalbú en annasamur tími er að ganga í garð hjá prestum. „Á vegum Hallgrímskirkju verða ellefu jólatónleikar á að- ventu. Fyrstu tónleikarnir verða á morgun með Schola Cantorum sem einnig verður með hádeg- istónleika á miðvikudögum til jóla. Mótettukórinn verður síðan með jólatónleika um næstu helgi. Einnig verða organistarnir með sína tónleika,“ greinir Jón frá og bætir við að fimm aðrir kórar verði með tónleika í kirkjunni í desemb- er, þar á meðal Karlakór Reykja- víkur.“ Mikið líf er alltaf í og við Hall- grímskirkju. Jón Dalbú segir að um 1.000-1.500 erlendir ferða- menn komi daglega í heimsókn og ekkert lát sé á því þótt kom- inn sé vetur. „Ferðamennirn- ir setja mikinn svip á kirkjuna og allt umhverfið í kringum hana. Við reynum að taka vel á móti öllu þessu fólki en margir setjast inn og hlusta á æfingar. Við finnum fyrir þakklæti þessa fólks fyrir að fá að hlusta á fallega músík eða eiga með okkur kyrrðarstund.“ Prestar kirkjunnar eru Jón Dalbú og Birgir Ásgeirsson. Einnig er starfandi í kirkjunni Irma Sjöfn Óskarsdóttir héraðsprestur. Ha l lg r í m s k i rk ja er með heimasíðu þar sem hægt er að kynna sér dagskrána í desember, www.hallgrimskirkja.is. Öflugt starf á aðventu Hallgrímskirkja mun skarta sínu fegursta á aðventu, jafnt í messuhaldi, tónleikum og fjölskrúðugu mannlífi. Aðventudagskrá hefst á morgun. Sextán jólatónleikar verða í Hallgríms- kirkju á aðventunni. MYND/GVA Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, segir að nú sé annasamur en skemmtilegur tími fram undan í kirkjunni. MYNDIR/GVA Fríkirkjan í Hafnarfirði er 100 ára á þessu ári og af því til-efni gefur söfnuðurinn út sögu kirkjunnar sem ber titilinn Loksins klukknahljómur. Í bók- inni er rakin saga safnaðarins sem var stofnaður að vori og byggði kirkju að hausti 1913. Hún er um leið saga mannlífs í bænum á sinn hátt og hefur fengið afar góðar við- tökur lesenda. Sigríður Valdimarsdóttir, kenn- ari og djákni við Fríkirkjuna í Hafnarfirði, er einn höfunda bók- arinnar. „Ég tók að mér að vera með í ritun þessarar bókar því ég tel sögu kirkjunnar mjög merki- lega og nauðsynlegt fyrir framtíð- ina að eiga aðgengilegar upplýs- ingar um söfnuðinn og það óeig- ingjarna starf sem hér hefur verið unnið. Að hugsa til þess að árið 1913 var hægt að stofna söfnuð og byggja kirkju með handaflinu einu saman og mikið í sjálfboða- vinnu er ótrúlegt.“ Höfundar lúslásu fundargerða- bækur safnaðarstjórnar, kven- félagsins og bræðrafélagsins auk fjölmiðlaefnis um söfnuðinn frá því fyrir 1913 og ýmsar aðrar heim- ildir. „Allt þetta efni notuðum við síðan til að skrifa söguna. Við feng- um fjölmargar myndir til að birta í bókinni, áttum líka töluvert af þeim sjálf og enn aðrar voru teknar á meðan á vinnu við bókina stóð.“ Sigríður er fædd inn í söfnuð- inn, ef svo má segja. „Ég er mjög tengd kirkjunni og þá sérstaklega kvenfélaginu og öllu barnastarfi. Foreldrar mínir báðir voru í söfn- uðinum og þeirra foreldrar einn- ig. Má því segja að ég hafi feng- ið fríkirkjuandann í vöggugjöf. Mamma var í kvenfélaginu í mörg ár, þar af varaformaður í samtals þrettán ár og það gerði hún þrátt fyrir að segjast ekki geta staðið upp á fundum og talað.