Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 14

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 14
FRÆÐIGREINAR / ERFÐAGREINING lega skyldra prótína sem kallaður hefur verið kjarna- viðtækjafjölskyldan (nuclear receptor superfamily) (7-11). Af þeim fjölda prótína sem tilheyra þessari fjölskyldu má nefna sykurstera-, estrógen-, D-víta- mín-, A-vítamín- og skjalkirtilshormónviðtækið. Skipta má andrógenviðtækinu og skyldum prótínum upp í fjóra byggingarhluta (12,13). Peir eru: 1) amínó- endi sem ber þann hluta viðtækisins sem miðlar örv- un á genaafskrift, 2) DNA bindisvæði sem inniheldur tvo svokallaða sínkfingur og þekkir sérstakar raðir í prómóter svæði gena, 3) hjararhluti sem ber markröð fyrir frumukjarna (nuclear targeting signal) og 4) sterabindistaður sem bindur andrógen. Þegar andró- gensteri hefur bundist viðtæki sínu í umfrymi verða breytingar í byggingu viðtækisins, sem valda því að það berst inn í kjarna frumunnar. Þar binst viðtakinn ákveðnum niturbasaröðum í prómóter svæði útval- inna gena og hefur áhrif á tjáningu þeirra. í gagnagrunni yfir allar stökkbreytingar, sem hafa fundist í andrógenviðtækinu (netfang http://www. mcgill.ca/androgendb/) er lýst rúmlega 300 mismun- andi stökkbreytingum (14). Þessar stökkbreytingar eru af ýmsum gerðum og valda mismiklum klínískum einkennum eftir því hve mikil áhrif þær hafa á lífefna- fræðilega virkni viðtækisins (1,2). I þessari rannsókn er íslenskri fjölskyldu lýst, þar sem fundist hafa tvær stúlkur með litningagerðina 46, XY og klínísk ein- kenni algjörs andrógenónæmis. Gerð var leit að stökkbreytingum í geni andrógenviðtækis stúlknanna og nánustu ættingjar voru einnig rannsakaðir. Efniviður og adferðir Úrtak: Blóðsýni voru tekin úr tveimur systradætrum sem höfðu litningagerðina 46, XY og höfðu greinst með klínísk einkenni andrógenónæmis. Sýni voru einnig tekin úr mæðrum þeirra, mæðrasystrum, móð- urömmu og ömmusystrum. Erfðaefnið var einangrað úr hvítum blóðkomum eins og áður hefur verið lýst (15) . Rannsóknin var gerð með upplýstu samþykki allra þátttakenda. Vísindasiðanefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur og Tölvunefnd gerðu ekki athugasemd við birtingu niðurstaðna. Fjölliðimarhvörf: Gerð var leit að stökkbreyting- um í geni andrógenviðtækis hjá stúlkunum tveimur með AIS. Allar átta útraðirnar í geni andrógenvið- tækisins voru fjölfaldaðar með því að nota 14 pör fákirna, en niturbasaröð þeirra hefur áður verið lýst (16) . Annað fákirnanna í þessum 14 pörum var merkt með bíótíni í 5'-enda. SSCP rannsókn: Svokölluð SSCP aðferð (single- stranded conformation polymorphism) var notuð til að finna stökkbreytingu í fjölfölduðum DNA bútum úr geni andrógenviðtækisins (16,17). Bútarnir voru rannsakaðir með því að blanda þremur uL af hverri fjölliðunarblöndu við þrjá pL af hleðslustuðpúða (95% formamíð, 20 mM EDTA, 0,05% brómófenól blátt og 0,05% xýlen cýanól). Blandan var hituð við 100°C í fimm mínútur og síðan snöggkæld á ís. Tveimur pL af sýnunum var hlaðið á 20% einsleitt PHAST pólýakrflamíð gel (Amersham Pharmacia Biotech). Fyrir hleðslu sýna voru gelin undirbúin með 10 meðalvolttímum við 5 mA, 1 W og 400 V. Sýnin voru fyrst rafdregin í tvo meðalvolttíma við 5 mA, 1 W og 25 V og síðan 450 meðalvolttíma við 5 mA, 1 W, og 400 V. Eftir rafdrátt voru DNA bútar í polýakrflamíð geli gerðir sýnilegir með silfurlitun. DNA niturbasaraðgreining: Sú útröð andrógen- viðtækis, sem gaf óeðlilegt SSCP mynstur við rafdrátt (niðurstöður ekki sýndar), var rannsökuð frekar með niturbasaraðgreiningu. Fyrir raðgreininguna voru DNA-bútar hreinsaðir úr fjölliðunarblöndum með QIAquick PCR Purification Kit frá Qiagen. Ein- strengja DNA-bútar voru síðan einangraðir með notkun á Dynabeads M-250 streptavidín (Dynal) og Dynal segli. Þessir bútar voru síðan raðgreindir sam- kvæmt aðferð Sangers með Sequenase™ Kit útgáfa 2.0 (USB), [a-15S]-dATP og þeim fákimum, sem not- uð voru til að fjölfalda viðkomandi útröð. Arfgerðargreining: Sérstök aðferð til arfgerðar- greiningar á R752Q samsætunni var þróuð, sem byggir á fjölliðunarhvarfi og skerðibútabreytileika. Tvö hundruð og níutíu basapara (bp) kjamsýrubútur, sem inniheldur útröð 5 í geni viðtækisins, var fjöl- faldaður í fjölliðunarhvarfi með hjálp fákimanna 5'- CAACCCGTCAGTAGTACCCAGACTGACC-3' og 5'-AGCTTCACTGTCACCCCATCACCATC-3' og voru 40 hringir endurteknir við hitastigin 93°C, 63°C og 72°C. Tveimur einingum af skerðiensíminu 5fluIIIA var síðan blandað við 10 pL af fjölliðunar- blöndu og skerðibútabreytileiki greindur með raf- drætti í 4% agarósu geli. Rannsókn á einstaklingum með eðlilega samsætu andrógenviðtækis gefur skerði- búta sem eru 139,107 og 44 bp að lengd, á einstak- lingum, sem eru arfblendnir með tilliti til R752Q sam- sætunnar, 183, 139, 107 og 44 bp; og hjá arfstökum (hemizygous) einstaklingum með tilliti til R752Q samætunnar, 183 og 107 bp. Niðurstöður Við fjölföldun og SSCP rannsókn á útröðum í geni andrógenviðtækis kom fram erfðabreytileiki í útröð 5 hjá stúlkunum tveimur með AIS (niðurstöður ekki sýndar). Aðrar útraðir gensins gáfu ekki merki um breytileika. Niturbasaröð útraðar 5 í geni andrógen- viðtækis stúlknanna var ákvörðuð og fundust basa- skiptastökkbreyting í amínósýrukóða 752 (mynd 1). Þar sem eðlilegur einstaklingur hefur röðina CGA var röðin CAA hjá stúlkunum. Samkvæmt erfðalykli (genetic code) hafa þessi basaskipti í för með sér að í stað argeníns í stöðu 752 í fjölpeptíðkeðju andrógen- viðtækisins kemur amínósýran glútamín (R752Q). Þessi amínósýra er staðsett í sterabindistað viðtækis- ins (mynd 2). Stökkbreytingunni R752Q í andrógen- viðtækinu hefur einu sinni áður verið lýst, en það var 164 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.