Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 98
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 20136 Malaví er eitt fátækasta land ver- aldar. Landið er litlu stærra en Ís- land og þar búa rúmlega 16 millj- ónir manna. Um tveir þriðju landsmanna eru kristnir en fyrir flesta landsmenn snúast þó jólin ekki um jólagjafir og góðan mat heldur einfaldlega að eiga fyrir einhverjum mat. Guðmundur Rúnar Árnason hefur starfað fyrir Þróunarsam- vinnustofnun Íslands í Malaví í rúmt ár. Hann eyddi fyrstu jólum sínum þar í fyrra og segir þau hafa verið mjög frábrugðin þeim sem hann á að venjast á Íslandi. „Í fyrsta lagi getur veðrið varla verið ólíkara en hitinn hér kring- um jólin er á milli 25 og 35 gráður og oft sólskin þótt jólin séu á miðju regntímabili. Í öðru lagi er allstór hluti landsmanna múslímar, eða um 30% og þeir halda ekki upp á jól. Raunar eyddum við drjúg- um hluta af jólafríinu í héraði þar sem hlutfall múslima er um 70%. Í þriðja lagi er Malaví með fátæk- ustu löndum á jarðkringlunni. Hinn almenni Malavi hefur því trúlega um annað að hugsa en jólahald. Í staðinn fyrir lúxus- áhyggjur eins og hvort þeir eigi að borða hamborgarhrygg eða rjúpu á aðfangadag snúast áhyggjurn- ar hjá þeim fátækustu frekar um það hvort takist að ná í eitthvað að borða fyrir börnin. Við það bætist að jólin eru á þeim árstíma þegar þrengst er í búi hjá flestum Malövum og matur frá síðustu uppskeru jafnvel uppurinn hjá sumum fjölskyldum og enn all- langt í þá næstu.“ Lítið um jólaskraut Að sögn Guðmundar rey na kristnir Malavar að gera sér daga- mun í mat og drykk yfir jólahátíð- ina hafi þeir tök á því. „Þá borða þeir hrísgrjón í stað nsima, sem er maísmauk og uppistaðan í fæðu Malava árið um kring, og ef til vill kjötbita, til dæmis kjúkling og kók eða bjór ef vel stendur á. Án þess að ég hafi heyrt minnst á jólakött- inn, þá reyna Malavar á jólum að klæðast sínu besta pússi og reyna að eignast „ný“ föt sem eru oftast keypt á markaði með notuð föt.“ Lítið er um jólaskreytingar í Malaví að sögn Guðmundar, nema þá helst í sárafáum versl- unum í höfuðborginni Lílongve. „Við eyddum jólum og áramót- um árið 2010 á Indlandi og þar var miklu meira um að vera. Þrátt fyrir þetta litla og fábreytilega til- stand með umgjörðina held ég að kristnir Malavar séu mun duglegri í að iðka helgihald og líklega meira með hugann við það en við eigum að venjast. Þeir kristnu Malavar sem ég hef kynnst eru bæði trúaðir og kirkjuræknir.“ Jólin hjá fjölskyldunni Síðustu jól voru þau einu Íslend- ingarnir í Malaví, eftir því sem Guðmundur veit best. Annar sonur þeirra hjóna kom þó í heim- sókn og íslenskur vinur þeirra, sem býr í Liverpool, ásamt konu sinni. „Við vorum heima á að- fangadag og jóladag, settum upp gervijólatré með ljósum og kúlum og höguðum okkur líkt og við gerum á Íslandi, gerðum sem sagt fátt annað en að lesa og borða. Annars fórum við víða með gest- ina, skoðuðum villt dýr og fórum niður að Malavívatni, þar sem við eyddum áramótunum.