Læknablaðið - 15.03.2000, Side 5
UMRÆflfl 0 G FRETTIR
186 Af sj ónarhóli stj órnar:
Hugieiðingar um einkavæðingu
í heilbrigðisþjónustu
Eyþór Björgvinsson
187 Codex °8 tiyggingar
Guðmundur Helgi Pórðarson
189
Sameinum sjúkrahúsin í nýrri
byggingu
Alyktun stjórna LI og LR
191
Enn er deiit um gagnagrunninn
Þröstur Haraldsson
Viðauki B við rekstrarleyfi
gagnagrunns
C')rJ Mannaflaþörf í myndgreiningu
á næstu árum. Stefnir í óefni?
Pétur H. Hannesson
^ (jg Læknar munið söfnun vegna
málshöfðunar
Pétur Hauksson
Sýning á sögu lækningarann-
sókna sett upp í K-byggingu
Landspítalans
Félag eldri borgara mótmælir
lokun deilda á sjúkrahúsum
Hér á landi er rúm fyrir í það
minnsta fjögur líftæknifyrirtæki
Rætt við Bernharð Pálsson
stjórnarformann Urðar,
Verðandi, Skuldar
Þröstur Haraldsson
203 Að flnna upp hjólið Árni Björnsson
205 Alyktanir frá aðalfundi Geðlæknafélags Islands
206 Broshornið: Eg endurtek, nýr vettvangur Bjarni Jónasson
207 íðorðasafn lækna 120: Ofnæmishneigð Jóhann Heiðar Jóhannsson
208 Endurtengingar eggjaleiðara Reynir Tómas Geirsson, Auðólfur Gunnarsson
Bæklingur um holsjáraðgerðir
210 Lyfjamál 83 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og landlœkni
211 Gömul læknisráð: Tjarnarplásturinn Hallgerður Gísladóttir
212 Fundur Evrópusamtaka sérfræðilækna í Yínarborg 21.-24. október 1999 Páll Matthíasson
214 Ráðstefnur og fundir
216 Lausar stöður
224 Okkar á milli
226 Minnisblaðið
Sími Læknablaðsins er
564 4104
Bréfslminn er 564 4106
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
Veflistin hefur átt sér öfluga liðsmenn í
íslenskri nútímalist og í henni hefur verið
unnið úr ýmsum þemum, tengdum þjóð-
legri táknhefð jafnt sem formraenum við-
fangsefnum samtímalistarinnar. Ása
Ólafsdóttir hefur einmitt lengi staðið
framarlega í hópi þeirra sem hafa sam-
einað þessa tvo þætti og unnið jöfnum
höndum með hrein og einföld form, ís-
lenska náttúru og táknræn minni úr ís-
lenskri menningarsögu. Verk sín hefur
hún sýnt hér heima og víða um Norður-
lönd og er vefi eftir hana að finna i öllum
helstu söfnum hér á landi og i söfnum i
Svíþjóð þar sem Ása stundaði fram-
haldsnám við listiðnaðarskólann i Gauta-
borg.
Ása vinnur nú að myndröð sem hún
nefnir Lykla og er myndin á forsíðu
blaðsins úr henni. Nú sem áður sameinar
hún formræna rannsókn við íhugun um
táknmyndir og tengir hvort tveggja við
myndbyggingu sem minnir á form kven-
líkamans. Þannig áréttar hún að um
kvenlega skynjun sé að ræða í verkunum
og myndröðin verður eins konar lykill að
upplifun hennar sjálfrar sem konu. Mynd-
in á forsíðunni nefnist Lykill að hafi og í
henni eru hlutföll og form sem ganga
gegnum myndröðina alla, en jafnframt
hin greinilegu tákn skips og hafs sem
tilheyra þessum eina lykli. Formræn
tenging myndanna í röðinni gerirÁsu
kleift að fjalla um hvert viðfangsefnið af
öðru án þess að rjúfa heildina og þannig
nálgast hún eins konar uppgjör við veru-
leikann þar sem verkið, vefurinn, markar
persónulega sýn hennar á hin ýmsu svið
umhverfisins og tilfinningalifsins. En þótt
verkin séu persónuleg geta þau jafnframt
verið lyklar fyrir áhorfandann sem í gegn-
um þau skynjar enduróm af sinni eigin
reynslu og tengist þannig bæði listakon-
unni og sínu eigin umhverfi í nýjum fagur-
fræðilegum skilningi.
Jón Proppé
Leiðrétting
(síðasta tölublaði Læknablaðsins,
2/2000, féll niður nafn þess er ritar um
listamann mánaðarins. Pistillinn í 2.
tölublaði var skrifaður af Jóni Proppé.
Læknablaðið 2000/86 157