Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 12
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK
Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn.
Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja
brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum.
Þú getur hjálpað núna með því að
greiða valgreiðslu í heimabanka.
EINNIG:
Frjálst framlag á framlag.is
Gjafabréf á g jofsemgefur.is
Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.)
Söfnunarreikningur:
0334-26-50886, kt. 450670-0499
HREINT VATN
BJARGAR
MANNSLÍFUM
PI
PA
R
\
TB
W
A
SÍ
A
Nánari upplýsingar og skráning
í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is
Kyrrðardagar verða haldnir 19. - 22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði. Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing
- Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Hlustunarhópar - Helgistund - Leikfimi
- Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur
matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt.
1 dagur 14.900 kr. á mann.
3 dagar 38.700 kr. á mann.
Dagana fyrir sólstöður er dagskrá alla þá sem vilja sinna andlegri
og líkamlegri heilsu sinni og fá skjól til að rækta sinn innri mann.
Berum ábyrgð á eigin heilsu
Kyrrðardagar í desember
SKÓLAMÁL Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar skorar á mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, Illuga Gunn-
arsson, að endurskoða fjárframlög
til Flensborgarskólans og Iðnskól-
ans í Hafnarfirði.
Á fundi bæjarstjórnarinnar
á miðvikudag afhentu fulltrúar
nemenda og starfsfólks framhalds-
skólanna áskorun vegna stöðunnar
og boðuðu til borgarafundar.
„Krafa um tafarlausa leiðrétt-
ingu á rekstrarhalla skólanna er
harkaleg þegar horft er til raun-
verulegrar fjárhagsþarfar þessara
tveggja menntastofnana,“ bókaði
meirihluti bæjarstjórnar.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokks sátu hjá. Þeir sögðust hafa
áhyggjur af fjárhagsstöðu fram-
haldsskóla en fullyrðingar um nið-
urskurð til skólanna væru rangar.
„Hefði bæjarfulltrúum Samfylk-
ingar og VG verið nær að líta sér
nær og bregðast við á ríkisstjórn-
artímabili eigin flokka þegar
fjallað er um núverandi stöðu
þessara skóla,“ bókuðu þeir. - gar
Bæjarstjórn vill endurskoðun fjárveitinga til framhaldsskóla í Hafnarfirði:
Borgarafundur um niðurskurð
IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI Nem-
endur og starfsfólk framhaldsskóla í
Hafnarfirði boða til borgarafundar um
fjárhagsstöðu skólanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LANDBÚNAÐUR Kúabændur fá ekki
hærri ríkisstyrki þó mjólkurkvót-
inn sé aukinn. Afurðastöðvar ætla
að greiða fullt verð fyrir mjólk
sem framleidd er umfram kvóta á
þessu ári.
„Framleiðslustyrkir sem við
fáum í gegnum búvörusamning-
inn eru föst upphæð og hún breyt-
ist ekki þó mjólkurkvótinn sé auk-
inn. Eftir því sem kvótinn eykst
deilist styrkurinn á fleiri lítra,“
segir Sigurður Loftsson formaður
Landssambands kúabænda.
Vegna aukinnar neyslu á fiturík-
um mjólkurafurðum hefur verið
ákveðið að auka mjólkurkvótann
um 7 milljónir lítra á næsta ári eða
úr 116 milljónum lítra í 123 þús-
und lítra.
