Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 158

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 158
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 118 Í SAMA SÆTI OG CASH Söng- og leikkonan Selma Björns hefur ferðast mikið um Bandaríkin síðustu vikur og meðal annars eytt tíma í Boston, Las Vegas og New York. Á síðastnefnda staðnum brá Selma sér inn á veitingastað þar sem hún settist í sæti sem kántrí- söngvarinn Johnny Cash hafði eitt sinn vermt. Selmu fannst það ekki leiðinlegt, enda hefur hún haslað sér völl sem afbragðs kántrísöngkona, og setti mynd af viðburðinum á Facebook-síðu sína. - lkg HÆTT HJÁ FÍL Hrafnhildur Theodórsdóttir lætur af starfi sínu sem framkvæmda- stýra FÍL, Félags íslenskra leikara, nú um mánaðamótin. Þetta til- kynnti Hrafnhildur í bréfi til félags- manna fyrir helgi. Hrafnhildur hóf störf á skrifstofu félagsins árið 1999 og segir hún starfið hafa verið fjölbreytt og oftast gefandi en jafnframt að hún finni ekki lengur eldsneytið sem þarf til að halda áfram störfum. - lkg TAKA RÚV FYRIR Spaugstofan er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en þrjú atriði í þættinum verða tileinkuð hinum gamla vinnustað Spaugstofumanna, RÚV. Þeir Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Laddi vilja lítið segja um atriðin en segja að það verði miklar sviptingar á RÚV í þættinum. Spaugstofan var tekin af dagskrá RÚV fyrir nokkrum árum vegna niðurskurðar en fram til þess höfðu þeir haldið henni úti á stöðinni í um tvo ára- tugi. „Það er alltaf gaman að vera í glimmergalla,“ segir Snorri Ásmundsson, einn listamanna á bak við þáttagerð á vegum veitingastað- arins Gló, til styrktar átakinu Geð- veik jól. Gló tók upp tónlistarmyndband nú á dögunum þar sem meðal annars komu við sögu Sólveig Eiríksdóttir, eigandi staðarins, Snorri Ásmunds- son listamaður, Gunnar Nelson bar- dagakappi ásamt kollegum sínum úr Mjölni, Spessi ljósmyndari og Ari Bragi Kárason, trompetleikari. Tveir þættir um Geðveik jól verða á dagskrá RÚV um jólin. Geðveik jól hafa fest sig í sessi sem árlegur viðburður í desem- ber og eru ómissandi skemmt- un hjá starfsfólki íslenskra fyr- irtækja. Fyrirtæki keppa sín á milli um titilinn „geðveikasta jólalagið“ og næra geðheils- una á sínum vinnustað á sama tíma. Fjölmargir listamenn koma við sögu í þáttunum og ágóði af átakinu rennur til mikil- vægra verkefna hjá Vin athvarfi, Hugar afli og Hlutverkasetrinu. „Tökurnar voru frábærar. Það er alltaf gaman að dansa og sér- staklega í glimmergalla,“ segir Snorri jafnframt, en bætir við að hann megi ekkert láta uppi um jólalagið sjálft enn. Hann bætir við að málefnið sé sannarlega verðugt. „Geðveik jól eru frábært fram- tak sem ég er stoltur af að vera hluti af því að mér þykir svo vænt um geðveikt fólk,“ segir Snorri að lokum. - ósk Mér þykir svo vænt um geðveikt fólk Íslenskir vinnustaðir keppa um geðveikasta jólalagið í desember. Gló tók upp tónlistarmyndband við sitt framlag til Geðveikra jóla nú á dögunum. AÐ MÖRGU AÐ HYGGJA Sólveig Eiríksdóttir kom einnig að gerð myndbandsins ásamt ömmubarni sínu, Ágústi. MYNDIR/SPESSI INNLIFUN Söngkonan Mollý ásamt Sögu Spessadóttur. Hús sem amma og afi söngkonunnar Helgu Möller byggðu er nú til sölu, en húsið er í Stykkishólmi. „Ég vildi óska þess að ég gæti keypt þetta. Ég hef farið vestur og kíkt á húsið og þetta er alveg afskaplega fallegt,“ segir Helga Möller. Faðir Helgu Möller ólst upp í húsinu, en húsið var selt þegar Helga fæddist. Nóg er um að vera hjá Helgu sem heldur stóra tónleika í Austurbæ í kvöld. „Ég er ofsalega spennt fyrir kvöldinu, ég er mjög þakklát fyrir hversu margir ætla að mæta,“ segir Helga en aðeins örfáir miðar eru eftir til sölu. „Eiríkur Hauksson er kominn til lands- ins tilbúinn í slaginn. Hann er alltaf jafn elskulegur,“ bætir Helga við. Einvala lið tónlistarmanna ætlar að leggja henni lið á þessum tónleikum þar sem hún fagnar 40 ára söngafmæli sínu. - kak Möllershús til sölu Helgu Möller langar til að kaupa fj ölskylduheimilið. SPENNT FYRIR TÓN- LEIKUNUM Helga Möller segir undirbún- inginn undir tónleika kvöldsins ganga eins og í sögu. ÞRÍR FÉLAGAR Spessi Hallbjörnsson ljós- myndari, Gunnar Nelson bardagakappi og Snorri Ásmundsson listamaður, við tökur á myndband- inu. MYND/SPESSI „Þetta er svolítið eins og kandífloss: það virðist vera girnilegt og maður stenst það ekki en síðan endar maður bara með klístraða fingur og andartak sem ent- ist stutt.“ SEGIR STÓRLEIK- KONAN JULIA ROBERTS UM SAM- FÉLAGSMIÐLA Í VIÐ- TALI VIÐ TÍMARITIÐ MARIE CLAIRE. 1. Metsölulisti Eymundsson Barna- og unglingabækur 20.11. – 26.11.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.