Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 20
FRÆÐIGREINAR / MAGALÆKNINGAR Fig. 1. H, pylorí positive patients (age and sex). sýklalyf) voru jafnframt send sýni úr slímhúð maga- bols til vefjagreiningar (histology) fyrir H. pylorí. Þær greiningar fóru fram á vefjarannsóknarstofunni í Glæsibæ, Reykjavík. Við vefjagreiningar var notuð hematoxýlín/eósín (H&E) litun. Næmi CLO rann- sókna er talið vera um 90% og sértæki um 98% (18). Næmi vefjagreiningar er talið vera 78% en sértæki þeirrar rannsóknar er allt að 100% (19). Fyrir hvern sjúkling sem tók þátt í rannsókninni var fyllt út þar til gert eyðublað með persónuatriðum, upplýsingum um fyrri lyfjameðferðir við H. pylorí, upplýsingum um niðurstöður CLO rannsókna og vefjagreininga, þar sem við átti, svo og upplýsingum um ábendingar og niðurstöður speglunarinnar. Við úrvinnslu gagna var notaður gagnabanki byggður á tölvuforritinu Microsoft® Access 97 (Microsoft Corporation, Redmond, USA) og við töl- fræðilega útreikninga var notað tölvuforritið Instat (GraphPad Software, San Diego, USA). Tölfræðileg marktækni var miðuð við p<0,05, tvíhliða og stuðst var við nákvæmnispróf Fishers og kíkvaðratspróf við útreikninga á p-gildum. Niðurstöður í rannsóknina komu 562 sjúklingar en unnt var að meta niðurstöður 458 sjúklinga (194 karla (42%) og 264 kvenna (58%)), eða 81,5% þeirra sem upphaf- lega voru skráðir í rannsóknina (562). Þeir voru á aldrinum sjö til 90 ára (meðalaldur 51,5 ár, staðal- frávik 18,8 ár). Karlar voru á aldrinum sjö til 90 ára, (meðalaldur 48,4 ár, staðalfrávik 19,3 ár) en konur voru á aldrinum 12 til 90 ára (meðalaldur 53,8 ár, staðalfrávik 18,1 ár). Við úrvinnslu gagna voru úti- lokaðir 104 sjúklingar (18,5%), 76 (13,5%) vegna þess að í Ijós kom að þeir höfðu áður fengið uppræt- ingarmeðferð H. pylorí (upplýsingar lágu ekki fyrir þegar þessir sjúklingar voru teknir inn í rannsóknina) og 28 (5%) vegna þess að ekki fundust fullnægjandi gögn um þá. Af 458 sjúklingum reyndust 220 (48%) H. pylorí jákvæðir en 238 (52%) H. pylorí neikvæðir. Af H. pylorí jákvæðum voru 98 karlar og 122 konur, eða 46% kvennanna en 50,5% karlanna. Þessi munur milli kynjanna á H. pylorí jákvæðum er ekki tölfræði- lega marktækur (p=0,3947). Af 220 H. pylorí jákvæðum einstaklingum voru 205 (93%) sem höfðu jákvæða CLO rannsókn úr magabol og 205 (93%) með jákvætt sýni úr maga- helli. Jákvæð sýni frá bæði magabol og magahelli komu fyrir hjá 190 einstaklingum eða 86% tilfella. Hlutfall H. pylorí sýkinga nær hámarki milli sex- tugs og sjötugs hjá körlum og er 72% en hjá konum nær hlutfall sýktra hámarki milli fertugs og fimmtugs og er 62%. Hjá báðum kynjum lækkar hlutfall ein- staklinga með virka sýkingu í elstu aldurshópunum. Mynd 1 sýnir hlutfall H. pylorí sýktra með tilliti til aldurs sjúklinga. Samband milli ábendinga tilvísandi lækna (ekki var gerður greinarmunur á meltingarsérfræðingum og öðrum læknum) og þeirra niðurstaðna sem hol- sjárskoðun leiðir í ljós er ekki gott. Einkum eru það ætisár sem eru ofgreind klínískt og því nefnd sem ábending fyrir holsjárskoðun en samsvörun milli klínískra greininga vélindabólga og þess að þær séu staðfestar með holsjárskoðun er meiri. A mynd 2 sést sambandið milli klínískra greininga og greininga með holsjárskoðun. Algengi H. pylorí sýkinga er hæst meðal sjúklinga með ætisár. Þannig eru 82% sjúklinga með skeifu- garnarsár jafnframt H. pylorí jákvæðir í þessari rann- sókn. Af sjúklingum með magasár reyndust hins veg- ar 60% H. pylorí jákvæðir. Þegar litið er á sjúklinga með ætisár sem einn hóp eru 69% þeirra með virka H. pylori sýkingu. Sjúklingar með maga- og skeifu- garnarbólgur eru í 57% tilvika H. pylorí jákvæðir. Sjúklingar með „heilmagabólgu" (pan gastritis) eru H. pylori jákvæðir í 82% tilvika, 63% sjúklinga með hellisbólgu (antral gastritis, gastritis B), 48% sjúk- 170 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.