Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.03.2000, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR / SVÆFINGALÆKNINGAR flókinn og krefst sérþekkingar. Ástand sjúklinganna er misjafnt og ýmsir þeirra eru illa á sig komnir vegna alvarlegra sjúkdóma í mörgum líkamskerfum. Svæfa þarf sjúklinga á öllum aldursskeiðum, allt frá nýfædd- um og til þeirra er náð hafa 100 ára aldri. Þá má benda á að margir koma til bráðaaðgerða vegna alvarlegra sjúkdóma eða slysa. Oft gefst þá ekki tími til að bæta ástand þeirra nægilega fyrir svæfingu vegna þess að um lífsbjargandi aðgerðir er að ræða sem ekki þola bið. Nýlega var þess minnst að 150 ár eru liðin frá því að svæfingar hófust en upphaf þeirra er talið hafa verið árið 1846 í Boston. Ýmis óhöpp hafa væntan- lega átt sér stað strax frá byrjun. Fyrsta dauðsfallið sem vitað var um átti sér stað í Englandi árið 1848 þegar 15 ára gömul stúlka, Hannah Greener, lést í sambandi við klóróformsvæfingu (1). Fyrsta kerfis- bundna könnunin varðandi dauðsföll við svæfingar mun hafa verið gerð af enska lækninum John Snow (1813-1858) en hann er talinn vera fyrsti svæfinga- læknirinn. I bók hans um klóróform og önnur svæf- ingalyf sem gefin var út að honum látnum gerði hann grein fyrir dauðsföllum við svæfingar sem þá var vit- að um (1). Væntanlega munu einhverjar kannanir hafa farið fram á fyrri árum um þetta efni en frá því um 1950 hafa verið gerðar margar kannanir á dauðs- föllum af völdum svæfinga í ýmsum löndum og eru niðurstöður nokkurra þeirra sýndar í töflu I. Nánar verður greint frá þessum könnunum í umræðukafla. Table 1. Surveys of anesthetic mortality 1948-1995. Author Country Time of survey Number of anesthesias Mortality Beecher, Todd (2) USA 1948-1952 599,584 1:2680 Memery (3) USA 1955-1964 114,866 1:3145 Hovi-Viander (4) Finland 1975 338,934 1:5059 Tiret, Desmonts (6) France 1978-1982 198,103 1:13207 Holland (7) Australia 1984 550,000 1:26000 CEPOD (9) England 1985-1986 485,850 1:185000 Wang, Hágerdal (10) Sweden 1979-1989 262,850 1:37000 Tikkanen, Hovi-Viander (5) Finland 1986 325,585 1:65117 Eagle, Davis (8) Australia 1990-1995 830,000 1:40000 Talið er að svæfingar hafi verið teknar upp hér á landi árið 1856. Þær voru mjög fáar fyrstu áratugina þar á eftir. Þeim fjölgaði síðan, einkum eftir að Landakotsspítali tók til starfa árið 1902 og síðar þegar sjúkrahúsum fjölgaði. Ekki er vitað til þess að könnun á dauðsföllum af völdum svæfinga hafi verið gerð hér á landi. Var því talið áhugavert að kanna hvort dauðsföll af þessum orsökum ættu sér stað hér á landi og einnig til þess að fá samanburð við erlend- ar kannanir um þetta efni. Efniviður og aðferðir Upphaflega var fyrirhugað að kanna dauðsföll, alvar- legar lamanir eða heilaskemmdir af völdum svæf- inga. Einnig var áætlað að könnunin næði til allra svæfinga og stærri deyfinga bæði á sjúkrahúsum, læknastöðvum og annars staðar. Fljótlega varð ljóst að efnið yrði bæði of yfirgripsmikið og erfitt yrði að afla nákvæmra upplýsinga. Var því ákveðið að ein- skorða könnunina við hugsanleg dauðsföll á sjúkra- húsum. Þegar rætt er um svæfingar í texta þessum er bæði átt við svæfingar og deyfingar ýmiss konar. Öllum starfandi sérfræðingum í svæfingalæknis- fræði á landinu svo og öðrum þeim sem vitað var að önnuðust svæfingar var sent bréf þar sem gerð var grein fyrir könnuninni og leitað var eftir samvinnu við öflun upplýsinga. Sérstakt eyðublað var sent til útfyllingar gæfist tilefni. Beðið var um að hugsanleg tilfelli yrðu skráð jafnóðum þannig að um fram- skyggna könnun yrði að ræða. Meðan á þessari könn- un stóð var minnt á hana á ársfundum svæfinga- lækna. Könnunin hófst í ársbyrjun 1992 og henni lauk í árslok 1996 þannig að um var að ræða fimm ára tímabil. Eftir hver áramót var haft samband við yfir- lækna svæfingadeilda stærri sjúkrahúsanna og þá sem önnuðust svæfingar á öðrum sjúkrahúsum. Leitað var upplýsinga um fjölda svæfinga á liðna árinu svo og dauðsföll af völdum svæfinga, hefðu einhver orð- ið, fyrsta sólarhringinn frá því að svæfing hófst bæði þar sem svæfing fór fram eða á vöknunarherbergi. Til þess að auka áreiðanleika þessarar könnunar var einnig haft samband við hjúkrunardeildarstjóra svæf- ingadeilda stærri sjúkrahúsanna og á öðrum sjúkra- húsum var rætt við skurðstofuhjúkrunarfræðinga og leitað eftir því hvort vitað væri um dauðsföll af völd- um svæfinga á tímabilinu. Þá var leitað eftir upplýs- ingum frá landlæknisembættinu hvort einhver mál hefðu borist varðandi dauðsföll af völdum svæfinga á því tímabili sem könnunin stóð yfir. Leitað var eftir upplýsingum frá eftirfarandi sjúkrahúsum: Landakotsspítala, Landspítalanum, Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Akraness, St. Franc- iskusspítala í Stykkishólmi, Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði, Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Sjúkra- húsi Húsavíkur, Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Sjúkrahúsi Suður- lands, Sjúkrahúsi Suðurnesja og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Niöurstöður Svör bárust frá öllum sjúkrahúsum nema St. Franc- iskusspítala. Ekki bárust upplýsingar frá einstakling- um. Samkvæmt bókhaldi sjúkrahúsanna voru á tíma- bilinu framkvæmdar 134.762 svæfingar. Skipting þeirra milli sjúkrahúsanna er sýnd í töflu II. Ekki var talið að neitt dauðsfall hefði eingöngu mátt rekja til svæfinga. Hjúkrunarfræðingar sem rætt var við töldu sig ekki muna neitt slíkt dauðsfall. Hjá landlæknis- embættinu fengust þær upplýsingar að engin mál hefðu borist varðandi dauðsföll af völdum svæfinga á því tímabili sem um ræðir. Læknablaðið 2000/86 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.