“ Hann segir að þau muni eyða jólunum á líkan hátt að þessu sinni. „Við eigum von á vinafólki frá Íslandi og hlökkum mikið til. Það er meiningin að sýna gest- unum eitthvað af umhverfinu og hvernig fólk býr. Ætli við verð- um samt ekki heima á aðfanga- dag. Hvað við borðum verður að ráðast, ég hef a.m.k. ekki áhyggj- ur af því að við töpum kjörþyngd. Það verða f leiri Íslendingar hér um jólin, a.m.k. ein eða tvær fjöl- skyldur. Við hittumst vafalítið eitthvað og reynum að skapa jóla- stemningu í sólinni.“ Halda jólin í Malaví Mikil fátækt ríkir í Malaví sem er í suðausturhluta Afríku. Stór hluti landsmanna er kristinn og heldur upp á jólin. Aðaláhyggjur þeirra snúast þó ekki um hvað skuli vera í matinn heldur hvort mat sé einfaldlega að fá. Mikil náttúrufegurð er í Malaví. MYND/ÚR EINKASAFNI Innfæddar konur í jólainnkaupum í fyrra. MYND/ÚR EINKASAFNI Guðmundur og fjölskylda halda jólin í Malaví annað árið í röð. MYND/ÚR EINKASAFNI Ný alþjóðleg ferðaskrif- stofa opnuð á Íslandi Ferðaskrifstofan Nazar, sem er með starfsemi í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi, var opnuð á Íslandi í nóvember. Nazar stend- ur fyrir sölu á ferðum til Tyrklands en flogið er beint frá Keflavík til Antalya einu sinni í viku í allt sumar. „Það er gamall draumur okkar að hefja starfsemi á Íslandi. Ætl- unin var að byrja mun fyrr en hrunið tafði þær áætlanir um nokkur ár,“ segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar á Norðurlönd- unum, sem telur tímasetninguna nú mjög góða til að hefja ferðir frá Íslandi. „Við erum afskaplega glöð og fögnuðum áfanganum í dag með risaköku sem skreytt var með íslenska fánanum.“ En er íslenski markaðurinn eftirsóknarverður? „Já, hann er það. Við stefnum á að selja tíu þúsund ferðir innan þriggja ára frá Íslandi. Til samanburðar erum við að selja fimmtán þúsund ferðir frá Dan- mörku, þrjátíu þúsund frá Svíþjóð en allt í allt seljum við um hundr- að þúsund ferðir árlega,“ segir Yamanlar en Nazar leggur töluverða áherslu á yngri kynslóðina og býður upp á íslenska barnaklúbba, dansskóla, sundskóla og einnig unglingaklúbba. Nazar er tíu ára gömul ferðaskrifstofa með skrifstofur í Malmö í Svíþjóð. Þar vinna þrjátíu manns en starfsfólkið er frá öllum Norður löndunum, þar á meðal Íslandi. Nazar er hluti af heimsins stærstu ferðasamsteypu, TUI Travel Plc., sem er með starfsemi í yfir 180 löndum. Nazar tilheyrir TUI Nordic-samsteypunni, sem er með aðalskrifstofur í Stokkhólmi og nær yfir leiðandi ferðaskipuleggjendur í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nazar er fyrsta TUI-fyrirtækið sem opnað er á Íslandi. Megináhersla Nazar er á lúxusfjölskylduferðir til Tyrklands. „Markmið okkar er að veita íslenskum gestum okkar íslenska þjón- ustu, til dæmis með íslenskum krakkaklúbbum og fararstjórn,“ segir Yamanlar, sem er yfir sig glaður yfir því hve mörg „like“ ferðaskrif- stofan hefur fengið á Facebook. „Á fjórða degi okkar á Facebook fengum við 2.200 læk á Íslandi, fleiri en þau læk sem við höfum feng- ið í Danmörku og Finnlandi á fimm árum,“ segir hann og hlakkar til að fljúga með íslenskar fjölskyldur til Tyrklands í sólina þar. Ferðaskrifstofan Nazar skipuleggur fjölskylduferðir til Tyrklands. bl ek ho nn un .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.