Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 68
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4
Sigvaldi Jóhannesson, matreiðslu-maður í mötuneyti Tækniskólans í Reykjavík, er einn fjölmargra veiði-
manna hérlendis sem eldar jólamatinn úr
því sem hann hefur veitt eða skotið. Sjálf-
ur ólst hann upp með veiðistöng í hendi
en hóf þó ekki skotveiðar fyrr en fyrir sjö
árum. Í ár verður boðið upp á rjúpur, gæs
og önd yfir jólin og hlakka fjölskyldumeð-
limir mikið til. „Veiðar eru stór hluti af
lífi mínu. Ég er mikið í laxveiði á sumrin
auk þess sem skotveiðar hafa bæst við
síðustu árin. Segja má að rjúpan sé fastur
réttur á jólaborði fjölskyldunnar auk þess
sem önd og gæs skipa oft stóran sess þar.
Auðvitað elda ég líka þennan klassíska
hamborgarhrygg enda finnst konunni og
börnunum hann alltaf jafn góður.“
GÆSAPOTTRÉTTUR Í UPPÁHALDI
Uppáhaldsréttur Sigvalda er þó gæsa-
pottréttur sem hann segir sérstaklega
ljúffengan. „Þetta er einfaldlega geð-
veikur pottréttur. Ég elda hann oft um
jólin og bara alltaf þegar tækifæri gefst
til. Hann er í sjálfu sér einfaldur í fram-
kvæmd þótt það taki smá tíma að elda
hann. Bláberjasultan gefur dásamlegt
bragð ásamt villisveppaostinum og
grænmetinu. Með pottréttinum ber ég
yfirleitt fram heimagert rauðkál og rótar-
grænmeti.“
VILLIBRÁÐIN ER HOLL OG GÓÐ
Þegar Sigvaldi er ekki að elda ofan í
svanga framhaldsskólakrakka sér hann
um matreiðslu í ýmsar veislur, bæði
stórar og smáar, undir nafninu Matur ehf.
„Villibráðarveislur eru mjög vinsælar á
þessum árstíma og þar vinn ég allt
frá grunni, reyki til dæmis
sjálfur svartfuglinn sem ég
veiði, skýt og úrbeina
hreindýrið, gref gæs-
ina og laxinn og laga
gæsalifrarkæfuna
sjálfur frá grunni.
Þar elda ég alltaf úr-
val rétta úr íslenskri
villibráð og vekja
réttirnir alltaf jafn
mikla lukku. Íslenska
villibráðin er sérstaklega
góð, holl og fitulítil og
býður upp á óendan-
lega möguleika í
matreiðslu.“
UPPÁHALDS
GÆSAPOTTRÉTTURINN
1 laukur
2 gulrætur
Ferskt rósmarín, nokkrar greinar
Ferskt garðablóðberg, nokkrar greinar
2 gæsalæri
2 gæsabringur
1 villisveppaostur
2 matskeið bláberjasulta
Smá púrtvín
Kjúklingakraftur, 11/2 teningur
Smælki (litlar kartöflur)
1 dl rjómi
Maizena-mjöl
Grænmeti og
gæs er brúnað á
pönnu. Salti og
pipar er stráð yfir
allt saman. Vatni
bætt út í og látið
flæða rétt yfir hrá-
efnið og soðið í tvær
klukkustundir.
Allt hráefnið sigtað í
sér pott og gæsin skorin
í bita út í. Villisveppa-
ostur skorinn í litla bita
og bætt út í ásamt
bláberjasultu, kjúk-
lingakrafti og smá
púrtvíni. Rjóma bætt
út í og þykkt með
maizenamjöli.
Smælkinu bætt út í
sósuna. Borið fram
með rauðkáli og rótar-
grænmeti. ■ starri@365.is
FITULÍTIL
„Íslenska villibráðin
er sérstaklega góð,
holl og fitulítil og
býður upp á óend-
anlega möguleika í
matreiðslu."
JÓLAVEISLA ÚR
ÍSLENSKRI NÁTTÚRU
JÓL VEIÐIMANNSINS Fjölmargir veiðimenn nýta jólahátíðina til að elda
gómsæta rétti úr veiði sumarsins og haustsins. Villtur lax, rjúpa, gæs og önd
eru meðal þeirra hráefna sem sjást á borðum veiðimanna.
Sigvaldi ásamt
tengdaföður sínum og
hundinum Boss eftir
góða veiði á grágæs og
stokkönd.
Einiberjagrafið dádýr á
veislubakka.
Sigvaldi Jóhannesson,
matreiðslumaður og
veiðimaður, ásamt
hundinum Boss eftir
góðan veiðidag.
Úrval af villibráð;
reyktur svartfugl,
gæsalifrarkæfa,
grafin gæs og
krónhjörtur.
Íslenskt hreindýr
sem Sigvaldi skaut,
borið fram með
rauðkáli, waldorf-salati,
rótargrænmeti og önd.
MYNDIR/ÚR EINKASAFNI
Gæsalifrarkæfan hans Sigvalda er ljúffeng. Grafin gæs sem Sigvaldi hefur
veitt og grafið sjálfur.
IÐA ZIMSEN Vesturgata 2a 101 Reykjavík sími 511-5004
Hinsegin bókavaka á laugardaginn kl. 18
í IÐU Zimsen Vesturgötu 2a
Sjón og Jónína Leósdóttir lesa úr og ræða nýútkomnar bækur sínar auk þess sem lesið verður úr fleiri verkum.
Kynnir kvöldsins er Þorvaldur Kristinsson. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir!
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
FÁTÆKT
Styrktu verkefni Barnaheilla og sendu SMS með textanum „jol“ í síma
903 1510 - 903 1520 - 903 1550 fyrir 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.
www.jolapeysan.is
12 ára drengur á höfuðborgarsvæðinu