“ Bókinni fylgir diskur með Frí- kirkjukórnum og einsöng Ernu Blöndal. Hún kostar 4.900 kr. og fæst í safnaðarheimilinu, Fjarðar- kaupum, Blómabúðinni Burkna, Kirkjuhúsinu, á Hrafnistu, hjá Hár-Ellý og í vefverslun safnaðar- ins á www.frikirkja.is. Fékk fríkirkju- andann í vöggugjöf Nýverið kom út saga Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sem er 100 ára í ár. Fjölmargar skemmtilegar myndir prýða bókina. Fríkirkjan og Hafnarfjarðarkirkja sjást hér um 1920. MYND/ÚR EINKASAFNI Sunnudaginn 1. desember, fyrsta í aðventu, verður árlegur basar Fríkirkjunnar Kefas, Fagraþingi 2a í Kópavogi, milli kl. 13-17. Á basarnum verður happadrætti fyrir börn og fullorðna með flottum vinningum á öllum miðum! Heimabakað bakkelsi á góðu verði, fallegar gjafavörur, handverk, bækur, mynddiskar og tónlist. Einnig má kaupa sérlega vönduð kerti frá Heimaey í Vestmannaeyjum og rennur ágóðinn af þeirri sölu til sunnudagaskóla kirkjunnar. Gómsætar vöfflur, rjúkandi kaffi eða gos verða til sölu og hægt verður að njóta veitinganna undir lifandi hátíðartónlist sem tónlistarhópur kirkjunnar flytur yfir daginn ásamt góðum gestum; hjónunum Evu Dögg og Einari, Ingunni Huld, Blokkflautuhópnum og hljómsveitinni GIG. Einnig verður hægt að skoða listaverk eftir sunnudagaskólabörn sem verða til sýnis í kirkjusalnum. Endilega lítið við, upplifið skemmtilega aðventu stemningu og gerið góð kaup! Basar Fríkirkjunnar Kefas 1. des. 1. sd. í aðventu ● Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11.00. ● Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, predikar. ● Upphaf jólasöfnunar Hjálp- arstarfs kirkjunnar. ● Mótettukórinn syngur. 8. des. 2. sd. í aðventu ● Messa og barnastarf kl. 11. ● Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir predikar. ● Karlakór Reykjavíkur syngur. 15. des. 3. sd. í aðventu ● Messa og barnastarf kl. 11.00. ● Sr. María Ágústsdóttir pre- dikar. ● Kvennakór Háskóla Íslands syngur ● Christmas Carols kl. 14.00. 22. des. 4. sd. í aðventu ● Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 í umsjá Ingu Harð- ardóttur æskulýðssfulltrúa og sr. Jóns D. Hróbjartsson- ar. ● Jólasöngvar. Fiðlusveit úr Allegro-skólanum leikur, ● Jólakór barna í Hallgríms- kirkju syngur. ● Áróra Gunnarsdóttir leikur á horn. 24. des. aðfangadagur jóla ● Aftansöngur kl. 18.00. ● Sr. Birgir Ásgeirsson predikar ● Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt kl. 23.30. ● Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson predikar. ● Rannveig Káradóttir syngur einsöng. ● Mótettukórinn syngur í báðum athöfnunum. ● Jólatónlist flutt fyrir báðar athafnirnar af organistum kirkjunnar, Herði Áskelssyni og Birni S. Sólbergssyni. 25. des. jóladagur ● Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 ● Inga Harðardóttir æskulýðs- fulltrúi predikar. ● Mótettukórinn syngur. 26. des. annar í jólum ● Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 með Drengjakórnum. ● Sr. Birgir Ásgeirsson prédik- ar. 29. des. sd. milli jóla og nýárs ● Messa kl. 11.00. ● Sr. María Ágústsdóttir pré- dikar. ● Mótettukórinn syngur. ● Ensk messa kl. 14.00 í umsjá sr. Bjarna Þ. Bjarnasonar. 31. des. gamlársdagur ● Hátíðarhljómar kl. 17.00 í umsjá Harðar Áskelssonar kantors. ● Aftansöngur kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar. ● Mótettukórinn syngur. 1. jan. nýársdagur ● Hátíðarmessa kl. 14.00. ● 400 ára afmælisár Hallgríms Péturssonar hefst. ● Sr. Birgir Ásgeirsson prédik- ar. ● Mótettukórinn syngur. HELGIHALD Á AÐVENTU OG JÓLUM Í HALLGRÍMSKIRKJU Sigrún Valdimarsdóttir er einn höfunda bókarinnar. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.