Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 64
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 20134
NEW YORK
Fyrir hver jól er sett upp glæsi-
leg jóladagskrá í Radio City Music
Hall í New York með stórkostleg-
um listamönnum. Sýningin þetta
árið er sögð konfekt fyrir augu
og eyru. Ameríkanar kunna að
skreyta hús sín og þess vegna er
skemmtilegt að taka strætó inn í
íbúðahverfi og skoða ljósadýrðina.
Jólatréð við Rockefeller Center
er eitt það þekktasta í heimi. Millj-
ónir manna fylgjast með þegar
kveikt er á þessu stóra og fallega
tré. Það verður gert 4. desember og
verður bein útsending í sjónvarp-
inu um öll Bandaríkin.
Í Bronx er sett upp fallegt jóla-
leikfangaland sem börn hafa
gaman af að skoða. Þar eru járn-
brautarlestir og eftirlíkingar af
frægum byggingum. Þar má sjá
Brooklyn-brúna og Yankee-leik-
vanginn, svo eitthvað sé nefnt.
KAUPMANNAHÖFN
Kaupmannahöfn er ein vinsæl-
asta borgin sem Íslendingar heim-
sækja. Þótt kalt sé á þessum árs-
tíma er einstaklega skemmtilegt
að heimsækja Tívolí sem er fal-
lega skreytt hátt og lágt. Yfir 50
söluborð eru í garðinum þar sem
finna má ýmislegt góðgæti til jóla
eða fallegt jólaskraut.
Fyrir utan Tívolí er líka margt
að skoða. Á veitingastöðum er
boðið upp á ekta danskt jólahlað-
borð með síld, önd og hrísgrjóna-
graut með kirsuberjasaft. Strikið
er fallega skreytt en þar er hægt
að kaupa dýra merkjavöru eða
danska hönnun. Jólamarkaður er
í Nýhöfn og Kristjaníu.
LUNDÚNIR
Það er margt að gerast í Lundún-
um fyrir jólin. Verslanir eru fallega
skreyttar, jólaljósin skína skært á
götum og jólasýningar í leikhús-
um eru að hefjast. Konunglegi
ballettinn hefur sýningar á jóla-
verki sínu, Hnetubrjótnum, 10.
desember í Royal Opera House í
Covent Garden. Jólaskrautssýning
er í Geffrye-safninu og ljósin verða
tendruð á jólatrénu á Trafalgar-
torgi þann 5. desember.
Margir jólamarkaðir eru í Lund-
únum og má þar nefna markað í
Hyde Park þar sem eru fjölmarg-
ir básar með jólagjöfum, mat og
drykk. Annar stór markaður er rétt
við Lundúnaaugað á Suðurbakk-
anum (Southbank) og stór mark-
aður er í Covent Garden.
Leikfangaverslunin Hamleys
breytist í ævintýraland í desember
og jólasveinar hafa nóg að gera þar
innan dyra.
RÓM
Róm er fyrir sælkerana. Óteljandi
sælkerabúðir með alls kyns góð-
gæti fyrir jólaborðið. Þar er hægt
að smakka osta, skinkur og annað
ítalskt góðgæti. Jólamarkaðir eru
á Piazza Navona og Campo dei
Fiori. Þar er meðal annars boðið
upp á heitt jólaglögg.
Borgin er fagurlega skreytt,
til dæmis hinar frægu Spænsku
tröppur.
Allar kirkjur borgarinnar eru
með jóladagskrá sem vert er að
kíkja á. Einnig er aðventumessa
í P é t u r s k i r k j u n n i s e m
ógleymanlegt er að fylgjast með.
PARÍS
Jólaljósin í París voru tendruð 21.
nóvember en þau eru einstak-
lega falleg. Stóru vöruhúsin eru
þar fyrir utan afar fallega skreytt,
til dæmis Galeries Lafayette sem
vekur alltaf mikla athygli fyrir
skreytingar sínar. Önnur stór-
verslun, Le Printemps, leggur
ekki síður mikið upp úr skreyting-
um en það var leikkonan Gwyneth
Paltrow sem kveikti jólaljósin hjá
versluninni að þessu sinni.
Margir jólamarkaðir eru í
París og má þar nefna mark-
aði á Champs-Élysées, Germain,
Montparnasse og La Defense.
Jólamatur er í hávegum hafður
í desember og hægt er að smakka
jólamat Frakkanna, kalkún með
kastaníum, ostrur og gæsalifr-
arkæfu, foi gras. Þá borða allir
Frakkar bûche de Noël sem er
rúllukaka. Heitt rauðvín er algengt
á mörkuðum.
Jólastemning í stórborgum
Í desember getur verið afar skemmtilegt að skreppa til stórborgar, skoða jólaskreytingar stórverslana eða kíkja á jólamarkaði. Borða
góðan mat og upplifa jólastemninguna. Mjög margt er um að vera í stórborgum hvort sem menn vilja fara til Evrópu eða Ameríku.
KAUPMANNAHÖFN Það er margt að
gerast í Tívolíinu í Kaupmannahöfn fyrir
jólin.
RÓM Aðalverslunargatan í Róm, Via del
Corso, skreytt í litum ítalska fánans.
PARÍS Leikkonan Gwyneth Paltrow
tendraði jólaljósin í stórversluninni Le
Printemps fyrir stuttu.
LONDON Carnaby Street í London er
gata rokkaranna.
NEW YORK Glæsileg jólasýning stendur
yfir í Radio City Music Hall í New York.
Ríkisstjóri Havaí, Neil Abercrombie, skrifaði nýlega undir lög sem
leyfa hjónaband samkynhneigðra í ríkinu. Þetta getur að öllum
líkindum leitt til þess að hagnaður eyjaklasans af ferðamönnum
muni aukast mikið.
Í Washington Post er því haldið fram að Havaí hafi með þess-
ari lagabreytingu styrkt ferðamannabransann í landinu til muna.
Þar er greint frá því að háskólinn á Havaí hafi reiknað út að fjölgun
brúðkaupa samkynhneigðra á eyjunum muni auka hagnaðinn um
217 milljónir dollara eða 26 milljarða króna á næstu þremur árum.
Gengið er út frá því að samkynhneigð pör muni í auknum mæli
ferðast til Havaí til að halda brúðkaup
sín og veislur þar, og fara í brúð-
kaupsferðir. Þó er talið að
hagnaðurinn muni með
tíð og tíma jafnast út eftir
því sem fleiri ríki lögleiða
giftingu samkynhneigðra.
Brúðkaup samkyn-
hneigðra auka hagnað
Havaí hefur lögleitt hjónaband samkynhneigðra. NORDICPHOTOS/GETTY
30.000 fréttaþyrstirnotendur
Smelltu þér á
Fréttablaðsappið
og lestu blaðið
hvar sem er og
hvenær sem er
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu.
Sláðu inn Fréttablaðið á Google Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.