Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 114
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 74 Það er sama hvar borið er niður í mannkynssögunni, alls stað-ar spretta upp magnaðar sögur sem krefjast þess að vera sagðar. Aldrei þessu vant vannst mér ekki pláss til að rekja flækjusögu síð- ustu viku til enda, og kannski ekki að undra því þar var gríðarleg saga á ferð og átti eftir að reynast í meira lagi áhrifarík. Það er sagan um Heraklíus Býsanskeisara og Khosrá Persakóng, en þar var komið þeirri sögu að sá síðarnefndi Persakóngur virt- ist standa með pálmann í höndunum, hann hafði lagt undir sig nokkur þau lönd sem höfðu allt frá því á fyrstu öld fyrir Krist til- FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson getur ekki annað en dáðst svolítið að her- ferð Heraklíusar Býsanskeisara sem bjargaði ríkinu undan Persum, en það var reyndar skamm- góður vermir. STÓRVELDIN RÍÐA HVORT ÖÐRU AÐ FULLU VÍGVÖLLURINN VIÐ NÍNÍVE. heyrt Rómaveldi og síðan Býsans: Sýrland, Egiftaland, Palestínu. Eftir stóð Býsans- ríkið með ýmsar lendur í Norður-Afríku og hér og hvar á Ítalíu, en var líka lemstrað á Balkanskaga og jafnvel í Litlu-Asíu sjálfri (nú Tyrklandi) þar fóru persneskir herir um eins og þeim sýndist og veifuðu bryntröllum sínum í augsýn íbúa í Konstantínópel. Þetta var laust upp úr árinu 620 og þá voru 150 ár síðan Rómaveldi féll í Vestur-Evrópu, nú virtist allt útlit fyrir að austurhlutinn færi sömu leið. Og svo sem mála sannast að það var aðeins með naumindum sem hægt var að kalla Býsansríkið „rómverskt“ þegar hér var komið sögu, Heraklíus hafði til að mynda lagt af latínu sem opinbert tungu- mál ríkisins og tekið upp grísku. Latína hafði reyndar aldrei verið töluð af þorra fólks í Býsansríkinu og yfirstéttin hafði líka lagt hana af fyrir löngu en menn höfðu þó puðað við að nota hana áfram í hinni æðstu stjórnsýslu við keisarahirðina – nú var það brúk líka fyrir bí og stjórnvaldsákvarðanir Heraklíusar keisara voru festar á papýrus með hinum mjúku línum grískunnar en ekki harðneskjulegum strikum latínuletursins. En var þetta of seint í rassinn gripið hjá Heraklíusi? Yrði grískan fljótlega úrelt líka við Hellusundið þar sem Konstantínópel stóð á rústum hinnar gömlu grísku borgar Býz- antíum? Mundi persneska brátt hljóma þar milli múrveggjanna þegar Khosrá kóngur og liðsmenn brytust inn í borgina og stæðu yfir höfuðsvörðum Heraklíusar? Guð hjálpi Rómverjum Já, vissulega var allt útlit fyrir það. Her- aklíus hafði fram að þessu sýnt lítinn dug við varnir borgarinnar og ríkisins, hann hlýtur að hafa hugsað öðruhvoru til þeirrar stundar þegar hann steypti fyrirrennara sínum Phocasi af stóli og Phocas hæddist að honum og spurði hvort honum myndi nokk- uð takast betur upp en sér við ríkisstjórn- ina, en þessu reiddist Heraklíus svo að hann drap Phocas eigin hendi. En nú var sem sé útlit fyrir að stefndi í svo magnað klúður hjá Heraklíusi að ríkið sjálft myndi varla lifa það af, og Heraklíus íhugaði að yfirgefa höf- uðborgina og láta hana Persum eftir – enda sáust kyndlar þeirra flökta í námunda við borgina þegar rökkvaði og Heraklíus hafði ljóslega ekki bolmagn til að hrekja þá brott. Hann hafði þegar árið 615 látið slá nýjan pening með áletruninni „Deus adiuta Rom- anis“ sem þýðir „Guð hjálpi Rómverjum“, því Býsansmenn kölluðu sig ennþá Róm- verja þótt þeir væru hættir að tala latínu og létu sig litlu skipta borgina á Tíberbökk- um, en svona vesældarleg og veimilitítuleg