Undanfarin ár hafa bændur
framleitt 6 til 8 milljónir lítra
af mjólk umfram kvóta. Afurðir
úr umframmjólkinni hafa verið
fluttar út og hafa bændur fengið
um 40 krónur fyrir lítrann. Guðni
Ágústsson framkvæmdastjóri
Samtaka afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði segir að búið sé að semja
við bændur um að þeir fái greitt
sama verð fyrir umframmjólkina
og þeir fá fyrir kvótamjólkina, það
er 82 krónur fyrir lítrann. - jme
Afurðastöðvar greiða meira fyrir umframmjólk:
Mjólkurkvótinn á
næsta ári aukinn
MEIRI MJÓLK Eftirspurn eftir fituríkum mjólkurafurðum hefur aukist mikið síðustu
mánuði og hafa afurðastöðvar samið við bændur um að borga jafn mikið fyrir
umframmjólkina og kvótamjólkina eða 82 krónur fyrir lítrann. FRETTABLAÐIÐ/GVA
■ Styrkir til kúabænda nema 6,3
milljörðum á þessu ári. Mjólkur-
kvótinn er 116 milljónir lítra.
■ Beingreiðslur nema 45,75 kr. á
lítra. Kynbóta- og þróunarfé er
1,36 kr. á lítra. Gripagreiðslur eru
5,41 króna á lítra.
■ Aðrar greiðslur, ótengdar fram-
leiðslu, nema 1,58 krónum á
hvern lítra. Ríkið greiðir 54,10
krónur í framleiðslustyrk á hvern
mjólkurlítra.
660 KÚABÚ FÁ STYRKI
TAÍLAND, AP Tólf hundruð stjórn-
arandstæðingar réðust í gær inn
í höfuðstöðvar taílenska hersins
í Bangkok. Þar óskuðu þeir eftir
aðstoð hersins við að koma for-
sætisráðherra landsins, Yingluck
Shinawatra, frá völdum, og fóru
langleiðina með að kalla eftir
valdaráni hersins.
Fjöldi fólks hefur síðustu daga
tekið þátt í mótmælum í Taílandi
og krafist þess að Shinawatra segi
af sér. Mótmælin, sem hafa að
mestu verið friðsamleg, hafa nú
teygt anga sína út fyrir höfuðborg
landsins og inn í nálægar borgir
og vakið ótta um aukinn óstöðug-
leika í landinu.
Shinawatra, sem hefur setið
í embætti forsætisráðherra frá
árinu 2011, sagði í viðtali við BBC
í gær að hún hygðist ekki boða til
nýrra þingkosninga.
„Þú verður að spyrja hvort nýjar
kosningar myndu fullnægja kröf-
um mótmælenda,“ sagði Shina-
watra, sem biðlaði fyrr í vikunni
til stjórnarandstæðinga um að
stöðva mótmælin.
Sjö ár eru liðin síðan taílenski
herinn steypti Thaksin Shina-
watra, bróður forsætisráðherrans,
af stóli í kjölfar ásakana um spill-
ingu og önnur brot í starfi. Hann
býr nú í Dúbaí en mótmælendur
segja að Shinawatra sé einungis
leppur bróður síns.
Mótmælendurnir hafa áður sagt
að markmið þeirra sé ekki einung-
is að koma Shinawatra frá völdum,
heldur einnig að koma í veg fyrir
að bróðir hennar hafi áfram sterk
ítök í taílenskum stjórnmálum.
Shinawatra hefur hingað til ekki
reynt að koma í veg fyrir mótmæl-
in og lögregla og her landsins hafa
leyft þeim að hafa sinn gang.
Forsætisráðherrann og ríkis-
stjórn hennar héldu í fyrradag
velli þegar 297 þingmenn taí-
lenska þingsins greiddu atkvæði
gegn vantrauststillögu stjórnar-
andstöðunnar. haraldur@frettabladid.is
Báðu herinn
um aðstoð
Stjórnarandstæðingar réðust í gær inn í höfuðstöðvar
taílenska hersins. Þeir krefjast þess að forsætis-
ráðherra landsins, Yingluck Shinawatra, segi af sér.
Mótmælin í landinu hafa hingað til verið friðsamleg.
MIKIL ÓÁNÆGJA Mótmælendurnir
biðu í höfuðstöðvum hersins í um tvo
klukkutíma áður en þeir héldu friðsam-
lega á brott. NORDICPHOTOS/AFP.