Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 28

Læknablaðið - 15.03.2000, Síða 28
FRÆÐIGREINAR / S J Ú K R ATI L F E L L I MÁNAÐARINS Sjúkratilfelli mánaðarins Góðkynja meinvarpandi sléttvöðvaæxli Andri Konráðsson' Helgi J. ísaksson2 Bjarni Torfason' Helgi Sigurðsson3 Frá 'handkekningadeild Land- spítalans, 'Rannsóknarstofu HÍ f meinafræði, 'krabba- meinslækningadeild Landspít- alans. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Andri Konráðsson handlækningadeild Landspít- alans, 101 Reykjavík. Netfang: andrikon@rsp.is Lykilorð: sléttvödvaœxli, góðkynja meinvarpandi sléttvöövaœxli. Sjúkratilfelli Fimmtíu og tveggja ára kona leitaði til læknis í janúar 1998 vegna hita og hósta. Hún var talin vera með lungnabólgu og meðhöndluð með sýklalyfjum. Ein- kennin hurfu en á röntgenmynd af lungum sem tekin var sem hluti af eftirliti sást stakur hnútur í vinstra lunga (mynd 1). Tekin var tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýndi marga litla hnúta dreifða um bæði lungu og voru þeir stærstu allt að 1,5 sm að stærð (mynd 2). Omskoðun af lifur, beinaskann, brjóstamyndataka og kvenskoð- un leiddu ekki í ljós neinar meinsemdir sem líktust æxlum. Einn hnútanna í hægra lunga þótti liggja vel við ástungu gegnum brjóstvegg og var það reynt tví- vegis án þess að nægilegur vefur fengist til greiningar. í heilsufarssögu sjúklings kemur fram vanstarf- semi á skjaldkirtli og nýrnahettum og tekur sjúkling- ur að staðaldri hormónalyf til uppbótar vegna þess. Sjúklingur hefur einnig sögu um krampa sem ung- lingur en ekki hefur borið á þeim í yfir 30 ár. Árið 1982 greindist sjúklingur með æxli í munnvatnskirtli, það var fjarlægt og reyndist vera vel þroskað slím- þekjukrabbamein. Ekki hefur borið á endurvexti æxlisins eða meinvörpum fram að þessu. Leg kon- unnar (en ekki eggjastokkar) var fjarlægt 1986 vegna stækkunar. Við vefjaskoðun komu í ljós fjölmargir sléttvöðvahnútar. Þar sem sjúklingur hafði sögu um hægt vaxandi krabbamein í munnvatnskirtli og útlit hnútanna þótti vera dæmigert fyrir meinvörp var talið líklegast að um síðkomin meinvörp frá því krabbameini væri að ræða. f því skyni að ná vefjasýni til greiningar var sjúklingur lagður inn á Landspítalann í mars 1998. Við skoðun var sjúklingur hraustlegur, ekki móð- ur og húðlitur eðlilegur. Blóðþrýstingur mældist 140/90 og púls var 80 á mínútu, reglulegur. Lungna- hlustun var hrein og auka- eða óhljóð heyrðust ekki við hjartahlustun. Kviðskoðun var eðlileg. Almennar blóðrannsóknir voru eðlilegar en gildi úr blásturs- prófi (spirometry) voru vægt skert. Gerður var hægri brjóstholsskurður og fjarlægðir þrír hnútar með fleygskurði, einn úr efsta lungna- blaði og tveir úr neðsta lungnablaði. Einn hnútanna lá nokkuð inni í lunganu, annar var við yfirborð þess en sá þriðji tengdist lunganu aðeins með örmjóum stilk. Sá síðastnefndi var stærstur, eða 2,7 sm í mesta þvermál en hinir tveir voru 1 sm í þvermál hvor. Við vefjaskoðun kom í ljós að allir hnútarnir voru gerðir úr vel þroskuðum sléttvöðvafrumum sem uxu í sveipum og knippum og einnig var talsvert af kolla- geni staðbundið sem og á kirtilsvæðum (myndir 3,4). Hnútarnir voru vel afmarkaðir en án hýðis og deili- skiptingar sáust ekki. Við ónæmisvefjarannsókn kom fram jákvæð svörun æxlisfrumna við efnum sértæk- um fyrir vöðvafrumur og kirtilfrumur en einnig fyrir prógesteróni og í minna mæli estrógeni (mynd 5). Út- litið þótti dæmigert fyrir góðkynja meinvarpandi vöðvaæxli og samanburður við sýni frá legi konunnar frá 1986 sýndi sams konar vöxt í báðum sýnunum. Gangur eftir aðgerð var áfallalaus og engin frekari meðferð var veitt. Sex mánuðum eftir aðgerð sýndi tölvusneiðmynd enga stækkun eða fjölgun á hnútun- um í lungum og konan var áfram einkennalaus. Umræða Góðkynja meinvarpandi sléttvöðvaæxli er fyrst lýst 1939 og aðeins hefur verið lýst um 30 staðfestum til- fellum af þessum sjúkdómi í heiminum (1). Tilfellin hafa verið hjá konum á aldrinum 36-44 ára. Um er að ræða eitt eða fleiri æxli með sléttvöðvaútliti sem eru talin meinvörp frá sléttvöðvahnútum í legi. Það er sammerkt þeim konum sem greinst hafa með sjúk- dóminn að vöðvahnútar hafa verið til staðar í legi þeirra við greiningu eða legið hefur þegar verið fjar- lægt vegna hnúta. Meinvörpin eru langoftast staðsett í lungum eins og reyndin er í tilfellinu sem hér er lýst. Einnig eru til dæmi um meinvörp í eitlum í grind og aftanskinu (retroperitoneal), í netju (omentum), neðri holæð, hægri gátt og rákóttum vövum í útlim- um (1). Vefjafræðilegt útlit æxlanna er góðkynja og deiliskiptingar fáar sem engar, enda vaxa þau oftast mjög hægt, þótt stundum sé sjúkdómsgangurinn mjög hraður. í tilfellinu sem hér er greint frá liðu 12 ár frá brottnámi legs þar til æxlin greindust. Leitt hefur verið líkum að því að um sé að ræða sléttvöðvasarkmein af lágri gráðu og nafngiftin sé þvf röng þar sem um illkynja sjúkdóm sé klárlega að ræða (1). Æxlin eru venjulega næm fyrir estrógeni eins og sléttvöðvahnútar í legi eru jafnan og vaxa því oft hæg- ar eftir tíðahvörf. Einnig hefur verið lýst minnkun æxla á meðgöngu (2). Oftast greinast æxlin fyrir tilviljun þegar röntgen- mynd er tekin í eftirlitsskyni eða þau valda vægum einkennum, svo sem mæði og ertingarhósta. Vegna þess hve sjúkdómurinn er sjaldgæfur er lítil reynsla til staðar varðandi meðferð hans. Þær með- ferðarleiðir sem best hafa gefist eru eftirfarandi: 178 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.