Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 44
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44
1991-2000
Skólastjóri Gagnfræða-
skóla Mosfellsbæjar.
Viðtalið við Ragnheiði er
hægt að sjá í þættinum
Pólitíkin á www.visir.is.
visir.is
1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 20101969 1988 19911983 2013200720022001
STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA
Höskuldur
Kári Schram
hoskuldur.schram@365.is
Þjóðaratkvæða-
greiðsla um ESB
Ragnheiður er fylgjandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður
um ESB. Hún vill þó bíða eftir skýrslu
utanríkisráðherra um málið. „Ég
taldi og ég tel að það sé ætlun okkar
að spyrja þjóðina hvort halda eigi
þessum viðræðum áfram
eða ekki.“
Krónan
„Hún hefur stundum reynst okkur
ömurlega en stundum verið okkur
hagfelld. Krónan er lítill gjaldmiðill
og á meðan við göngum ekki inn í
eitthvert myntbandalag þá þurfum
við að horfa til þess að tengja hana
við aðra gjaldmiðla og þá gjaldmiðla
þeirra þjóða sem við eigum
í mestum viðskiptum við.“
Reykjavíkur-
flugvöllur
„Það er alveg ljóst í mínum huga sem
fyrrverandi sveitarstjórnarmaður og
sem þingmaður að skipulagsvaldið
er á höndum Reykjavíkurborgar hvað
þetta varðar [...] ríkið á ekki neinn
rétt á því að koma inn og ráðskast
með skipulagsmál borgarinnar eða
annarra sveitarfélaga.“
Dýrar rannsóknarnefndir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, vill herða reglur varðandi rannsóknarnefndir Alþingis
og segir nauðsynlegt að setja fastan ramma utan um lengd og rekstrarkostnað slíkra nefnda.
2002-2007
Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ
2007-
Alþingismaður.
2013 Formaður
þing flokks Sjálfstæðis-
flokksins.
1969
Stúdentspróf MA.
1988 Próf í
uppeldis- og
kennslufræði HÍ.
1991 BA-próf
í íslensku HÍ.
2002 Framhaldsnám í menntunar- og uppeldis-
fræðum með áherslu á stjórnun KHÍ.
1983-1991 Kennari
við Gagnfræðaskólann
í Mosfellsbæ.
2001-2002
Skólastjóri
Hjallaskóla í
Kópavogi.
MENNTUN OG HELSTU STÖRF
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
2002-2007 Bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
ÞESSI KOSTNAÐUR RÍKISSTJÓRNARINNAR
SEM EKKI VAR GERT RÁÐ FYRIR Í SÍÐUSTU
FJÁRLÖGUM ERU BIÐLAUN FRÁFARANDI
RÁÐHERRA OG AÐSTOÐARMANNA ÞEIRRA
Ekki of mikill sveigjanleiki | Kostnaður vegna rannsóknar-
nefnda Alþingis hefur farið langt fram úr áætlun samkvæmt frumvarpi
til fjáraukalaga sem lagt var fram á Alþingi í vikunni. Heildarkostnað-
ur er kominn upp í rúmar 800 milljónir en um er að ræða annars vegar
rannsóknarnefnd um Íbúðalánasjóð og hins vegar rannsóknarnefnd um
fall sparisjóðanna. Sú fyrrnefnda skilaði skýrslu í sumar en sú síðar-
nefnda hefur enn ekki lokið störfum. Upphaflega stóð til að vinnunni
myndi ljúka um mitt ár 2012. Ragnheiður segir nauðsynlegt að endur-
skoða tíma- og útgjaldaramma í tengslum við rannsóknarnefndir. „Það
er algjörlega ljóst að við getum ekki leyft okkur, hvort sem við eigum
fullt af peningum eður ei, að setja á fót rannsóknarnefndir sem hafa
svona víðtækar heimildir til tímafrestunar, til rannsókna og fjármagns,“
segir Ragnheiður og vill að Alþingi skoði málið. „Það má vera einhver
sveigjanleiki í tímaramma og einhver sveigjanleiki í fjármagni en ekki
upp á mörg hundruð milljónir.“
Fram kemur í fjáraukalögum að rekstarkostnaður ríkisstjórnarinnar
hefur aukist um eitt hundrað milljónir miðað við áætlun núgildandi fjár-
laga eða um ríflega 30 prósent. Ríkisstjórnin hefur enn fremur verið
gagnrýnd fyrir að fjölga ráðherraembættum og aðstoðarmönnum. Ragn-
heiður segir að biðlaun fyrrverandi ráðherra skýri þessa hækkun að
sumu leyti. „Þessi kostnaður ríkisstjórnarinnar sem ekki var gert ráð
fyrir í síðustu fjárlögum eru biðlaun fráfarandi ráðherra og aðstoðar-
manna þeirra. Þannig að þetta er ekki eingöngu kostnaður við núverandi
ríkisstjórn,“ segir Ragnheiður. Hún telur eðlilegt að sumir ráðherra séu
með tvo aðstoðarmenn líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
„Þetta er ráðuneyti sem er bæði efnahagsráðuneyti og fjármálaráðu-
neyti. Aðstoðarmennirnir hafa þekkingu hvor á sínu sviði. Við getum
líka horft til innanríkisráðherrans sem er með tvo aðstoðarmenn. Í því
ráðuneyti eru sveitarstjórnarmál, dómsmál og innanríkismál. Þannig
að það getur verið auðveldara að ná fram hagræðingu innan ráðuneyta
ef þar eru sérfræðingar sem koma að málum. Menn verða líka að hafa í
huga að þetta er starfsfólk sem fer [að loknu kjörtímabili] en verður ekki
eftir í ráðuneytinu,“ segir Ragnheiður.
Galinn spurningaþáttur | Ragnheiður hefur gagnrýnt spurninga-
þáttinn Vertu viss sem hóf göngu sína á RÚV í nóvember og hefur tekið
málið upp á Alþingi. „Mér finnst það algjörlega galið að Ríkisútvarpið
sé að taka upp og stílfæra hér heima einhvern þátt sem gengið hefur í
útlöndum [...] Mér finnst þetta ekki vera hlutverk RÚV. Ég hef sagt það
upphátt og ég get sagt það hvar og hvenær sem er. Þetta er eitt af því
sem verður skorið niður ef það þarf að draga saman því ekki hefur þetta
listrænt eða menningarlegt gildi.“
Óheflaðir þingmenn | Um 14 prósent landsmanna bera traust til
Alþingis samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands
sem var gerð í ágústmánuði síðastliðnum. Ragnheiður segir nauðsyn-
legt að bæta umræðuhefð á Alþingi. Þannig megi auka tiltrú og traust
almennings. „Það verður hver og einn þingmaður að velta fyrir sér
tungutaki sínu og orðfæri. Um leið og þingmenn gera það þá mun annað
fylgja í kjölfarið. Við erum stundum mjög óvægin og óhefluð,“ segir
Ragnheiður. Hún vill einnig breyta þingsköpum til að styrkja stöðu
stjórnarandstöðunnar á Alþingi og koma í veg fyrir málþóf. „Það verður
að finna þannig flöt að stjórnarmeirihlutinn geti ekki bara valtað yfir
minnihlutann þegar honum hentar. Mér finnst að það verði að tryggja
það með einhverjum hætti að minnihlutinn hafi alltaf það vopn að geta
með einhverjum hætti stöðvað mál. Það er nefnilega ekki þannig að öll
mál sem koma frá stjórnarflokkunum séu rosalega góð og að minni-
hlutinn hafi alltaf rangt fyrir sér,“ segir Ragnheiður.