áletrun hafði aldrei verið á rómverskum peningi, þar höfðu menn treyst í þúsund ár á herinn og harðneskjuna, en ekki verið með bænakvak þegar hætta steðjaði að. Enda dugði þessi bæn lítt eða ekki, Persakóngur hélt áfram í mörg ár að lima sundur Býsans- ríkið og þegar hann náði Egiftalandi hafði hann sent Býsanskeisara svohljóðandi bréf: „Khosrá, mestur guða og herra heims- ins, skrifar Heraklíusi, hinum illa og vit- skerta þræli sínum. Hví neitar þú enn að gangast undir ok vort og kallar þig kóng? Hef ég ekki lagt Grikkina að velli? Þú segist treysta guði þínum. Því hefur hann þá ekki frelsað úr mínum höndum Caesareu og Jerúsalem [í Palestínu] eða Alexandríu? Og munum vér ekki einnig eyðileggja Konstantínópel? En ég mun fyrir- gefa þér ruglið ef þú lýtur oss og kemur hingað með konu þinni og börnum, og ég mun gefa þér spildu með vínviðarrunnum og ólífulundi og líta hlýlega til þín. Ekki blekkja sjálfan þig með trú á þennan Krist, sem ekki tókst að bjarga sér undan Gyðingunum sem drápu hann með því að negla hann á kross. Jafnvel þótt þú reynir að fela þig dýpst á hafsbotni, þá munum vér rétta út hönd vora og klófesta þig, hvort sem þú vilt eða ekki.“ Svona bréf hefur ekki verið skemmtilegt fyrir Býsanskeis- ara að fá, og draugar Ágústusar, Konstanínusar og Jústiníanus- ar hafa áreiðanlega hrist hausinn ávítandi yfir Heraklíusi þegar hann þurfti að hlýða á þennan boðskap. Ekki síst af því lengst af var ekki útlit fyrir annað en að Heraklíus yrði að láta þessa ósvífni yfir sig ganga. En rétt í þann mund að keisar- inn ætlaði að lúpast brott frá Konstantínó- pel og leita hælis í Karþagó, þá taldi Sergíus nokkur í hann kjark, enginn smákall reynd- ar, heldur patríarkinn í höfuðborginni, sem sé æðsti maður kirkjunnar, hann beinlínis skipaði Heraklíusi að snúa tafarlaust vörn í sókn gegn Persum, ekki vera með þennan aumingjaskap, og Sergíus opnaði fjárhirslur kirkjunnar og þangað sótti Heraklíus nú ógrynni fjár til að borga nýjan her sem stefnt skyldi til úrslitaorrustu gegn Persum. Og hann hafði fleiri klær úti – hækkaði skatta, lækkaði laun embættismanna um helming, lagði þungar sektir á spillta stjórn- málamenn, og fékk að bræða niður heilmik- ið af bronsstyttum og skrautgripum kirkj- unnar til að afla málma í vopn. Sumarið 622 hélt Heraklíus burt frá Konstantínópel með her sinn, hann lét sér ekki til hugar koma að eyða orku í persneskar sveitir í nágrenni borgarinnar, heldur stefndi inn í miðja Litlu- Asíu þar sem hann þjálfaði nýja dáta sína sumarlangt – um haustið vann hann frægan sigur á einum helsta herforingja Persa, sem Sharbaraz hét, þar með var mestum þrýst- ingi létt af höfuðborginni. Sumarið eftir þurfti Heraklíus að bregðast við hættulegri árás Avara á Balkanskaganum, þeir frænd- ur Húnanna ætluðu að nota sér vandræði Býsansmanna í Litlu-Asíu til að ná höfuð- borginni og munaði minnstu að þeir næðu að handsama keisarann sjálfan, Heraklíus komst undan á flótta og varð svo að borga Avörum gríðarmikinn pening fyrir að láta sig í friði meðan hann hélt aftur í austurveg þar sem þrír persneskir herir biðu. Örmagna ríki Herferð Heraklíusar gegn Persum árin 624- 627 var einhver magnaðasta slagsmálasaga í samanlagðri sögu Rómaveldis og Býs- ans. Allt í einu var eins og nýr maður væri fæddur. Heraklíus sýndi bæði dirfsku og hugmyndaauðgi þegar hann braust með her sinn fyrst til Armeníu og sótti síðan inn í Mesópótamíu og tók að ógna hjarta Persa- veldis. Þessi keisari, sem hingað til hafði