Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / SVÆFINGALÆKNINGAR flóknustu aðgerðirnar og veikustu sjúklingarnir hafi fengið meðferð. Á þessum sjúkrahúsum starfa sér- menntaðir svæfingalæknar og svæfingahjúkrunar- fræðingar og vakt er allan sólarhringinn. Þar eru svæfingavélar, vaktarar og lyf með því besta sem völ er á. Gera má ráð fyrir að svipað megi segja um önn- ur sjúkrahús en þar eru víða sérfræðingar í svæfinga- lækningum sem annast svæfingar og þar starfa ýmist svæfingahjúkrunarfræðingar eða ekki. Sums staðar önnuðust heilsugæslulæknar svæfingar og á einum stað svæfingahjúkrunarfræðingur í samstarfi við skurðlækni. Stundum voru fengnir sérfræðingar í svæfingalækningum til þessara sjúkrahúsa þegar um sérstakar skurðaðgerðir var að ræða. Æskilegt hefði verið að svæfingar sem fram hafa farið utan sjúkrahúsa hefðu verið kannaðar vegna þess að þær eru fjölmargar og þannig starfsemi fer vaxandi. Með því móti hefðu fengist betri upplýs- ingar um þessi mál á öllu landinu. Þá má benda á að þáttur svæfinga í dauðsföllum getur verið með tvennu móti. Annars vegar þar sem dauðsföll eru alfarið talin stafa af svæfingum og hins vegar þar sem svæfingar eru taldar eiga einhvern þátt í dauðsfallinu án þess að neitt hafi verið gert rangt eða mistök átt sér stað. Sennilega er erfiðara að meta hið síðar- nefnda. Til þess að fá sem gleggstar og nákvæmastar upplýsingar um dauðsföll af völdum svæfinga þyrfti sérstök nefnd sérfræðinga að fara yfir öll dauðsföll þar sem svæfingar koma við sögu. Nokkur atriði þarf að hafa í huga þegar rætt er um áreiðanleika þessarar könnunar. Nákvæma skilgrein- ingu skorti á því hvað teldist dauðsfall af völdum svæfingar. Slík skilgreining var ekki heldur höfð til hliðsjónar í þeim erlendu könnunm sem vísað hefur verið til. Svarendum sjálfum var látið eftir að ákveða það og verður að telja að flestir sem annast svæfingar séu dómbærir á slíkt þó að stundum gæti komið upp vafaatriði. Mikilvægt er að upplýsingar sem berast séu réttar. I því sambandi er talið mikilvægt að nafnleyndar sé gætt varðandi þann sem veitir upplýsingar. Vegna smæðar þjóðar okkar er slíkt erfitt vegna þess að fréttir af dauðsföllum bærust líklega út meðal starfs- systkina. Á hinn bóginn má segja að fámennið sé kostur vegna þess að minni líkur eru á að upplýsing- um sé skotið undan. Hugsanlegt er að gleymst hafi að tilkynna tilfelli en er þó ósennilegt og ekki er dregið í efa að allir þeir sem málið snertir hafi lagt sig fram um að veita réttar upplýsingar. Ekkert bendir til ann- ars og tölur um fjölda svæfinga ættu að vera réttar en þær eru fengnar úr skýrslum sjúkrahúsanna. Til þess að könnun af þessu tagi sé marktæk þarf hún að taka til mikils fjölda svæfinga vegna þess hve dauðsföll eru sjaldgæf. Erfitt er að fullyrða um það hve háar tölur þurfi en þegar fjöldinn er kominn yfir 100.000 má telja líklegt að nokkur áreiðanleiki sé fyrir hendi. I þessari könnun sem stóð yfir í fimm ár voru upplýsingar um 134.762 svæfingar. Það hefði lík- lega tekið 10 ár að ná tölunni 300.000. Hér var ákveð- ið að láta staðar numið eftir fimm ár. Loks má benda á það að ekki voru fengnar upp- lýsingar frá læknum eingöngu heldur var leitað til hjúkrunarfræðinga sem unnu á skurðstofum og við svæfingar. Þá verður að telja líklegt að landlæknis- embættinu hefðu borist upplýsingar um dauðsföll og einhver mál hefðu þá komið til kasta embættisins. Ályktun Könnuð var tíðni á dauðsföllum af völdum svæfinga á íslenskum sjúkrahúsum á fimm ára tímabili, 1992- 1996. Um var að ræða 134.762 svæfingar. Ekki bárust upplýsingar um neitt dauðsfall á þessu tímabili. Könnunin gefur til kynna að dauðsföll af völdum svæfinga séu sjaldgæf á sjúkrahúsum hér á landi. Samanborið við erlendar kannanir verður ástandið að teljast gott hér á landi í þessum efnum. Þakkir Höfundur þakkar öllum þeim sem létu í té upplýsing- ar, dr. Guðmundi B. Arnkelssyni dósent góðar ábendingar og Margréti Valdimarsdóttur skrifstofu- stjóra aðstoð við vinnslu greinarinnar. Heimildir 1. Beecher HK. The first anesthesia death with some remarks suggested by it on the fields of the laboratory and the clinic in the appraisal of new anesthetic agents. Anesthesiology 1941; 2: 443-9. 2. Beecher HK, Todd DP. A study of deaths associated with anesthesia and surgery. Ann Surg 1954; 140: 2-34. 3. Memery HN. Anesthesia mortality in private practice. JAMA 1965; 194:1185-8. 4. Hovi-Viander M. Death associated with anaesthesia in Finland. Br J Anaesth 1980; 52:483-9. 5. Tikkanen J, Hovi-Viander M. Death associated with anaesthesia and surgery in Flnland in 1986 compared to 1975. Acta Anaesthesiol Scand 1995; 39:262-7. 6. Tíret L, Desmonts IM, Hatton F, Vourch G. Complications associated with anaesthesia - a prospective survey in France. Can Anaesth Soc J 1986; 33: 336-44. 7. Holland R. Anaesthetic mortality in New South Wales. Br J Anaesth 1987; 59: 834-41. 8. Eagle CCP, Davis NJ. Report of the Anaesthetic Mortality Committee of Western Australia 1990-1995. Anaesth Intens Care 1997; 25:51-9. 9. Lunn JN, Devlin HB. Lessons from the Confidental Enquiry into Perioperative Deaths in three NHS regions. Lancet 1987; 2 (8572): 1384-6. 10. Wang LP, Hágerdal M. Reported anaesthetic complications during an 11 year period. A retrospective study. Acta Anaesthesiol Scand 1992; 36: 234-40. 11. Derrington MC, Smith G. A review of studies of anaesthetic risk, morbidity and mortality. Br J Anaesth 1987; 59: 815-33. 12. Desmonts J, M Duncan PG. A perspective on studies of anaesthesia morbidity and mortality. Eur J Anaesth 1993;10: 33-41. 13. Sigurdsson GH, McAteer E. Morbidity and mortality associ- ated with anaesthesia. Acta Anaesthesiol Scand 1996; 40: 1057-63. 14. Keats AS. Anesthesia mortality in perspective. Anesth Analg 1990; 71:113-9. 15. American Society of Anesthesiologists. New classification of physical status. Anesthesiology 1963; 24:111. Læknablaðið 2000/86 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.