Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 90
KYNNING − AUGLÝSINGKirkjur LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 20134 AGNES BLESSAÐI KÆRLEIKSKÚLUNA Fyrsta Kærleikskúlan 2013 var afhent í vikunni. Það var Hrefna Haraldsdóttir sem fékk hana afhenta fyrir störf sín í þágu fatlaðra. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti ávarp við athöfnina og blessaði Kærleikskúluna. Hún ræddi um umhyggju og kærleika og lét þess meðal annars getið að jóladagatal kirkjunnar í ár fjallar um kærleikann. Kærleikskúlan í ár heitir Hugvekja og er hönnuð af Ragnari Kjartanssyni listamanni. Kúlan er nú seld í ellefta sinn en hún er gefin út af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og er allur ágóði af sölu hennar notaður til að efla barna- og unglingastarf félagsins í Reykjadal. Ragnar skrifar um Kærleikskúluna: Það var jólanótt árið 1998 og ég sat niðri í stofu með föður mínum. Aðrir voru farnir í háttinn, kertin voru að brenna upp og það rigndi ofan í jólasnjóinn. Faðir minn verður yfirleitt svolítið drukkinn á jólunum og honum finnst mikilvægt að nota hátíðleikann til að lesa syni sínum lífsreglurnar. Þessi jól var hann í sérstaklega miklu stuði. Við reyktum vindla og hann var með koníaksglas í hendinni. Skyndilega sagði hann með þungum andardrætti: „Ragnar, ég þarf að segja þér eitthvað það mikilvægasta sem ég mun nokkurn tíma segja þér.“ Hann lokaði augunum og það var löng þögn. Svo sagði hann: „Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja“. Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig. Nú prýðir þessi sanna mótsögn Kærleikskúluna. Það er einmitt mótsögnin sem alltaf situr í mér, sérstaklega á jólunum þegar við hlustum á prestinn tala í útvarpinu, poppararnir syngja um kærleik og frið og við hugsum um stóra hluti. En lífið er aldrei „annaðhvort eða“ – aldrei annaðhvort harmþrungið eða gleðilegt, aldrei svart eða hvítt. Við lifum og deyjum á gráa svæðinu. Þar byggjum við okkar bústað. Hlutskipti okkar, hvers og eins, er bæði sorglegt og fallegt. Kærleikskúlan verður til sölu víða frá 5. til 19. desember. ELSTU KIRKJUR LANDSINS Dómkirkjan á Hólum var byggð á árunum 1757-63 úr steini og vígð 1763. Hún telst elsta kirkja landsins. Kirkjan að Gröf á Höfðaströnd gæti þó mögulega talist eldri að stofninum til en byggingarsögu hennar má rekja aftur á 17. öld. Kirkjan var lögð niður 1765 og notuð sem skemma. Skipt var um allan við í kirkjunni 1950 og hún endurvígð 1953. Bænahúsið á Núpsstað í Fljóts- hverfi má einnig rekja aftur til 17. aldar. Lítið er þó af upprunalegu byggingarefni í húsinu en það var endurbyggt árið 1972 . Viðeyjarkirkja var hlaðin úr steini á árunum 1767 til 1774 og telst næstelsta steinkirkja landsins. Landakirkja í Vestmannaeyjum var byggð á árunum 1774 til 1778 og telst þriðja elsta kirkja á Íslandi. Bygging Dómkirkjunnar í Reykjavík hófst árið 1787. Hún var vígð árið 1796 Bessastaðakirkja var byggð á árunum 1773 til 1823. Hún var vígð árið 1796. Víðimýrarkirkja í Skagafirði var reist árið 1834. Heimild: Wikipedia.org FYRSTA KERTIÐ MINNIR Á FYRIRHEIT SPÁMANNA Fyrsti í aðventu er á morgun, sunnudaginn 1. desember. Dagurinn markar upphaf nýs kirkjuárs og hefst um leið form- legur jólaundirbúningur í kirkjum landsins. Mörg heimili setja upp aðventukrans og kveikja á fyrsta kertinu þann daginn auk þess sem kveikt er á fyrsta kertinu í sunnudagsskólum landsins. Aðventukransinn ber fjögur kerti. Fyrsta kertið sem kveikt er á heitir Spádómskerti og á að minna á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins sem höfðu sagt fyrir um komu spámanns- ins. Annan í aðventu er kveikt á Betlehemskertinu sem er ætlað að beina athygli að borginni Betlehem þar sem Jesús fæddist. Þriðja kertið heitir hirðakerti en þar er vísað í að fátækir og ómenntaðir fjárhirðar fengu fyrstir tíðindin um fæðingu Jesú. Fjórða í aðventu er svo kveikt á síðasta kertinu sem nefnist englakerti. Það minnir okkur á þá sem fluttu fregnina um fæðingu frelsarans. Aðventukransinn byggir á norður-evrópskri hefð en siðurinn barst ekki til Íslands fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Upphaf- lega var hann notaður sem skraut í verslunum og veitingahúsum en þeir urðu algengir á heimilum á sjöunda áratug síðustu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.