virst makráður og sérhlífinn, barðist nú skyndilega eins og óður maður og tókst að sigra hvern persneska herinn af öðrum – hann lét sig einu gilda þótt óvígur Persaher settist um Konstantínópel, heldur hélt áfram að herja í austrinu eins og ekkert væri, og hann náði að afla sér óvæntra banda- manna, sem var ný þjóð sem kom úr Litlu-Asíu og hafði lítið heyrst af áður, það voru Tyrkir. Heraklíus hét að gefa foringja Tyrkja dóttur sína að launum fyrir aðstoð, en þegar til kom voru Tyrkir reynd- ar ótryggir bandamenn og lítið á þeim að græða. Heraklíus stóð einn – og næstum eins og tragísk hetja rambaði hann hvað eftir annað á barmi glötunar, þar sem hann þvældist með her sinn um óvinaslóðir, en ótrúlegt nokk, hann hafði sigur að lokum, í mikilli þoku þann 12. desember árið 627 náði býsanski herinn að gersigra þann persneska við Níníve, hina fornu höfuðborg hinna grimmu Assyríumanna. Þá kom í ljós að ekki bara Býsansmenn heldur líka Persar höfðu gengið fram af sér í þessu langvinna þrotlausa stríði stórveldanna – kraftar þeirra voru á þrotum, herveldi Khosrás féll saman eins og spilaborg og á örfáum misserum náðu Býsansmenn aftur Sýrlandi, Palestínu og Egiftalandi. Khosrá var steypt af stóli af reiðum pers- neskum aðalsmönnum sem kunnu ekki að meta stjórn hans á stríðinu við Býsans, það var raunar sonur Khosrás sem settur var yfir valdaránið, og hann lét drepa karl föður sinn, og þannig fór fyrir kónginum mikla sem hafði hreykt sér svo hátt í bréfinu til Heraklíusar. Hafði Heraklíus þannig sigrað að lokum? Hafði honum tekist með sinni mögnuðu og ógleymanlegu herferð að bjarga ríki sínu frá hruni og glötun? Já – og nei. Svo örmagna var ríki hans, þrátt fyrir sigurinn, að aðeins fáeinum árum seinna höfðu Býsansmenn aftur misst öll Miðausturlönd, en nú ekki í hendur Persa, því ríki þeirra var gersam- lega hrunið, heldur nýrrar árásarþjóðar úr þeirri óvæntu átt suðri, sem voru Arabar. Vopnaðir nýrri trú hirtu þeir öll Miðaustur- lönd og Persíu af hinum örþreyttu stórveld- um. En ef þeir Khosrá og Heraklíus hefðu – eins og fyrri leiðtogar Býsans og Persíu – haft vit á að semja áður en í óefni var komið, þá er eins víst að Aröbum hefði ekkert orðið ágengt, og þá er ekki víst að nokkuð hefði orðið úr trúarbrögðunum íslam. Herferð Heraklíusar gegn Persum árin 624-627 var einhver magnaðasta slagsmála- saga í sam- anlagðri sögu Róma- veldis og Býsans. Allt í einu var eins og nýr maður væri fæddur. Heraklíus sýndi bæði dirfsku og hugmynda- auðgi þegar hann braust með her sinn fyrst til Armeníu og … tók að ógna hjarta Persaveldis. Þessi keisari, sem hingað til hafði virst makráður og sérhlífinn, barðist nú skyndilega eins og óður maður …“ Hönnun og handverk í Kópavogi Safnaðarheimili Kópavogskirkju Laugardaginn 30. nóvember kl. 12-18 Andreu Kerti Ástrós Steingrímsdóttir Bolabítur Cool Design Dagmar Valsdóttir Elsku Alaska Evuklæði Svava Eygló Karólína Design Fluga design Gallery Maja / Kalma design Guðrún Kolbeins Design Gunnlaug Hannesdóttir Hanna Júlía Hafsteinsdóttir jbj design Kristrún Tómasdóttir Maria del Carmen Nadine Prjónafabrikkan Rannveig Tryggvadóttir rolla ÍSAFOLD design Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir Vala Björg Arnardóttir Þuríður Ósk Sölusýning þar sem 24 aðilar úr Kópavogi sýna íslenska listiðn, handverk og hönnun. Þetta er einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir verða á staðnum og kynna vörur sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.